Enski boltinn

Aroni líst vel á Solskjær

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron í baráttu við Jack Wilshere í gær.
Aron í baráttu við Jack Wilshere í gær. Nordic Photos / Getty
Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff, vonast til að liðið sitt gangi frá ráðningu nýs þjálfara sem allra fyrst.

Ole Gunnar Solskjær var viðstaddur leik liðsins gegn Arsenal í gær og hefur átt í viðræðum við Vincent Tan, eiganda félagsins.

„Ég er íslenskur og Solskjær er norskur. Hann hefur spilað fyrir eitt stærsta félag Englands og margir vita hver hann er,“ er haft eftir Aroni Einari í Telegraph í dag.

„Mér skilst að hann hafi staðið sig vel sem stjóri Molde í Noregi. Ef hann fær starfið hér þá getur hann vonandi hjálpað okkur að taka næsta skref. Það er eitthvað sem við þurfum á að halda,“ sagði Aron Einar.

„Hann mun hafa eitthvað nýtt fram að færa, enda nýr þjálfari sem hefur staðið sig vel með Molde. Við erum allir viljugir til að halda áfram og fá fleiri stig. Ef að eigandinn getur gengið frá þjálfaramálunum sem fyrst getum við hugsað um framhaldið.“

Cardiff er sem stendur í sautjánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi frá fallsæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×