Enski boltinn

Heitinga hafnaði West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heitinga hefur komið við sögu í tveimur deildarleikjum með Everton í haust.
Heitinga hefur komið við sögu í tveimur deildarleikjum með Everton í haust. Nordic Photos / Getty
Ekkert verður af því að Hollendingurinn Johnny Heitinga gangi til liðs við West Ham þrátt fyrir að Everton hafi samþykkt að selja hann.

Heitinga hafnaði sjálfur sölunni þrátt fyrir að hefði fá tækifæri fengið hjá Everton á tímabilinu til þessa.

„Það skiptir máli á mínum aldri að taka réttar ákvarðanir. Þetta snýst ekki um peninga enda var það ekki vandamál hjá West Ham. Maður verður að vera fullviss um að maður sé að taka rétt skref á ferlinum,“ sagði Heitinga í yfirlýsingu sem birtist í dag.

„Ég hafnaði því West Ham og mun nú bíða og sjá hvað önnur félög hafa að bjóða mér,“ bætti hann við og reiknar því ekki með að vera áfram hjá Everton til loka tímabilsins. „Ég er sannfærður um að ég finni mér nýtt félag áður en mánuðurinn líður.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×