Enski boltinn

Gylfi tæpur fyrir helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi í leiknum gegn WBA á öðrum degi jóla.
Gylfi í leiknum gegn WBA á öðrum degi jóla. Nordic Photos / Getty
Gylfi Þór Sigurðsson er enn að glíma við meiðsli í ökkla og óvíst hvort hann nái bikarleiknum gegn erkifjendunum í Arsenal á morgun.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Gylfi sagðist ekkert hafa æft síðustu daga en verið í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfara eftir að hafa fengið högg á kálfann í leik gegn Souhampton fyrir jól.

„Það myndaðist bólga og mar sem leiddi niður í ökklann og þetta versnaði svo eftir leikinn sem ég spilaði gegn West Brom á öðrum degi jóla,“ sagði Gylfi.

„Núna er bólgan farin úr ökklanum en það er blæðing sem er föst á milli vöðvanna og það tekur einhvern tíma að ná henni út. Ég mun prófa að skokka á morgun [í dag] og eftir það kemur í ljós hvort ég verði leikfær.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×