Enski boltinn

Stjórnarformaður Cardiff baðst afsökunar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mehmet Dalman, stjórnarformaður Cardiff.
Mehmet Dalman, stjórnarformaður Cardiff. Nordic Photos / Getty
Mehmet Dalman, stjórnarformaður Cardiff, bað stuðningsmenn afsökunar á þeim látum sem hafa verið í kringum félagið undanfarna daga og vikur.

Vincent Tan, hinn skrautlegi eigandi félagsins, átti í mjög svo áberandi rimmu við Malky Mackay, fyrrverandi knattspyrnustjóra, og beið ímynd félagsins þó nokkra hnekki við það.

En í gær var Ole Gunnar Solskjær ráðinn knattspyrnustjóri og vill Dalman að stuðningsmennirnir fylki sér að baki hans.

„Ég vona að þið fyrirgefið okkur fyrir þetta og treystið okkur til að byggja upp þetta félag. Það býr mikið í félaginu og við viljum einbeita okkur að því sem við getum gert innan vallar,“ sagði Dalman við enska fjömliðla.

„En ég biðst afsökunar á því að hafa skapað óróa meðal stuðningsmanna því það var aldrei ætlun okkar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×