Enski boltinn

Fótbrotnaði á æfingu og missir af rest

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Libor Kozák.
Libor Kozák. Mynd/NordicPhotos/Getty
Libor Kozák, framherji Aston Villa, verður ekki meira með á tímabilinu eftir að hafa fótbrotnað á fyrstu æfingu liðsins á árinu í gær. Kozak fer í aðgerð í dag.

Kozák er 24 ára gamall en hann kom til Aston Villa frá Lazio í september og gerði þá fjögurra ára samning við enska úrvalsdeildarliðið.

Kozák fótbrotnaði á æfingu í gær eftir samstuð við liðsfélaga sinn Ciaran Clark sem er 24 ára varnarmaður sem er uppalinn hjá Villa.

Kozák hefur skorað 4 mörk í 14 deildarleikjum með Aston Villa á þessu tímabili en hann var á bekknum í sigrinum á Sunderland á Nýársdag.

Libor Kozák er tékkneskur landsliðsmaður og hefur skorað 2 mörk í 6 landsleikjum en þau komu bæði í haust.

Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×