Enski boltinn

Aron Einar í byrjunarliði Cardiff á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar í leik Cardiff og Arsenal á nýársdag.
Aron Einar í leik Cardiff og Arsenal á nýársdag. Nordic Photos / Getty
Aron Einar Gunnarsson staðfesti í samtali við Vísi í dag að hann verði í byrjunarliði Cardiff í bikarleik liðsins gegn Newcastle á morgun.

Ole Gunnar Solskjær tók við starfi knattspyrnustjóra í gær og stýrði sinni fyrstu æfingu í morgun. Aron Einar fékk þá að vita að hann verði í byrjunarliðinu á morgun.

„Ég er auðvitað ánægður með það. Ég vil spila alla leiki og ég ætla mér að nýta þetta tækifæri til að sýna mig og sanna,“ sagði Aron Einar en nánar verður rætt við hann í Fréttablaðinu á morgun.

Leikur Newcastle og Cardiff hefst klukkan 15.00 á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×