Þrjú úrvalsdeildarlið úr leik - úrslitin í enska bikarnum í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2014 14:45 Nigel Clough stýrði Sheffield United til sigurs á úrvalsdeildarliði Aston Villa. Mynd/NordicPhotos/Getty Ensku úrvalsdeildarliðin Aston Villa, Newcastle og West Bromwich Albion eru úr leik í enska bikarnum eftir tap í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í dag. Newcastle og West Bromwich Albion féllu út á móti öðrum úrvalsdeildarliðum en Aston Villa tapaði hinsvegar á heimavelli á móti C-deildarliði Sheffield United. Everton vann 4-0 sigur á Queens Park Rangers þar sem Nikica Jelavić skoraði tvö mörk og klikkaði síðan á víti þegar hann gat innsiglað þrennuna. Southampton vann 4-3 sigur á Burnley í miklum markaleik og Hull, Stoke og Crystal Palace eru öll komin áfram. Crystal Palace vann 2-0 útisigur á West Bromwich Albion og Tony Pulis er heldur betur að gera flotta hluti með Palace-liðið. Bikarmeistarar Wigan sem spila í ensku b-deildinni gerðu 3-3 jafntefli á heimavelli á móti c-deildarliði Milton Keynes Dons. Jermaine Beckford er mikill bikarkarl og hann skoraði sigurmark Bolton á móti Blackpool í dag. Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City eru komnir áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 2-1 sigur í Newcastle í dag í fyrsta leik liðsins undir stjórn Norðmannsins Ole Gunnar Solskjær. Ole Gunnar Solskjær var þekktur fyrir það á sínum tíma að koma inná sem varamaður og skora fyrir Manchester United og það voru tveir varamenn sem tryggði honum sigur í sínum fyrsta leik sem knattspyrnustjóri velska liðsins. Rochdale er komið áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 2-0 sigur á Leeds United í dag en Rochdale-liðið er tveimur deildum neðar en Leeds. Óvæntustu úrslit dagsins voru 2-1 útisigur C-deildarliðs Sheffield United á Aston Villa, 2-0 heimasigur D-deildarliðs Rochdale á Leeds, 3-2 útisigur C-deildarliðs Stevenage á Doncaster Rovers og 2-1 útisigur C-deildarliðs Coventry City á Barnsley.Mynd/NordicPhotos/GettyJermaine Beckford er mikill bikarkarl og hann skoraði sigurmark Bolton á móti Blackpool í dag.Mynd/NordicPhotos/GettyOle Gunnar Solskjær fagnar sigri.Mynd/AFPÚrslit í enska bikarnum í dag:Blackburn - Manchester City 1-1 0-1 Álvaro Negredo (45.), 1-1 Scott Dann (55.)Aston Villa - Sheffield United 1-2 0-1 Jamie Murphy (20.), 1-1 Nicklas Helenius (74.), 1-2 Ryan Flynn (81.)Everton - Queens Park Rangers 4-0 1-0 Ross Barkley (34.), 2-0 Nikica Jelavić (44.), 3-0 Nikica Jelavić (68.), 4-0 Seamus Coleman (76.)Newcastle - Cardiff 1-2 1-0 Papiss Cissé (61.), 1-1 Craig Noone (73.), 1-2 Fraizer Campbell (80.)Norwich - Fulham 1-1 0-1 Darren Bent (40.), 1-1 Robert Snodgrass (45.)Middlesbrough - Hull 0-2 0-1 Aaron McLean (10.), 0-2 Nick Proschwitz (61.)Rochdale - Leeds 2-0 1-0 Scott Hogan (45.), 2-0 Ian Henderson (84.)Southampton - Burnley 4-3 1-0 Nathaniel Clyne (22.), 2-0 Rickie Lambert (29.), 2-1 Sam Vokes (51.), 2-2 Danny Ings (57.), 3-2 Jay Rodriguez (66.), 4-2 Adam Lallana (72.), 4-3 Kevin Long (86.)Stoke - Leicester 2-1 1-0 Kenwyne Jones (15.), 2-0 Charlie Adam (55.), 2-1West Bromwich - Crystal Palace 0-2 0-1 Dwight Gayle (23.), 0-2 Marouane Chamakh (90.) Barnsley - Coventry City 1-2 Bolton - Blackpool 2-1 Brighton - Reading 1-0 Bristol City - Watford 1-1 Doncaster - Stevenage 2-3 Grimsby Town - Huddersfield 2-3 Ipswich - Preston North End 1-1 Kidderminster Harriers - Peterborough United 0-0 Macclesfield Town - Sheffield Wednesday 1-1 Southend United - Millwall 4-1 Wigan - Milton Keynes Dons 3-3 Yeovil - Leyton Orient 4-0Yeovil Town vann 4-0 stórsigur.Mynd/NordicPhotos/GettySouthend United sló út Millwall.Mynd/NordicPhotos/Getty Enski boltinn Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Lamaður á motocrosshjóli Sport Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Sean Hackley meiddur Sport Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Sjá meira
Ensku úrvalsdeildarliðin Aston Villa, Newcastle og West Bromwich Albion eru úr leik í enska bikarnum eftir tap í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í dag. Newcastle og West Bromwich Albion féllu út á móti öðrum úrvalsdeildarliðum en Aston Villa tapaði hinsvegar á heimavelli á móti C-deildarliði Sheffield United. Everton vann 4-0 sigur á Queens Park Rangers þar sem Nikica Jelavić skoraði tvö mörk og klikkaði síðan á víti þegar hann gat innsiglað þrennuna. Southampton vann 4-3 sigur á Burnley í miklum markaleik og Hull, Stoke og Crystal Palace eru öll komin áfram. Crystal Palace vann 2-0 útisigur á West Bromwich Albion og Tony Pulis er heldur betur að gera flotta hluti með Palace-liðið. Bikarmeistarar Wigan sem spila í ensku b-deildinni gerðu 3-3 jafntefli á heimavelli á móti c-deildarliði Milton Keynes Dons. Jermaine Beckford er mikill bikarkarl og hann skoraði sigurmark Bolton á móti Blackpool í dag. Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City eru komnir áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 2-1 sigur í Newcastle í dag í fyrsta leik liðsins undir stjórn Norðmannsins Ole Gunnar Solskjær. Ole Gunnar Solskjær var þekktur fyrir það á sínum tíma að koma inná sem varamaður og skora fyrir Manchester United og það voru tveir varamenn sem tryggði honum sigur í sínum fyrsta leik sem knattspyrnustjóri velska liðsins. Rochdale er komið áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 2-0 sigur á Leeds United í dag en Rochdale-liðið er tveimur deildum neðar en Leeds. Óvæntustu úrslit dagsins voru 2-1 útisigur C-deildarliðs Sheffield United á Aston Villa, 2-0 heimasigur D-deildarliðs Rochdale á Leeds, 3-2 útisigur C-deildarliðs Stevenage á Doncaster Rovers og 2-1 útisigur C-deildarliðs Coventry City á Barnsley.Mynd/NordicPhotos/GettyJermaine Beckford er mikill bikarkarl og hann skoraði sigurmark Bolton á móti Blackpool í dag.Mynd/NordicPhotos/GettyOle Gunnar Solskjær fagnar sigri.Mynd/AFPÚrslit í enska bikarnum í dag:Blackburn - Manchester City 1-1 0-1 Álvaro Negredo (45.), 1-1 Scott Dann (55.)Aston Villa - Sheffield United 1-2 0-1 Jamie Murphy (20.), 1-1 Nicklas Helenius (74.), 1-2 Ryan Flynn (81.)Everton - Queens Park Rangers 4-0 1-0 Ross Barkley (34.), 2-0 Nikica Jelavić (44.), 3-0 Nikica Jelavić (68.), 4-0 Seamus Coleman (76.)Newcastle - Cardiff 1-2 1-0 Papiss Cissé (61.), 1-1 Craig Noone (73.), 1-2 Fraizer Campbell (80.)Norwich - Fulham 1-1 0-1 Darren Bent (40.), 1-1 Robert Snodgrass (45.)Middlesbrough - Hull 0-2 0-1 Aaron McLean (10.), 0-2 Nick Proschwitz (61.)Rochdale - Leeds 2-0 1-0 Scott Hogan (45.), 2-0 Ian Henderson (84.)Southampton - Burnley 4-3 1-0 Nathaniel Clyne (22.), 2-0 Rickie Lambert (29.), 2-1 Sam Vokes (51.), 2-2 Danny Ings (57.), 3-2 Jay Rodriguez (66.), 4-2 Adam Lallana (72.), 4-3 Kevin Long (86.)Stoke - Leicester 2-1 1-0 Kenwyne Jones (15.), 2-0 Charlie Adam (55.), 2-1West Bromwich - Crystal Palace 0-2 0-1 Dwight Gayle (23.), 0-2 Marouane Chamakh (90.) Barnsley - Coventry City 1-2 Bolton - Blackpool 2-1 Brighton - Reading 1-0 Bristol City - Watford 1-1 Doncaster - Stevenage 2-3 Grimsby Town - Huddersfield 2-3 Ipswich - Preston North End 1-1 Kidderminster Harriers - Peterborough United 0-0 Macclesfield Town - Sheffield Wednesday 1-1 Southend United - Millwall 4-1 Wigan - Milton Keynes Dons 3-3 Yeovil - Leyton Orient 4-0Yeovil Town vann 4-0 stórsigur.Mynd/NordicPhotos/GettySouthend United sló út Millwall.Mynd/NordicPhotos/Getty
Enski boltinn Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Lamaður á motocrosshjóli Sport Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Sean Hackley meiddur Sport Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Sjá meira