Enski boltinn

Þrjú úrvalsdeildarlið úr leik - úrslitin í enska bikarnum í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nigel Clough stýrði Sheffield United til sigurs á úrvalsdeildarliði Aston Villa.
Nigel Clough stýrði Sheffield United til sigurs á úrvalsdeildarliði Aston Villa. Mynd/NordicPhotos/Getty
Ensku úrvalsdeildarliðin Aston Villa, Newcastle og West Bromwich Albion eru úr leik í enska bikarnum eftir tap í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í dag.

Newcastle og West Bromwich Albion féllu út á móti öðrum úrvalsdeildarliðum en Aston Villa tapaði hinsvegar á heimavelli á móti C-deildarliði Sheffield United.

Everton vann 4-0 sigur á Queens Park Rangers þar sem Nikica Jelavić skoraði tvö mörk og klikkaði síðan á víti þegar hann gat innsiglað þrennuna.

Southampton vann 4-3 sigur á Burnley í miklum markaleik og Hull, Stoke og Crystal Palace eru öll komin áfram. Crystal Palace vann 2-0 útisigur á West Bromwich Albion og Tony Pulis er heldur betur að gera flotta hluti með Palace-liðið.

Bikarmeistarar Wigan sem spila í ensku b-deildinni gerðu 3-3 jafntefli á heimavelli á móti c-deildarliði Milton Keynes Dons.

Jermaine Beckford er mikill bikarkarl og hann skoraði sigurmark Bolton á móti Blackpool í dag.

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City eru komnir áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 2-1 sigur í Newcastle í dag í fyrsta leik liðsins undir stjórn Norðmannsins Ole Gunnar Solskjær.

Ole Gunnar Solskjær var þekktur fyrir það á sínum tíma að koma inná sem varamaður og skora fyrir Manchester United og það voru tveir varamenn sem tryggði honum sigur í sínum fyrsta leik sem knattspyrnustjóri velska liðsins.

Rochdale er komið áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 2-0 sigur á Leeds United í dag en Rochdale-liðið er tveimur deildum neðar en Leeds.

Óvæntustu úrslit dagsins voru 2-1 útisigur C-deildarliðs Sheffield United á Aston Villa, 2-0 heimasigur D-deildarliðs Rochdale á Leeds, 3-2 útisigur C-deildarliðs Stevenage á Doncaster Rovers og 2-1 útisigur C-deildarliðs Coventry City á Barnsley.

Mynd/NordicPhotos/Getty
Jermaine Beckford er mikill bikarkarl og hann skoraði sigurmark Bolton á móti Blackpool í dag.Mynd/NordicPhotos/Getty
Ole Gunnar Solskjær fagnar sigri.Mynd/AFP
Úrslit í enska bikarnum í dag:

Blackburn - Manchester City    1-1

0-1 Álvaro Negredo (45.), 1-1 Scott Dann (55.)

Aston Villa - Sheffield United    1-2

0-1 Jamie Murphy (20.), 1-1 Nicklas Helenius (74.), 1-2 Ryan Flynn (81.)

Everton - Queens Park Rangers    4-0

1-0 Ross Barkley (34.), 2-0 Nikica Jelavić (44.), 3-0 Nikica Jelavić (68.), 4-0 Seamus Coleman (76.)

Newcastle - Cardiff    1-2

1-0 Papiss Cissé (61.), 1-1 Craig Noone (73.), 1-2 Fraizer Campbell (80.)

Norwich - Fulham    1-1

0-1 Darren Bent (40.), 1-1 Robert Snodgrass (45.)

Middlesbrough - Hull    0-2

0-1 Aaron McLean (10.), 0-2 Nick Proschwitz (61.)

Rochdale - Leeds    2-0

1-0 Scott Hogan (45.), 2-0 Ian Henderson (84.)

Southampton - Burnley    4-3

1-0 Nathaniel Clyne (22.), 2-0 Rickie Lambert (29.), 2-1 Sam Vokes (51.), 2-2 Danny Ings (57.), 3-2 Jay Rodriguez (66.), 4-2 Adam Lallana (72.), 4-3 Kevin Long (86.)

Stoke - Leicester    2-1

1-0 Kenwyne Jones (15.), 2-0 Charlie Adam (55.), 2-1

West Bromwich - Crystal Palace    0-2

0-1 Dwight Gayle (23.), 0-2 Marouane Chamakh (90.)



Barnsley - Coventry City    1-2

Bolton - Blackpool    2-1

Brighton - Reading    1-0

Bristol City - Watford    1-1

Doncaster - Stevenage    2-3

Grimsby Town - Huddersfield    2-3

Ipswich - Preston North End    1-1

Kidderminster Harriers - Peterborough United    0-0

Macclesfield Town - Sheffield Wednesday    1-1

Southend United - Millwall    4-1

Wigan - Milton Keynes Dons    3-3

Yeovil - Leyton Orient    4-0

Yeovil Town vann 4-0 stórsigur.Mynd/NordicPhotos/Getty
Southend United sló út Millwall.Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×