Þrjú úrvalsdeildarlið úr leik - úrslitin í enska bikarnum í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2014 14:45 Nigel Clough stýrði Sheffield United til sigurs á úrvalsdeildarliði Aston Villa. Mynd/NordicPhotos/Getty Ensku úrvalsdeildarliðin Aston Villa, Newcastle og West Bromwich Albion eru úr leik í enska bikarnum eftir tap í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í dag. Newcastle og West Bromwich Albion féllu út á móti öðrum úrvalsdeildarliðum en Aston Villa tapaði hinsvegar á heimavelli á móti C-deildarliði Sheffield United. Everton vann 4-0 sigur á Queens Park Rangers þar sem Nikica Jelavić skoraði tvö mörk og klikkaði síðan á víti þegar hann gat innsiglað þrennuna. Southampton vann 4-3 sigur á Burnley í miklum markaleik og Hull, Stoke og Crystal Palace eru öll komin áfram. Crystal Palace vann 2-0 útisigur á West Bromwich Albion og Tony Pulis er heldur betur að gera flotta hluti með Palace-liðið. Bikarmeistarar Wigan sem spila í ensku b-deildinni gerðu 3-3 jafntefli á heimavelli á móti c-deildarliði Milton Keynes Dons. Jermaine Beckford er mikill bikarkarl og hann skoraði sigurmark Bolton á móti Blackpool í dag. Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City eru komnir áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 2-1 sigur í Newcastle í dag í fyrsta leik liðsins undir stjórn Norðmannsins Ole Gunnar Solskjær. Ole Gunnar Solskjær var þekktur fyrir það á sínum tíma að koma inná sem varamaður og skora fyrir Manchester United og það voru tveir varamenn sem tryggði honum sigur í sínum fyrsta leik sem knattspyrnustjóri velska liðsins. Rochdale er komið áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 2-0 sigur á Leeds United í dag en Rochdale-liðið er tveimur deildum neðar en Leeds. Óvæntustu úrslit dagsins voru 2-1 útisigur C-deildarliðs Sheffield United á Aston Villa, 2-0 heimasigur D-deildarliðs Rochdale á Leeds, 3-2 útisigur C-deildarliðs Stevenage á Doncaster Rovers og 2-1 útisigur C-deildarliðs Coventry City á Barnsley.Mynd/NordicPhotos/GettyJermaine Beckford er mikill bikarkarl og hann skoraði sigurmark Bolton á móti Blackpool í dag.Mynd/NordicPhotos/GettyOle Gunnar Solskjær fagnar sigri.Mynd/AFPÚrslit í enska bikarnum í dag:Blackburn - Manchester City 1-1 0-1 Álvaro Negredo (45.), 1-1 Scott Dann (55.)Aston Villa - Sheffield United 1-2 0-1 Jamie Murphy (20.), 1-1 Nicklas Helenius (74.), 1-2 Ryan Flynn (81.)Everton - Queens Park Rangers 4-0 1-0 Ross Barkley (34.), 2-0 Nikica Jelavić (44.), 3-0 Nikica Jelavić (68.), 4-0 Seamus Coleman (76.)Newcastle - Cardiff 1-2 1-0 Papiss Cissé (61.), 1-1 Craig Noone (73.), 1-2 Fraizer Campbell (80.)Norwich - Fulham 1-1 0-1 Darren Bent (40.), 1-1 Robert Snodgrass (45.)Middlesbrough - Hull 0-2 0-1 Aaron McLean (10.), 0-2 Nick Proschwitz (61.)Rochdale - Leeds 2-0 1-0 Scott Hogan (45.), 2-0 Ian Henderson (84.)Southampton - Burnley 4-3 1-0 Nathaniel Clyne (22.), 2-0 Rickie Lambert (29.), 2-1 Sam Vokes (51.), 2-2 Danny Ings (57.), 3-2 Jay Rodriguez (66.), 4-2 Adam Lallana (72.), 4-3 Kevin Long (86.)Stoke - Leicester 2-1 1-0 Kenwyne Jones (15.), 2-0 Charlie Adam (55.), 2-1West Bromwich - Crystal Palace 0-2 0-1 Dwight Gayle (23.), 0-2 Marouane Chamakh (90.) Barnsley - Coventry City 1-2 Bolton - Blackpool 2-1 Brighton - Reading 1-0 Bristol City - Watford 1-1 Doncaster - Stevenage 2-3 Grimsby Town - Huddersfield 2-3 Ipswich - Preston North End 1-1 Kidderminster Harriers - Peterborough United 0-0 Macclesfield Town - Sheffield Wednesday 1-1 Southend United - Millwall 4-1 Wigan - Milton Keynes Dons 3-3 Yeovil - Leyton Orient 4-0Yeovil Town vann 4-0 stórsigur.Mynd/NordicPhotos/GettySouthend United sló út Millwall.Mynd/NordicPhotos/Getty Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Crystal Palace - Tottenham | Margir í banni hjá gestunum Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Sjá meira
Ensku úrvalsdeildarliðin Aston Villa, Newcastle og West Bromwich Albion eru úr leik í enska bikarnum eftir tap í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í dag. Newcastle og West Bromwich Albion féllu út á móti öðrum úrvalsdeildarliðum en Aston Villa tapaði hinsvegar á heimavelli á móti C-deildarliði Sheffield United. Everton vann 4-0 sigur á Queens Park Rangers þar sem Nikica Jelavić skoraði tvö mörk og klikkaði síðan á víti þegar hann gat innsiglað þrennuna. Southampton vann 4-3 sigur á Burnley í miklum markaleik og Hull, Stoke og Crystal Palace eru öll komin áfram. Crystal Palace vann 2-0 útisigur á West Bromwich Albion og Tony Pulis er heldur betur að gera flotta hluti með Palace-liðið. Bikarmeistarar Wigan sem spila í ensku b-deildinni gerðu 3-3 jafntefli á heimavelli á móti c-deildarliði Milton Keynes Dons. Jermaine Beckford er mikill bikarkarl og hann skoraði sigurmark Bolton á móti Blackpool í dag. Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City eru komnir áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 2-1 sigur í Newcastle í dag í fyrsta leik liðsins undir stjórn Norðmannsins Ole Gunnar Solskjær. Ole Gunnar Solskjær var þekktur fyrir það á sínum tíma að koma inná sem varamaður og skora fyrir Manchester United og það voru tveir varamenn sem tryggði honum sigur í sínum fyrsta leik sem knattspyrnustjóri velska liðsins. Rochdale er komið áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 2-0 sigur á Leeds United í dag en Rochdale-liðið er tveimur deildum neðar en Leeds. Óvæntustu úrslit dagsins voru 2-1 útisigur C-deildarliðs Sheffield United á Aston Villa, 2-0 heimasigur D-deildarliðs Rochdale á Leeds, 3-2 útisigur C-deildarliðs Stevenage á Doncaster Rovers og 2-1 útisigur C-deildarliðs Coventry City á Barnsley.Mynd/NordicPhotos/GettyJermaine Beckford er mikill bikarkarl og hann skoraði sigurmark Bolton á móti Blackpool í dag.Mynd/NordicPhotos/GettyOle Gunnar Solskjær fagnar sigri.Mynd/AFPÚrslit í enska bikarnum í dag:Blackburn - Manchester City 1-1 0-1 Álvaro Negredo (45.), 1-1 Scott Dann (55.)Aston Villa - Sheffield United 1-2 0-1 Jamie Murphy (20.), 1-1 Nicklas Helenius (74.), 1-2 Ryan Flynn (81.)Everton - Queens Park Rangers 4-0 1-0 Ross Barkley (34.), 2-0 Nikica Jelavić (44.), 3-0 Nikica Jelavić (68.), 4-0 Seamus Coleman (76.)Newcastle - Cardiff 1-2 1-0 Papiss Cissé (61.), 1-1 Craig Noone (73.), 1-2 Fraizer Campbell (80.)Norwich - Fulham 1-1 0-1 Darren Bent (40.), 1-1 Robert Snodgrass (45.)Middlesbrough - Hull 0-2 0-1 Aaron McLean (10.), 0-2 Nick Proschwitz (61.)Rochdale - Leeds 2-0 1-0 Scott Hogan (45.), 2-0 Ian Henderson (84.)Southampton - Burnley 4-3 1-0 Nathaniel Clyne (22.), 2-0 Rickie Lambert (29.), 2-1 Sam Vokes (51.), 2-2 Danny Ings (57.), 3-2 Jay Rodriguez (66.), 4-2 Adam Lallana (72.), 4-3 Kevin Long (86.)Stoke - Leicester 2-1 1-0 Kenwyne Jones (15.), 2-0 Charlie Adam (55.), 2-1West Bromwich - Crystal Palace 0-2 0-1 Dwight Gayle (23.), 0-2 Marouane Chamakh (90.) Barnsley - Coventry City 1-2 Bolton - Blackpool 2-1 Brighton - Reading 1-0 Bristol City - Watford 1-1 Doncaster - Stevenage 2-3 Grimsby Town - Huddersfield 2-3 Ipswich - Preston North End 1-1 Kidderminster Harriers - Peterborough United 0-0 Macclesfield Town - Sheffield Wednesday 1-1 Southend United - Millwall 4-1 Wigan - Milton Keynes Dons 3-3 Yeovil - Leyton Orient 4-0Yeovil Town vann 4-0 stórsigur.Mynd/NordicPhotos/GettySouthend United sló út Millwall.Mynd/NordicPhotos/Getty
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Crystal Palace - Tottenham | Margir í banni hjá gestunum Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Sjá meira