Þrjú úrvalsdeildarlið úr leik - úrslitin í enska bikarnum í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2014 14:45 Nigel Clough stýrði Sheffield United til sigurs á úrvalsdeildarliði Aston Villa. Mynd/NordicPhotos/Getty Ensku úrvalsdeildarliðin Aston Villa, Newcastle og West Bromwich Albion eru úr leik í enska bikarnum eftir tap í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í dag. Newcastle og West Bromwich Albion féllu út á móti öðrum úrvalsdeildarliðum en Aston Villa tapaði hinsvegar á heimavelli á móti C-deildarliði Sheffield United. Everton vann 4-0 sigur á Queens Park Rangers þar sem Nikica Jelavić skoraði tvö mörk og klikkaði síðan á víti þegar hann gat innsiglað þrennuna. Southampton vann 4-3 sigur á Burnley í miklum markaleik og Hull, Stoke og Crystal Palace eru öll komin áfram. Crystal Palace vann 2-0 útisigur á West Bromwich Albion og Tony Pulis er heldur betur að gera flotta hluti með Palace-liðið. Bikarmeistarar Wigan sem spila í ensku b-deildinni gerðu 3-3 jafntefli á heimavelli á móti c-deildarliði Milton Keynes Dons. Jermaine Beckford er mikill bikarkarl og hann skoraði sigurmark Bolton á móti Blackpool í dag. Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City eru komnir áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 2-1 sigur í Newcastle í dag í fyrsta leik liðsins undir stjórn Norðmannsins Ole Gunnar Solskjær. Ole Gunnar Solskjær var þekktur fyrir það á sínum tíma að koma inná sem varamaður og skora fyrir Manchester United og það voru tveir varamenn sem tryggði honum sigur í sínum fyrsta leik sem knattspyrnustjóri velska liðsins. Rochdale er komið áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 2-0 sigur á Leeds United í dag en Rochdale-liðið er tveimur deildum neðar en Leeds. Óvæntustu úrslit dagsins voru 2-1 útisigur C-deildarliðs Sheffield United á Aston Villa, 2-0 heimasigur D-deildarliðs Rochdale á Leeds, 3-2 útisigur C-deildarliðs Stevenage á Doncaster Rovers og 2-1 útisigur C-deildarliðs Coventry City á Barnsley.Mynd/NordicPhotos/GettyJermaine Beckford er mikill bikarkarl og hann skoraði sigurmark Bolton á móti Blackpool í dag.Mynd/NordicPhotos/GettyOle Gunnar Solskjær fagnar sigri.Mynd/AFPÚrslit í enska bikarnum í dag:Blackburn - Manchester City 1-1 0-1 Álvaro Negredo (45.), 1-1 Scott Dann (55.)Aston Villa - Sheffield United 1-2 0-1 Jamie Murphy (20.), 1-1 Nicklas Helenius (74.), 1-2 Ryan Flynn (81.)Everton - Queens Park Rangers 4-0 1-0 Ross Barkley (34.), 2-0 Nikica Jelavić (44.), 3-0 Nikica Jelavić (68.), 4-0 Seamus Coleman (76.)Newcastle - Cardiff 1-2 1-0 Papiss Cissé (61.), 1-1 Craig Noone (73.), 1-2 Fraizer Campbell (80.)Norwich - Fulham 1-1 0-1 Darren Bent (40.), 1-1 Robert Snodgrass (45.)Middlesbrough - Hull 0-2 0-1 Aaron McLean (10.), 0-2 Nick Proschwitz (61.)Rochdale - Leeds 2-0 1-0 Scott Hogan (45.), 2-0 Ian Henderson (84.)Southampton - Burnley 4-3 1-0 Nathaniel Clyne (22.), 2-0 Rickie Lambert (29.), 2-1 Sam Vokes (51.), 2-2 Danny Ings (57.), 3-2 Jay Rodriguez (66.), 4-2 Adam Lallana (72.), 4-3 Kevin Long (86.)Stoke - Leicester 2-1 1-0 Kenwyne Jones (15.), 2-0 Charlie Adam (55.), 2-1West Bromwich - Crystal Palace 0-2 0-1 Dwight Gayle (23.), 0-2 Marouane Chamakh (90.) Barnsley - Coventry City 1-2 Bolton - Blackpool 2-1 Brighton - Reading 1-0 Bristol City - Watford 1-1 Doncaster - Stevenage 2-3 Grimsby Town - Huddersfield 2-3 Ipswich - Preston North End 1-1 Kidderminster Harriers - Peterborough United 0-0 Macclesfield Town - Sheffield Wednesday 1-1 Southend United - Millwall 4-1 Wigan - Milton Keynes Dons 3-3 Yeovil - Leyton Orient 4-0Yeovil Town vann 4-0 stórsigur.Mynd/NordicPhotos/GettySouthend United sló út Millwall.Mynd/NordicPhotos/Getty Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Ensku úrvalsdeildarliðin Aston Villa, Newcastle og West Bromwich Albion eru úr leik í enska bikarnum eftir tap í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í dag. Newcastle og West Bromwich Albion féllu út á móti öðrum úrvalsdeildarliðum en Aston Villa tapaði hinsvegar á heimavelli á móti C-deildarliði Sheffield United. Everton vann 4-0 sigur á Queens Park Rangers þar sem Nikica Jelavić skoraði tvö mörk og klikkaði síðan á víti þegar hann gat innsiglað þrennuna. Southampton vann 4-3 sigur á Burnley í miklum markaleik og Hull, Stoke og Crystal Palace eru öll komin áfram. Crystal Palace vann 2-0 útisigur á West Bromwich Albion og Tony Pulis er heldur betur að gera flotta hluti með Palace-liðið. Bikarmeistarar Wigan sem spila í ensku b-deildinni gerðu 3-3 jafntefli á heimavelli á móti c-deildarliði Milton Keynes Dons. Jermaine Beckford er mikill bikarkarl og hann skoraði sigurmark Bolton á móti Blackpool í dag. Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City eru komnir áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 2-1 sigur í Newcastle í dag í fyrsta leik liðsins undir stjórn Norðmannsins Ole Gunnar Solskjær. Ole Gunnar Solskjær var þekktur fyrir það á sínum tíma að koma inná sem varamaður og skora fyrir Manchester United og það voru tveir varamenn sem tryggði honum sigur í sínum fyrsta leik sem knattspyrnustjóri velska liðsins. Rochdale er komið áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 2-0 sigur á Leeds United í dag en Rochdale-liðið er tveimur deildum neðar en Leeds. Óvæntustu úrslit dagsins voru 2-1 útisigur C-deildarliðs Sheffield United á Aston Villa, 2-0 heimasigur D-deildarliðs Rochdale á Leeds, 3-2 útisigur C-deildarliðs Stevenage á Doncaster Rovers og 2-1 útisigur C-deildarliðs Coventry City á Barnsley.Mynd/NordicPhotos/GettyJermaine Beckford er mikill bikarkarl og hann skoraði sigurmark Bolton á móti Blackpool í dag.Mynd/NordicPhotos/GettyOle Gunnar Solskjær fagnar sigri.Mynd/AFPÚrslit í enska bikarnum í dag:Blackburn - Manchester City 1-1 0-1 Álvaro Negredo (45.), 1-1 Scott Dann (55.)Aston Villa - Sheffield United 1-2 0-1 Jamie Murphy (20.), 1-1 Nicklas Helenius (74.), 1-2 Ryan Flynn (81.)Everton - Queens Park Rangers 4-0 1-0 Ross Barkley (34.), 2-0 Nikica Jelavić (44.), 3-0 Nikica Jelavić (68.), 4-0 Seamus Coleman (76.)Newcastle - Cardiff 1-2 1-0 Papiss Cissé (61.), 1-1 Craig Noone (73.), 1-2 Fraizer Campbell (80.)Norwich - Fulham 1-1 0-1 Darren Bent (40.), 1-1 Robert Snodgrass (45.)Middlesbrough - Hull 0-2 0-1 Aaron McLean (10.), 0-2 Nick Proschwitz (61.)Rochdale - Leeds 2-0 1-0 Scott Hogan (45.), 2-0 Ian Henderson (84.)Southampton - Burnley 4-3 1-0 Nathaniel Clyne (22.), 2-0 Rickie Lambert (29.), 2-1 Sam Vokes (51.), 2-2 Danny Ings (57.), 3-2 Jay Rodriguez (66.), 4-2 Adam Lallana (72.), 4-3 Kevin Long (86.)Stoke - Leicester 2-1 1-0 Kenwyne Jones (15.), 2-0 Charlie Adam (55.), 2-1West Bromwich - Crystal Palace 0-2 0-1 Dwight Gayle (23.), 0-2 Marouane Chamakh (90.) Barnsley - Coventry City 1-2 Bolton - Blackpool 2-1 Brighton - Reading 1-0 Bristol City - Watford 1-1 Doncaster - Stevenage 2-3 Grimsby Town - Huddersfield 2-3 Ipswich - Preston North End 1-1 Kidderminster Harriers - Peterborough United 0-0 Macclesfield Town - Sheffield Wednesday 1-1 Southend United - Millwall 4-1 Wigan - Milton Keynes Dons 3-3 Yeovil - Leyton Orient 4-0Yeovil Town vann 4-0 stórsigur.Mynd/NordicPhotos/GettySouthend United sló út Millwall.Mynd/NordicPhotos/Getty
Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira