Enski boltinn

D-deildarliðið Rochdale sló út Leeds

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Scott Hogan fagnar fyrra markinu.
Scott Hogan fagnar fyrra markinu. Mynd/NordicPhotos/Getty
Rochdale er komið áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 2-0 sigur á Leeds United í dag en Rochdale-liðið er tveimur deildum neðar en Leeds. Sigurinn í dag var sanngjarn.

Stuðningsmenn Leeds hafa upplifað nokkur bikarævintýri á síðustu árum en nú var röðin komin af þeim að horfa upp á andstæðinga sína stela fyrirsögnunum í ensku miðlunum á morgun.

Rochdale er aðeins í 5. sæti ensku d-deildarinnar en steinlá 0-3 á móti Scunthorpe United á Nýársdag. Það eru 46 sæti á milli liðanna og stuðningsmenn Rochdale réðu sér ekki fyrir kæti í leikslok.

Scott Hogan skoraði fyrra markið á annarri mínútu í uppbótartíma fyrri hálfeiks en Rochdale átti markið skilið. Hogan skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Vicente.

Ian Henderson skoraði síðan seinna markið sex mínútum fyrir leikslok.





Mynd/NordicPhotos/Getty
Keith Hill, knattspyrnustjórim Rochdale.Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×