Enski boltinn

Nottingham Forest slátraði West Ham

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mynd/NordicPhotos/Getty
Nottingham Forest slátraði úrvalsdeildarliði West Ham United 5-0 í ensku bikarkeppninni á The City Ground í Nottingham í dag. Jamie Paterson átti stórleik í liði Forest, ásamt því að skora þrjú mörk krækti hann í víti á upphafsmínútum leiksins.

West Ham hefur aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum liðsins og eykst pressan á Sam Allardyce, knattspyrnustjóra liðsins með hverjum leik. Það stoppaði hinsvegar ekki Stóra Sam að gera tíu breytingar á byrjunarliði West Ham frá 2-1 tapi gegn Fulham í síðustu umferð.

Gestirnir frá London áttu einfaldlega aldrei möguleika í leiknum í dag og var sigurinn síst of stór. Adrián, markmaður West Ham hélt liðinu lengi inn í leiknum en á endanum brast stíflan og Jamie Paterson, leikmaður Forest skoraði þrennu á aðeins korteri í seinni hálfleik.

Mörk Paterson voru hans fyrstu fyrir félagið en Forest greiddi eina milljón punda fyrir þennan unga leikmann frá Walsall í sumar.

Djamel Abdoun skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu.Mynd/NordicPhotos/Getty
Jamie Paterson skorar fyrsta markið sitt í leiknum.Mynd/NordicPhotos/Getty
Sam Allardyce horfir upp á sína menn niðurlægða á City Ground.Mynd/NordicPhotos/Getty
Jamie Paterson var maður dagsins á City Ground.Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×