Enski boltinn

Mourinho: Engir dýfingamenn hjá Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Oscar reyndi að fiska víti en fékk bara gult spjald að launum.
Oscar reyndi að fiska víti en fékk bara gult spjald að launum. Mynd/NordicPhotos/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, er harður á því að það leynist engir leikarar í hans leikmannahópi þrátt fyrir að leikmenn liðsins hafi fengið gul spjöld fyrir að reyna að blekkja dómarann.

Oscar, leikmaður Chelsea, fékk gult spjald fyrir leikaraskap á móti Southampton á Nýársdag, en Mourinho segir að Brasilíumaðurinn hafi gert mistök.

„Ég vil að eitt komi skýrt fram. Það eru margir dýfingamenn í fótboltanum og það eru margir slíkir leikmenn í bestu liðum heims. Það eru dýfingamenn í Englandi. Þeir eru ekki margir en það eru engir leikarar hjá Chelsea, alls engir," sagði Jose Mourinho á blaðamannafundi fyrir bikarleik helgarinnar.

„Oscar sagði við mig að hann hafi gert mistök og ég trúi honum. Hann var alveg sannfærður um að markvörðurinn myndi keyra hann niður," sagði Mourinho.

Jose Mourinho tók undir orð Sepp Blatter um að það þurfi að taka á leikaraskap í fótboltanum en er á því að það liggi miklu frekar á því að taka á þessu vandamál í öðrum löndum en Englandi.  „England er besta landið," sagði Mourinho brosandi við ensku blaðamennina.

Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×