NFL: Kaepernick vann í kuldanum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2014 09:29 Mynd/AP Tveir síðari leikirnir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NFL-deildinni fóru fram í gær. San Francisco 49ers og San Diego Chargers tryggðu sér þá sæti í undanúrslitum sinna deilda. 49ers vann nauman sigur á Green Bay Packers, 23-20, á útivelli með vallarmarki á lokasekúndu leiksins. Leikurinn fór fram í fimbulkulda, um fimmtán stiga frosti - 25 gráða frosti með vindkælingu. Liðin skiptust alls fjórum sinnum á að vera í forystu í leiknum en San Francisco fékk boltann þegar rúmar fimm mínútur voru eftir og staðan jöfn, 20-20. Colin Kaepernick, leikstjórnandi gestanna, stýrði lokasókninni hárrétt og sá til þess að sparkarinn Phil Dawson átti auðvelda vallarmarkstilraun fyrir höndum á lokasekúndum leiksins. Kaepernick var hvorki í síðum ermum né klæddur í hanska í leiknum og virtist ekki láta kuldann á sig fá. „Ég hef áður spilað í köldu veðri. Þetta snýst meira um andlegan styrk en nokkuð annað,“ sagði Kaepernick eftir leikinn. Leiktíðin hjá Green Bay einkenndist fyrst og fremst af meiðslum en leikstjórnandinn Aaron Rodgers missti af stórum hluta deildakeppninnar vegna viðbeinsbrots. Varnarmaðurinn Clay Thompson missti svo af leiknum í gær vegna meiðsla auk þess sem að tveir aðrir sterkir varnarmenn - Sam Shield og Mike Neal - fóru meiddir af velli. Þetta er annað árið í röð sem Kaepernick og lið hans slær Green Bay úr leik í úrslitakeppninni en 49ers fór þá alla leið í úrslitaleikinn þar sem liðið tapaði fyrir Baltimore Ravens.Dawson fagnar eftir að hafa tryggt 49ers sigurinn.Mynd/AP Í hinum leik gærdagsins vann San Diego sigur á Cincinnati Bengals, 27-10. Sigurinn var öruggur eins og tölurnar gefa til kynna en mestu munaði um að Andy Dalton, leikstjórnandi Bengals, átti skelfilegan dag. Dalton kastaði boltanum tvívegis í hendur varnarmanna auk þess sem hann missti boltann einu sinni þar að auki eftir að hafa hlaupið með hann. Allt þetta gerðist í síðari hálfleik en Bengals var með 10-7 forystu í hálfleik. San Diego gerði allt rétt í síðari hálfleik og nýtti sér mistök Dalton til hins ítrasta. Philip Rivers, leikstjórnandi Chargers, spilaði af yfirvegun og sá til þess að hans menn unnu sinn fimmta leik í röð. Bengals hefur komist í úrslitakeppnina þrjú ár í röð en ávallt tapað sínum fyrsta leik þar. Liðið hefur nú ekki unnið leik í úrslitakeppni síðan 1990.Andy Dalton vill gleyma þessum leik sem fyrst.Mynd/AP San Francisco mætir Carolina Panthers í undanúrslitum NFC-deildarinnar um næstu helgi en San Diego leikur gegn ógnarsterku liði Denver í sinni undanúrslitaviðureign í AFC-deildinni.Leikirnir um næstu helgi:Laugardagur: 21.35: Seattle Seahawks - New Orleans Saints 01.15: New England Patriots - Indianapolis ColtsSunnudagur: 18.05: Carolina Panthers - San Francisco 49ers 21.40: Denver Broncos - San Diego Chargers NFL Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Sjá meira
Tveir síðari leikirnir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NFL-deildinni fóru fram í gær. San Francisco 49ers og San Diego Chargers tryggðu sér þá sæti í undanúrslitum sinna deilda. 49ers vann nauman sigur á Green Bay Packers, 23-20, á útivelli með vallarmarki á lokasekúndu leiksins. Leikurinn fór fram í fimbulkulda, um fimmtán stiga frosti - 25 gráða frosti með vindkælingu. Liðin skiptust alls fjórum sinnum á að vera í forystu í leiknum en San Francisco fékk boltann þegar rúmar fimm mínútur voru eftir og staðan jöfn, 20-20. Colin Kaepernick, leikstjórnandi gestanna, stýrði lokasókninni hárrétt og sá til þess að sparkarinn Phil Dawson átti auðvelda vallarmarkstilraun fyrir höndum á lokasekúndum leiksins. Kaepernick var hvorki í síðum ermum né klæddur í hanska í leiknum og virtist ekki láta kuldann á sig fá. „Ég hef áður spilað í köldu veðri. Þetta snýst meira um andlegan styrk en nokkuð annað,“ sagði Kaepernick eftir leikinn. Leiktíðin hjá Green Bay einkenndist fyrst og fremst af meiðslum en leikstjórnandinn Aaron Rodgers missti af stórum hluta deildakeppninnar vegna viðbeinsbrots. Varnarmaðurinn Clay Thompson missti svo af leiknum í gær vegna meiðsla auk þess sem að tveir aðrir sterkir varnarmenn - Sam Shield og Mike Neal - fóru meiddir af velli. Þetta er annað árið í röð sem Kaepernick og lið hans slær Green Bay úr leik í úrslitakeppninni en 49ers fór þá alla leið í úrslitaleikinn þar sem liðið tapaði fyrir Baltimore Ravens.Dawson fagnar eftir að hafa tryggt 49ers sigurinn.Mynd/AP Í hinum leik gærdagsins vann San Diego sigur á Cincinnati Bengals, 27-10. Sigurinn var öruggur eins og tölurnar gefa til kynna en mestu munaði um að Andy Dalton, leikstjórnandi Bengals, átti skelfilegan dag. Dalton kastaði boltanum tvívegis í hendur varnarmanna auk þess sem hann missti boltann einu sinni þar að auki eftir að hafa hlaupið með hann. Allt þetta gerðist í síðari hálfleik en Bengals var með 10-7 forystu í hálfleik. San Diego gerði allt rétt í síðari hálfleik og nýtti sér mistök Dalton til hins ítrasta. Philip Rivers, leikstjórnandi Chargers, spilaði af yfirvegun og sá til þess að hans menn unnu sinn fimmta leik í röð. Bengals hefur komist í úrslitakeppnina þrjú ár í röð en ávallt tapað sínum fyrsta leik þar. Liðið hefur nú ekki unnið leik í úrslitakeppni síðan 1990.Andy Dalton vill gleyma þessum leik sem fyrst.Mynd/AP San Francisco mætir Carolina Panthers í undanúrslitum NFC-deildarinnar um næstu helgi en San Diego leikur gegn ógnarsterku liði Denver í sinni undanúrslitaviðureign í AFC-deildinni.Leikirnir um næstu helgi:Laugardagur: 21.35: Seattle Seahawks - New Orleans Saints 01.15: New England Patriots - Indianapolis ColtsSunnudagur: 18.05: Carolina Panthers - San Francisco 49ers 21.40: Denver Broncos - San Diego Chargers
NFL Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Sjá meira