Enski boltinn

Zola orðaður við West Brom

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gianfranco Zola.
Gianfranco Zola. Nordic Photos / Getty
Ítalinn Gianfranco Zola er nú í hópi þeirra sem eru helst orðaðir við stöðu nýs knattspyrnustjóra enska úrvalsdeildarfélagsins West Brom.

Leit að eftirmanni Steve Clarke hefur staðið yfir í nokkurn tíma en forráðamenn félagsins vonast til að hægt verði að taka ákvörðun á næsta sólarhring.

Quique Flores, fyrrum stjóri Valencia, þykir samkvæmt enskum fjölmiðlum líklegastur til að fá starfið en Zola mun einnig hafa rætt við West Brom síðustu daga.

Flores er nú á mála hjá Al Ain FC í Sameinuðu arabísku furtadæmunum og gæti reynst erfitt að losa hann undan skuldbindingum sínum þar.

Zola hætti sem knattspyrnustjóri Watford í síðasta mánuði en í fyrstu var talið að hann vildi taka sér frí frá boltanum. En svo virðist sem að hann sé reiðbúinn að íhuga þann möguleika að koma aftur til starfa.

Þjóðverjinn Thomas Schaaf hefur einnig verið orðaður við starfið, sem og Paul Clement, Mauricio Pellegrino og Dave Jones.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×