Innlent

Ákváðu að skella í gang söfnun

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Dóttirin sem er 14 ára vann hetjudáð þegar hún bjargaði móður sinni út úr brennandi íbúðinni.
Dóttirin sem er 14 ára vann hetjudáð þegar hún bjargaði móður sinni út úr brennandi íbúðinni.
Tveir félagar, þeir Árni Geir Bergsson og Heimir Arnfinnsson, hafa sett af stað söfnun fyrir mæðgurnar, þær Herdísi Kristjönu Hervinsdóttur og Margréti Heiðrúnu Harðadóttur, sem lentu í bruna á heimili sínu í Írabakka í Breiðholti í byrjun desember.

„Ég var að skoða fréttir og ákvað að skella í gang söfnun, þetta er svona góðverk ársins 2014,“ segir Árni. Hann þekkir þær mæðgur ekki neitt en hafði upp á vinkonu móðurinnar og gerir þetta í samstarfi við hana.

Dóttirin sem er 14 ára vann hetjudáð þegar hún bjargaði móður sinni út úr brennandi íbúðinni. Móðirin var haldið sofandi eftir að hafa hlotið reykeitrun og alvarleg brunasár. Stúlkan var flutt á sjúkrahús með reykeitrun.

Heimir Arnfinnsson er annar þeirra sem stendur að söfnuninni.
Í samtali við DV sagði vinkona Herdísar að þær mæðgur væru að jafna sig en væru undir eftirliti lækna vegna reykeitrunarinnar.

Í samtali við stöð 2 í desember sagði nágranni þeirra Herdísar og Margrétar að hann hefði vaknað upp um nóttina við að þær voru að kalla á hvor aðra. Margrét hafi á undraverðan hátt náð að draga móður sína í frá eldinum og hann sagði að það væri kraftaverki líkast enda hafi verið mikill eldur í íbúðinni.

Mæðgurnar missti allt sitt í brunanum.  

„Þetta er hugmynd sem ég ákvað að framkvæma og við ætlum að hafa samband við nokkur fyrirtæki strax á morgun og skora á þau að leggja söfnuninni lið,“ segir Árni. „Ég ætla að byrja á Alcoa fjarðarál þar sem ég starfa.“

Þeir Heimir hafa stundað markaðssetningu á netinu um skeið. Þeir ætla að nýta sér þá kunnáttu sem þeir hafa öðlast til þess að hjálpa mæðgunum. „Við gefum vinnuna og því rennur allt sem safnast óskert til þeirra,“ segir Árni.

Hér er Facebook-síðan sem Árni stofnaði í tilefni söfnunarinnar. Vefsíða söfnunarinnar er hér og þar má finna reikningsnúmer.

Árni ásamt fjölskyldu sinni. "Þetta var bara hugmynd sem ég ákvað að framkvæma," segir hann um söfnunina.

Tengdar fréttir

Einn í lífshættu eftir eldsvoða í Breiðholti

Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir eldsvoða í fjölbýlishúsi í Breiðholti undir morgun og eru tveir þeirra komnir á gjörgæsludeild. Annar þeirra er í lífshættu vegna brunasára og reykeitrunar, en hinn þarf að dvelja þar vegna reykeitrunar.

Konunni haldið sofandi og í öndunarvél

Konan, sem brann illa í brunanum í Írabakka í Breiðaholtinu í morgun, er haldið sofandi og í öndunarvél á Landsspítalanum í Fossvogi.

Liggur enn þungt haldin eftir brunann í Írabakka

Konan sem hlaut alvarleg brunasár og reykeitrun í brunanum við Írabakka í gær liggur enn þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítlans. Henni er haldið í öndunarvél.

Mæðgur vel svartar af reyk

Íbúð í fjölbýlishúsi við Írabakka í Breiðholti er gjörónýt eftir bruna í nótt. Fjórir á slysadeild vegna reykeitrunar.

Stúlkan dró móður sína úr logandi íbúðinni

Íbúi við Írabakka klifraði yfir svalir og reyndi að bjarga fjórtán ára stúlku úr brennandi íbúð. "Ég leitaði að stúlkunni en komst ekki langt þar sem íbúðin stóð í ljósum logum,“ segir Ólafur Snævar. Stúlkan dró særða móður sína út.

14 ára telpa vann hetjudáð í Írabakka

14 ára telpa vann hetjudáð þegar hún bjargaði móður sinni út úr brennandi íbúð í Breiðholti í nótt. Kraftaverk segir nágranni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×