Innlent

Liggur enn þungt haldin eftir brunann í Írabakka

Kristján Hjálmarsson skrifar
Slökkviliðið var aðeins fjórar mínútur á vettvang en það hafði verið kallað út vegna bruna í versluninni Mini Market.
Slökkviliðið var aðeins fjórar mínútur á vettvang en það hafði verið kallað út vegna bruna í versluninni Mini Market.
Konan sem hlaut alvarleg brunasár og reykeitrun í brunanum við Írabakka í gær liggur enn þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítlans. Henni er haldið í öndunarvél.

Fjórtán ára gömul dóttir konunar vann hetjudáð er hún bjargaði móður sinni út úr logandi íbúðinni. Nágranni segir að telpan hafi ætt í gegnum eldhaf til að bjarga móður sinni.

Dóttirin var flutt á sjúkrahús með reykeitrun og sömuleiðis kona úr næstu íbúð. Þær voru útskrifaðar af gjörgæslu í gær.

Tilkynnt var um eld í fjölbýlishúsi við Írabakka rétt fyrir klukkan fimm í gærnótt. Það tók slökkvilið aðeins um fjórar mínútur að komast á staðinn en fjölmennt slökkvilið hafði fyrr um nóttina sinnt útkalli í matvöruverslun í Breiðholti skammt frá.

Íbúar í fjölbýlishúsinu voru í mikilli hættu. Eldsupptök eru ókunn.

Fulltrúar Rauða krossins voru kallaðir út og veittu íbúum í Írabakka 30 áfallahjálp. Litlu mátti muna að illa færi.


Tengdar fréttir

Einn í lífshættu eftir eldsvoða í Breiðholti

Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir eldsvoða í fjölbýlishúsi í Breiðholti undir morgun og eru tveir þeirra komnir á gjörgæsludeild. Annar þeirra er í lífshættu vegna brunasára og reykeitrunar, en hinn þarf að dvelja þar vegna reykeitrunar.

Húsvörðurinn yfirfór reykskynjara í gærkvöldi

Helga Reinharðsdóttir býr beint á móti íbúðinni sem eldur kom upp í við Írabakka. Flytja þurfti fjóra á slysadeild vegna reykeitrunar. Einn er í lífshættu eftir brunann.

Konunni haldið sofandi og í öndunarvél

Konan, sem brann illa í brunanum í Írabakka í Breiðaholtinu í morgun, er haldið sofandi og í öndunarvél á Landsspítalanum í Fossvogi.

Mæðgur vel svartar af reyk

Íbúð í fjölbýlishúsi við Írabakka í Breiðholti er gjörónýt eftir bruna í nótt. Fjórir á slysadeild vegna reykeitrunar.

Stúlkan dró móður sína úr logandi íbúðinni

Íbúi við Írabakka klifraði yfir svalir og reyndi að bjarga fjórtán ára stúlku úr brennandi íbúð. "Ég leitaði að stúlkunni en komst ekki langt þar sem íbúðin stóð í ljósum logum,“ segir Ólafur Snævar. Stúlkan dró særða móður sína út.

14 ára telpa vann hetjudáð í Írabakka

14 ára telpa vann hetjudáð þegar hún bjargaði móður sinni út úr brennandi íbúð í Breiðholti í nótt. Kraftaverk segir nágranni.

Hlupu út úr brennandi húsi

Skelfing greip um sig meðal íbúa í fjölbýlishúsi við Írabakka 30 í Reykjavík laust fyrir klukkan fimm í morgun þegar mikinn reyk tók að leggja um stigaganginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×