Stúlkan dró móður sína úr logandi íbúðinni Egill Fannar Halldórsson og Stefán Árni Pálsson skrifar 9. desember 2013 11:11 „Ég vaknaði við mikil læti og hróp á hjálp,“ segir Ólafur Snævar Ögmundsson íbúi við Írabakka 30. „Þegar ég kom fram á gang sá ég nágrannakonu mína í dyragættinni mikið meidda. Úr íbúðinni kom mikill eldur sem fyllti ganginn af reyk. Konan var hrópandi á 14 ára gamla dóttur sína sem var enn föst inni í íbúðinni.“ Eins og fram kom á Vísi kom upp eldsvoði í fjölbýlishúsi í Írabakka 30 í Breiðholti í morgun. Fjórir voru fluttir á slysadeild, tveir á gjörgæslu en annar er talin í lífshættu vegna brunasára. Mikill eldur var í íbúðinni sem hafði sprengt sér út um glugga. Ólafur Snævar býr í íbúðinni við hliðina á þeirri sem kviknaði í. Ólafur reyndi að komast inn í íbúðina en gekk ekki sem skildi sökum elds og reyks. Hann fór því aftur inn í íbúðina sína og út á svalir þar sem hann klifraði yfir á svalir nágrannakonunar. Þannig komst hann inn í íbúðina gegnum rifu sem skilin var eftir opin fyrir kött konunnar. „Ég fór inn í íbúðina og leitaði að stúlkunni en komst ekki langt þar sem íbúðin stóð í ljósum logum. Reykurinn kom í veg fyrir að fært væri um íbúðina,“ segir Ólafur. Þegar Ólafur kom til baka sá hann að mæðgurnar voru báðar komnar. Hann segist ekki enn skijla hvernig það gerðist en að fjórtán ára gömul stúlkan hafi náð að draga særða móður sína út úr íbúðinni. „Ég er nú maður á miðjum aldri með grátt í hári og skeggi en þegar ég kom út var það allt svart,“ segir Ólafur. Það var lán í óláni að annar bruni hafði orðið í Breiðholti þessa sömu nótt og var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgasvæðinu því mætt á vettvang aðeins nokkrum mínútúm eftir að tilkynnt var um brunann. Ólafur hjálpaði slökkviliðinu að setja upp brunastiga áður en hann fór sjálfur út. Ólafur slapp furðu vel en hann segist hafa hulið andlit sitt með handklæði. Eigandi íbúðarinnar og dóttir hennar voru fluttar á slysadeild ásamt eiginkonu Ólafs sem glímir við krabbamein. „Hún var nýkomin heim af spítalanum og því rosalega viðkvæm fyrir“, segir Ólafur. Tengdar fréttir Einn í lífshættu eftir eldsvoða í Breiðholti Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir eldsvoða í fjölbýlishúsi í Breiðholti undir morgun og eru tveir þeirra komnir á gjörgæsludeild. Annar þeirra er í lífshættu vegna brunasára og reykeitrunar, en hinn þarf að dvelja þar vegna reykeitrunar. 9. desember 2013 06:44 Mæðgur vel svartar af reyk Íbúð í fjölbýlishúsi við Írabakka í Breiðholti er gjörónýt eftir bruna í nótt. Fjórir á slysadeild vegna reykeitrunar. 9. desember 2013 08:21 Hlupu út úr brennandi húsi Skelfing greip um sig meðal íbúa í fjölbýlishúsi við Írabakka 30 í Reykjavík laust fyrir klukkan fimm í morgun þegar mikinn reyk tók að leggja um stigaganginn. 9. desember 2013 05:57 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
„Ég vaknaði við mikil læti og hróp á hjálp,“ segir Ólafur Snævar Ögmundsson íbúi við Írabakka 30. „Þegar ég kom fram á gang sá ég nágrannakonu mína í dyragættinni mikið meidda. Úr íbúðinni kom mikill eldur sem fyllti ganginn af reyk. Konan var hrópandi á 14 ára gamla dóttur sína sem var enn föst inni í íbúðinni.“ Eins og fram kom á Vísi kom upp eldsvoði í fjölbýlishúsi í Írabakka 30 í Breiðholti í morgun. Fjórir voru fluttir á slysadeild, tveir á gjörgæslu en annar er talin í lífshættu vegna brunasára. Mikill eldur var í íbúðinni sem hafði sprengt sér út um glugga. Ólafur Snævar býr í íbúðinni við hliðina á þeirri sem kviknaði í. Ólafur reyndi að komast inn í íbúðina en gekk ekki sem skildi sökum elds og reyks. Hann fór því aftur inn í íbúðina sína og út á svalir þar sem hann klifraði yfir á svalir nágrannakonunar. Þannig komst hann inn í íbúðina gegnum rifu sem skilin var eftir opin fyrir kött konunnar. „Ég fór inn í íbúðina og leitaði að stúlkunni en komst ekki langt þar sem íbúðin stóð í ljósum logum. Reykurinn kom í veg fyrir að fært væri um íbúðina,“ segir Ólafur. Þegar Ólafur kom til baka sá hann að mæðgurnar voru báðar komnar. Hann segist ekki enn skijla hvernig það gerðist en að fjórtán ára gömul stúlkan hafi náð að draga særða móður sína út úr íbúðinni. „Ég er nú maður á miðjum aldri með grátt í hári og skeggi en þegar ég kom út var það allt svart,“ segir Ólafur. Það var lán í óláni að annar bruni hafði orðið í Breiðholti þessa sömu nótt og var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgasvæðinu því mætt á vettvang aðeins nokkrum mínútúm eftir að tilkynnt var um brunann. Ólafur hjálpaði slökkviliðinu að setja upp brunastiga áður en hann fór sjálfur út. Ólafur slapp furðu vel en hann segist hafa hulið andlit sitt með handklæði. Eigandi íbúðarinnar og dóttir hennar voru fluttar á slysadeild ásamt eiginkonu Ólafs sem glímir við krabbamein. „Hún var nýkomin heim af spítalanum og því rosalega viðkvæm fyrir“, segir Ólafur.
Tengdar fréttir Einn í lífshættu eftir eldsvoða í Breiðholti Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir eldsvoða í fjölbýlishúsi í Breiðholti undir morgun og eru tveir þeirra komnir á gjörgæsludeild. Annar þeirra er í lífshættu vegna brunasára og reykeitrunar, en hinn þarf að dvelja þar vegna reykeitrunar. 9. desember 2013 06:44 Mæðgur vel svartar af reyk Íbúð í fjölbýlishúsi við Írabakka í Breiðholti er gjörónýt eftir bruna í nótt. Fjórir á slysadeild vegna reykeitrunar. 9. desember 2013 08:21 Hlupu út úr brennandi húsi Skelfing greip um sig meðal íbúa í fjölbýlishúsi við Írabakka 30 í Reykjavík laust fyrir klukkan fimm í morgun þegar mikinn reyk tók að leggja um stigaganginn. 9. desember 2013 05:57 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Einn í lífshættu eftir eldsvoða í Breiðholti Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir eldsvoða í fjölbýlishúsi í Breiðholti undir morgun og eru tveir þeirra komnir á gjörgæsludeild. Annar þeirra er í lífshættu vegna brunasára og reykeitrunar, en hinn þarf að dvelja þar vegna reykeitrunar. 9. desember 2013 06:44
Mæðgur vel svartar af reyk Íbúð í fjölbýlishúsi við Írabakka í Breiðholti er gjörónýt eftir bruna í nótt. Fjórir á slysadeild vegna reykeitrunar. 9. desember 2013 08:21
Hlupu út úr brennandi húsi Skelfing greip um sig meðal íbúa í fjölbýlishúsi við Írabakka 30 í Reykjavík laust fyrir klukkan fimm í morgun þegar mikinn reyk tók að leggja um stigaganginn. 9. desember 2013 05:57