Stúlkan dró móður sína úr logandi íbúðinni Egill Fannar Halldórsson og Stefán Árni Pálsson skrifar 9. desember 2013 11:11 „Ég vaknaði við mikil læti og hróp á hjálp,“ segir Ólafur Snævar Ögmundsson íbúi við Írabakka 30. „Þegar ég kom fram á gang sá ég nágrannakonu mína í dyragættinni mikið meidda. Úr íbúðinni kom mikill eldur sem fyllti ganginn af reyk. Konan var hrópandi á 14 ára gamla dóttur sína sem var enn föst inni í íbúðinni.“ Eins og fram kom á Vísi kom upp eldsvoði í fjölbýlishúsi í Írabakka 30 í Breiðholti í morgun. Fjórir voru fluttir á slysadeild, tveir á gjörgæslu en annar er talin í lífshættu vegna brunasára. Mikill eldur var í íbúðinni sem hafði sprengt sér út um glugga. Ólafur Snævar býr í íbúðinni við hliðina á þeirri sem kviknaði í. Ólafur reyndi að komast inn í íbúðina en gekk ekki sem skildi sökum elds og reyks. Hann fór því aftur inn í íbúðina sína og út á svalir þar sem hann klifraði yfir á svalir nágrannakonunar. Þannig komst hann inn í íbúðina gegnum rifu sem skilin var eftir opin fyrir kött konunnar. „Ég fór inn í íbúðina og leitaði að stúlkunni en komst ekki langt þar sem íbúðin stóð í ljósum logum. Reykurinn kom í veg fyrir að fært væri um íbúðina,“ segir Ólafur. Þegar Ólafur kom til baka sá hann að mæðgurnar voru báðar komnar. Hann segist ekki enn skijla hvernig það gerðist en að fjórtán ára gömul stúlkan hafi náð að draga særða móður sína út úr íbúðinni. „Ég er nú maður á miðjum aldri með grátt í hári og skeggi en þegar ég kom út var það allt svart,“ segir Ólafur. Það var lán í óláni að annar bruni hafði orðið í Breiðholti þessa sömu nótt og var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgasvæðinu því mætt á vettvang aðeins nokkrum mínútúm eftir að tilkynnt var um brunann. Ólafur hjálpaði slökkviliðinu að setja upp brunastiga áður en hann fór sjálfur út. Ólafur slapp furðu vel en hann segist hafa hulið andlit sitt með handklæði. Eigandi íbúðarinnar og dóttir hennar voru fluttar á slysadeild ásamt eiginkonu Ólafs sem glímir við krabbamein. „Hún var nýkomin heim af spítalanum og því rosalega viðkvæm fyrir“, segir Ólafur. Tengdar fréttir Einn í lífshættu eftir eldsvoða í Breiðholti Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir eldsvoða í fjölbýlishúsi í Breiðholti undir morgun og eru tveir þeirra komnir á gjörgæsludeild. Annar þeirra er í lífshættu vegna brunasára og reykeitrunar, en hinn þarf að dvelja þar vegna reykeitrunar. 9. desember 2013 06:44 Mæðgur vel svartar af reyk Íbúð í fjölbýlishúsi við Írabakka í Breiðholti er gjörónýt eftir bruna í nótt. Fjórir á slysadeild vegna reykeitrunar. 9. desember 2013 08:21 Hlupu út úr brennandi húsi Skelfing greip um sig meðal íbúa í fjölbýlishúsi við Írabakka 30 í Reykjavík laust fyrir klukkan fimm í morgun þegar mikinn reyk tók að leggja um stigaganginn. 9. desember 2013 05:57 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
„Ég vaknaði við mikil læti og hróp á hjálp,“ segir Ólafur Snævar Ögmundsson íbúi við Írabakka 30. „Þegar ég kom fram á gang sá ég nágrannakonu mína í dyragættinni mikið meidda. Úr íbúðinni kom mikill eldur sem fyllti ganginn af reyk. Konan var hrópandi á 14 ára gamla dóttur sína sem var enn föst inni í íbúðinni.“ Eins og fram kom á Vísi kom upp eldsvoði í fjölbýlishúsi í Írabakka 30 í Breiðholti í morgun. Fjórir voru fluttir á slysadeild, tveir á gjörgæslu en annar er talin í lífshættu vegna brunasára. Mikill eldur var í íbúðinni sem hafði sprengt sér út um glugga. Ólafur Snævar býr í íbúðinni við hliðina á þeirri sem kviknaði í. Ólafur reyndi að komast inn í íbúðina en gekk ekki sem skildi sökum elds og reyks. Hann fór því aftur inn í íbúðina sína og út á svalir þar sem hann klifraði yfir á svalir nágrannakonunar. Þannig komst hann inn í íbúðina gegnum rifu sem skilin var eftir opin fyrir kött konunnar. „Ég fór inn í íbúðina og leitaði að stúlkunni en komst ekki langt þar sem íbúðin stóð í ljósum logum. Reykurinn kom í veg fyrir að fært væri um íbúðina,“ segir Ólafur. Þegar Ólafur kom til baka sá hann að mæðgurnar voru báðar komnar. Hann segist ekki enn skijla hvernig það gerðist en að fjórtán ára gömul stúlkan hafi náð að draga særða móður sína út úr íbúðinni. „Ég er nú maður á miðjum aldri með grátt í hári og skeggi en þegar ég kom út var það allt svart,“ segir Ólafur. Það var lán í óláni að annar bruni hafði orðið í Breiðholti þessa sömu nótt og var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgasvæðinu því mætt á vettvang aðeins nokkrum mínútúm eftir að tilkynnt var um brunann. Ólafur hjálpaði slökkviliðinu að setja upp brunastiga áður en hann fór sjálfur út. Ólafur slapp furðu vel en hann segist hafa hulið andlit sitt með handklæði. Eigandi íbúðarinnar og dóttir hennar voru fluttar á slysadeild ásamt eiginkonu Ólafs sem glímir við krabbamein. „Hún var nýkomin heim af spítalanum og því rosalega viðkvæm fyrir“, segir Ólafur.
Tengdar fréttir Einn í lífshættu eftir eldsvoða í Breiðholti Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir eldsvoða í fjölbýlishúsi í Breiðholti undir morgun og eru tveir þeirra komnir á gjörgæsludeild. Annar þeirra er í lífshættu vegna brunasára og reykeitrunar, en hinn þarf að dvelja þar vegna reykeitrunar. 9. desember 2013 06:44 Mæðgur vel svartar af reyk Íbúð í fjölbýlishúsi við Írabakka í Breiðholti er gjörónýt eftir bruna í nótt. Fjórir á slysadeild vegna reykeitrunar. 9. desember 2013 08:21 Hlupu út úr brennandi húsi Skelfing greip um sig meðal íbúa í fjölbýlishúsi við Írabakka 30 í Reykjavík laust fyrir klukkan fimm í morgun þegar mikinn reyk tók að leggja um stigaganginn. 9. desember 2013 05:57 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Einn í lífshættu eftir eldsvoða í Breiðholti Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir eldsvoða í fjölbýlishúsi í Breiðholti undir morgun og eru tveir þeirra komnir á gjörgæsludeild. Annar þeirra er í lífshættu vegna brunasára og reykeitrunar, en hinn þarf að dvelja þar vegna reykeitrunar. 9. desember 2013 06:44
Mæðgur vel svartar af reyk Íbúð í fjölbýlishúsi við Írabakka í Breiðholti er gjörónýt eftir bruna í nótt. Fjórir á slysadeild vegna reykeitrunar. 9. desember 2013 08:21
Hlupu út úr brennandi húsi Skelfing greip um sig meðal íbúa í fjölbýlishúsi við Írabakka 30 í Reykjavík laust fyrir klukkan fimm í morgun þegar mikinn reyk tók að leggja um stigaganginn. 9. desember 2013 05:57