Tengir löndin þrjú Friðrika Benónýsdóttir skrifar 10. júní 2014 11:00 "Ég nota helgina í það að velta vöngum yfir íslenska textanum og læra hann,“ segir Kristinn, sem upphaflega samdi textann á spænsku. Þegar ég var fenginn til að taka þátt í þessu verkefni sem er styrkt með EES-styrk og peningum sem koma aðallega frá Noregi, þá varð mér hugsað til Kristínar Hákonardóttur, norsku prinsessunnar sem giftist Filippusi konungsbróður í Kastilíu um miðja 13. öld, og Sturla Þórðarson segir frá í Hákonar sögu Hákonarsonar,“ segir Kristinn R. Ólafsson beðinn að útskýra aðkomu sína að sýningunni Prinsessan og kynngin sem sýnd verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld og á fimmtudagskvöldið. „Þessi saga tengir þessi þrjú lönd, Spán, Noreg og Ísland, þannig að mér fannst liggja beint við að búa eitthvað til í kringum hana.“ Kristinn semur texta verksins og flytur á sviðinu en sagan er túlkuð með miðaldatónlist, flamenkótónlist og flamenkódansi. Spænskir hljómlistarmenn og dansarar fremja flamenkóið: tveir gítarleikarar, söngvari og kröftugur dansari. Þrír tónlistarmenn spila og syngja miðaldatónlistina og dansmær dansar. Kristinn segist ekki vita til þess að miðaldatónlist og flamenkótónlist hafi verið blandað saman fyrr. „Sú hugmynd að blanda þessu saman varð til vegna þess að Kristín og Filippus settust að í Sevilla í Andalúsíu sem vissulega tengist flamenkótónlist, þótt hún hafi ekki verið komin til sögunnar á þeim tíma. Ég held það hafi tekist mjög vel að láta þessar tvær tónlistartegundir kveðast á.“ Kristinn samdi textann á spænsku en hefur nú þýtt hann yfir á íslensku og mun flytja hann á því ylhýra á sýningunum hér. „Ég nota helgina í það að velta vöngum yfir íslenska textanum og læra hann,“ segir hann. „Þegar þetta er komið yfir á íslensku er svo stuttur spölur yfir í Hákonarsögu og hætt við að maður freistist til að fyrna mál sitt um of, en ég held ég sé nú búinn að finna rétta tóninn.“ Sýningarnar hérlendis verða aðeins tvær, 10. og 12. júní, og sýnt er á stóra sviði Þjóðleikhússins. Menning Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Þegar ég var fenginn til að taka þátt í þessu verkefni sem er styrkt með EES-styrk og peningum sem koma aðallega frá Noregi, þá varð mér hugsað til Kristínar Hákonardóttur, norsku prinsessunnar sem giftist Filippusi konungsbróður í Kastilíu um miðja 13. öld, og Sturla Þórðarson segir frá í Hákonar sögu Hákonarsonar,“ segir Kristinn R. Ólafsson beðinn að útskýra aðkomu sína að sýningunni Prinsessan og kynngin sem sýnd verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld og á fimmtudagskvöldið. „Þessi saga tengir þessi þrjú lönd, Spán, Noreg og Ísland, þannig að mér fannst liggja beint við að búa eitthvað til í kringum hana.“ Kristinn semur texta verksins og flytur á sviðinu en sagan er túlkuð með miðaldatónlist, flamenkótónlist og flamenkódansi. Spænskir hljómlistarmenn og dansarar fremja flamenkóið: tveir gítarleikarar, söngvari og kröftugur dansari. Þrír tónlistarmenn spila og syngja miðaldatónlistina og dansmær dansar. Kristinn segist ekki vita til þess að miðaldatónlist og flamenkótónlist hafi verið blandað saman fyrr. „Sú hugmynd að blanda þessu saman varð til vegna þess að Kristín og Filippus settust að í Sevilla í Andalúsíu sem vissulega tengist flamenkótónlist, þótt hún hafi ekki verið komin til sögunnar á þeim tíma. Ég held það hafi tekist mjög vel að láta þessar tvær tónlistartegundir kveðast á.“ Kristinn samdi textann á spænsku en hefur nú þýtt hann yfir á íslensku og mun flytja hann á því ylhýra á sýningunum hér. „Ég nota helgina í það að velta vöngum yfir íslenska textanum og læra hann,“ segir hann. „Þegar þetta er komið yfir á íslensku er svo stuttur spölur yfir í Hákonarsögu og hætt við að maður freistist til að fyrna mál sitt um of, en ég held ég sé nú búinn að finna rétta tóninn.“ Sýningarnar hérlendis verða aðeins tvær, 10. og 12. júní, og sýnt er á stóra sviði Þjóðleikhússins.
Menning Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira