Flottustu Sign tónleikarnir Gunnar Leó Pálsson skrifar 31. janúar 2014 11:00 Hljómsveitin Sign heldur útgáfutónleika í Austurbær 13. febrúar. mynd/Óskar Hallgrímsson Hljómsveitin Sign ætlar að efna til útgáfutónleika í Austurbæ til að fagna útgáfu fimmtu breiðskífu sinnar, Hermd. Platan sú kom út rétt fyrir síðustu jól og er þeirra fyrsta plata síðan The Hope kom út árið 2007, en í millitíðinni hefur Ragnar Zolberg, forsprakki hljómsveitarinnar, bæði gefið út sólóplötur og spilað og tekið upp með sænsku prog-metalgrúppunni Pain of Salvation. Hermd er þyngsta verk hljómsveitarinnar og var meðal annars tekin upp af upptökustjóranum Daniel Bergstrand, sem á til dæmis mikinn heiður af sándinu hjá rokksveitunum Meshuggah, In Flames, Strapping Young Lad, Soilwork og fleirum.Leo Margarit, trommuleikari Pain of Salvation, sér um trommuleik á þessari plötu en hann mun einnig koma fram á útgáfutónleikum hljómsveitarinnar í Austurbæ. „Öll Sign-klíkan kemur þarna fram til að spila plötuna í heild sinni, það er um tíu manna hópur. Þetta verða án efa merkustu og flottustu tónleikar sem við höfum nokkurn tímann haldið,“ segir Ragnar. Upphitunarhljómsveit er Different Turns og verður þetta í fyrsta skipti sem hún kemur fram formlega. Tónleikarnir verða haldnir þann 13. febrúar næstkomandi en miðasala hefst miðvikudaginn 22. janúar á midi.is. Tónlist Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Hljómsveitin Sign ætlar að efna til útgáfutónleika í Austurbæ til að fagna útgáfu fimmtu breiðskífu sinnar, Hermd. Platan sú kom út rétt fyrir síðustu jól og er þeirra fyrsta plata síðan The Hope kom út árið 2007, en í millitíðinni hefur Ragnar Zolberg, forsprakki hljómsveitarinnar, bæði gefið út sólóplötur og spilað og tekið upp með sænsku prog-metalgrúppunni Pain of Salvation. Hermd er þyngsta verk hljómsveitarinnar og var meðal annars tekin upp af upptökustjóranum Daniel Bergstrand, sem á til dæmis mikinn heiður af sándinu hjá rokksveitunum Meshuggah, In Flames, Strapping Young Lad, Soilwork og fleirum.Leo Margarit, trommuleikari Pain of Salvation, sér um trommuleik á þessari plötu en hann mun einnig koma fram á útgáfutónleikum hljómsveitarinnar í Austurbæ. „Öll Sign-klíkan kemur þarna fram til að spila plötuna í heild sinni, það er um tíu manna hópur. Þetta verða án efa merkustu og flottustu tónleikar sem við höfum nokkurn tímann haldið,“ segir Ragnar. Upphitunarhljómsveit er Different Turns og verður þetta í fyrsta skipti sem hún kemur fram formlega. Tónleikarnir verða haldnir þann 13. febrúar næstkomandi en miðasala hefst miðvikudaginn 22. janúar á midi.is.
Tónlist Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira