Fullyrt er að Búlgarinn Dimitar Berbatov sé á leið til franska stórliðsins AS Monaco þar sem honum verði ætlað að fylla í skarð Radamel Falcao.
Falcao sleit nýverið krossband í hné og afar ólíklegt að hann muni spila aftur með liðinu á leiktíðinni.
Samningur Berbatov við Fulham í Englandi rennur út í sumar en hann hafði verið nýlega orðaður við Tottenham, hans gamla félag.
Claudio Ranieri, stjóri AS Monaco, sagði þó ekkert hægt að fullyrða í málinu að svo stöddu í samtali við fjölmiðla ytra.
Berbatov á leið til Monaco

Tengdar fréttir

Arsenal ekki að skoða Berbatov
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, staðfesti á blaðamannafundi í morgun að félagið væri ekki að íhuga kaup á Dimitar Berbatov, sóknarmanni Fulham.