Eva breytti um lífsstíl: "Mér finnst ég loksins hafa einhvern tilgang“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2014 13:21 Eva er 32 kílóum léttari í dag. Eva Karen Axelsdóttir ákvað að breyta um lífsstíl eftir að hún eignaðist sitt fjórða barn í desember í fyrra. Síðan þá er hún búin að léttast um 32 kíló og hefur aldrei liðið betur. „Ég er orkumeiri en nokkru sinni fyrr og það má eiginlega segja að ég hafi náð að rækta sjálfa mig sem persónu betur, ekki bara líkamlega heldur einnig andlega. Andlega líðanin hjá mér er bara allt önnur og ég er allt önnur manneskja í dag andlega. Ég er hamingjusamari, lífsgleðin er meiri og mér finnst ég loksins hafa einhvern tilgang og einhverja stefnu í lífinu,“ segir Eva en lífið eftir lífsstílsbreytinguna er ansi frábrugðið því lífi sem Eva lifði áður en hún tók sjálfa sig í gegn.Pirraðist á látunum í börnunum „Áður en ég breytti um lífsstíl vann ég tíu tíma vinnudaga þar sem ég hafði lítinn tíma til að setjast niður og borða. Ég borðaði á hlaupum þegar ég var orðin svo hungruð að mig verkjaði! Ég kom heim í lok dags, uppgefin á líkama og sál til eiginmanns og þriggja barna, lagðist í sófann og pirraðist á látunum í börnunum mínum, nennti ekki að elda mat þar sem ég var svo þreytt svo oftar en ekki enduðum við í heimsendingu frá einhverjum af skyndibitastöðum bæjarins, eða borðuðum snarl sem til var í skápunum þann daginn. Í dag vakna ég á undan vekjaraklukkunni, skipulegg daginn minn fyrirfram frá A til Ö, ég sinni vinnunni minni á þeim tímum sem henta mér, gef mér tíma í að borða á tveggja og hálfs tíma fresti, fer í ræktina, sinni heimili og börnum og elda hollan kvöldverð fyrir alla fjölskylduna. Í stað þess að hlamma mér í sófann á kvöldin þegar börnin sofna skelli ég upp yoga-dýnunni minni og geri nokkrar æfingar á stofugólfinu.“Svona lítur Eva út í dag.Vill hjálpa öðrumEn hverju vill hún þakka þennan góða árangur? „Mínum árangri vil ég þakka Herbalife og mjög hollu mataræði, reglulegri hreyfingu, jákvæðu hugarfari, ákveðni og að sjálfsögðu öllu frábæra fólkinu í kringum mig sem hvetur mig til að gera mitt besta frá degi til dags,“ segir Eva og segir fólkið í kringum sig drífa sig áfram. „Það sem drífur mig áfram er fólkið í kringum mig, hvort sem það er fjölskylda, vinir, kunningjar eða bláókunnugt fólk á götunni. Mín markmið í lífinu eru að hjálpa öðrum að gera það sem ég er að gera, en það hefst alltaf á því að byrja á sjálfum sér. Ég vil meina að hamingjan sé smitandi og ef ég næ að smita svo mikið sem einn eða tvo af hamingju og jákvæðni í lífinu, drífa einhvern áfram í nýjan lífsstíl þá er mínu markmiði náð,“ segir Eva glöð í bragði.Takið eitt skref í einuEva æfir sex daga vikunnar og ætlar að ná sínum markmiðum. „Langtímamarkmiðin mín eru að komast í enn betra form og styrkja mig meira en ég hef gert. Ég er farin af stað með #mittbestaform2015 ásamt frábæru fólki með sömu markmið og mig langar ótrúlega mikið að hlaupa einhverja kílómetra á næsta ári, jafnvel skella mér í þríþraut.“ En hvernig verða jólin hjá Evu? „Jólin hjá mér verða æðisleg, ég ætla mér að vera samkvæm sjálfri mér og halda mig við minn lífsstíl, matseðillin verður sá sami og fyrri ár en ég hef trú á því að skammturinn á disknum verði töluvert minni, vatn í glasinu og konfektið af skornum skammti,“ segir Eva sem hefur þetta að segja við þá sem vilja breyta um lífsstíl: „Til ykkar sem eruð í þeirri stöðu sem ég var og eiga erfitt með að koma sér af stað þá hef ég þetta að segja: „If you can dream it, you can do it!“ Þetta hefst allt með því að taka ákvörðun, verið samkvæm sjálfum ykkur, setjið ykkur skrifleg markmið og segið öðrum frá ykkar markmiðum því það gerir þau raunverulegri. Takið eitt skref í einu og áður en þið vitið af eruð þið komin upp stigann sem þið hélduð að þið kæmust ekki upp!“ Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Sjá meira
Eva Karen Axelsdóttir ákvað að breyta um lífsstíl eftir að hún eignaðist sitt fjórða barn í desember í fyrra. Síðan þá er hún búin að léttast um 32 kíló og hefur aldrei liðið betur. „Ég er orkumeiri en nokkru sinni fyrr og það má eiginlega segja að ég hafi náð að rækta sjálfa mig sem persónu betur, ekki bara líkamlega heldur einnig andlega. Andlega líðanin hjá mér er bara allt önnur og ég er allt önnur manneskja í dag andlega. Ég er hamingjusamari, lífsgleðin er meiri og mér finnst ég loksins hafa einhvern tilgang og einhverja stefnu í lífinu,“ segir Eva en lífið eftir lífsstílsbreytinguna er ansi frábrugðið því lífi sem Eva lifði áður en hún tók sjálfa sig í gegn.Pirraðist á látunum í börnunum „Áður en ég breytti um lífsstíl vann ég tíu tíma vinnudaga þar sem ég hafði lítinn tíma til að setjast niður og borða. Ég borðaði á hlaupum þegar ég var orðin svo hungruð að mig verkjaði! Ég kom heim í lok dags, uppgefin á líkama og sál til eiginmanns og þriggja barna, lagðist í sófann og pirraðist á látunum í börnunum mínum, nennti ekki að elda mat þar sem ég var svo þreytt svo oftar en ekki enduðum við í heimsendingu frá einhverjum af skyndibitastöðum bæjarins, eða borðuðum snarl sem til var í skápunum þann daginn. Í dag vakna ég á undan vekjaraklukkunni, skipulegg daginn minn fyrirfram frá A til Ö, ég sinni vinnunni minni á þeim tímum sem henta mér, gef mér tíma í að borða á tveggja og hálfs tíma fresti, fer í ræktina, sinni heimili og börnum og elda hollan kvöldverð fyrir alla fjölskylduna. Í stað þess að hlamma mér í sófann á kvöldin þegar börnin sofna skelli ég upp yoga-dýnunni minni og geri nokkrar æfingar á stofugólfinu.“Svona lítur Eva út í dag.Vill hjálpa öðrumEn hverju vill hún þakka þennan góða árangur? „Mínum árangri vil ég þakka Herbalife og mjög hollu mataræði, reglulegri hreyfingu, jákvæðu hugarfari, ákveðni og að sjálfsögðu öllu frábæra fólkinu í kringum mig sem hvetur mig til að gera mitt besta frá degi til dags,“ segir Eva og segir fólkið í kringum sig drífa sig áfram. „Það sem drífur mig áfram er fólkið í kringum mig, hvort sem það er fjölskylda, vinir, kunningjar eða bláókunnugt fólk á götunni. Mín markmið í lífinu eru að hjálpa öðrum að gera það sem ég er að gera, en það hefst alltaf á því að byrja á sjálfum sér. Ég vil meina að hamingjan sé smitandi og ef ég næ að smita svo mikið sem einn eða tvo af hamingju og jákvæðni í lífinu, drífa einhvern áfram í nýjan lífsstíl þá er mínu markmiði náð,“ segir Eva glöð í bragði.Takið eitt skref í einuEva æfir sex daga vikunnar og ætlar að ná sínum markmiðum. „Langtímamarkmiðin mín eru að komast í enn betra form og styrkja mig meira en ég hef gert. Ég er farin af stað með #mittbestaform2015 ásamt frábæru fólki með sömu markmið og mig langar ótrúlega mikið að hlaupa einhverja kílómetra á næsta ári, jafnvel skella mér í þríþraut.“ En hvernig verða jólin hjá Evu? „Jólin hjá mér verða æðisleg, ég ætla mér að vera samkvæm sjálfri mér og halda mig við minn lífsstíl, matseðillin verður sá sami og fyrri ár en ég hef trú á því að skammturinn á disknum verði töluvert minni, vatn í glasinu og konfektið af skornum skammti,“ segir Eva sem hefur þetta að segja við þá sem vilja breyta um lífsstíl: „Til ykkar sem eruð í þeirri stöðu sem ég var og eiga erfitt með að koma sér af stað þá hef ég þetta að segja: „If you can dream it, you can do it!“ Þetta hefst allt með því að taka ákvörðun, verið samkvæm sjálfum ykkur, setjið ykkur skrifleg markmið og segið öðrum frá ykkar markmiðum því það gerir þau raunverulegri. Takið eitt skref í einu og áður en þið vitið af eruð þið komin upp stigann sem þið hélduð að þið kæmust ekki upp!“
Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Sjá meira