Allt að verða klárt fyrir Timberlake Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. ágúst 2014 11:00 Justin Timberlake skemmti á einkatónleikum í París í gærkvöldi. Vísir/Getty Nú styttist óðfluga í tónleika Justins Timberlake en eins og myndirnar hér að neðan sýna er allt að verða klárt fyrir komu kappans. Mikil umbreyting hefur átt sér stað inni í húsinu og er meðal annars verið að smíða gang meðfram húsgaflinum þannig að þeir sem koma fram á sviðinu komist sína leið óáreittir. Heyrst hefur að öðrum íþróttasal inni í Kórnum hafi verið breytt í einkar fágaða baksviðsaðstöðu fyrir Justin og hans fólk, þar sem hver hefur sitt herbergi ásamt stóru og flottu sameiginlegu rými. Fréttablaðið hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að um tuttugu manna hópur sé á leið til landsins frá útlöndum til þess að fara í VIP-partí sem haldið er á vegum 901 Tequila-vörumerkisins sem Justin Timberlake á hlut í. Um er að ræða VIP-partí sem fer fram á leyndum stað í Kórnum og að góðar líkur séu á að veislugestirnir hitti Justin. Talið er að þeir sem fá aðgang að þessu partíi séu viðskiptafélagar Justins og vinningshafar í einhvers konar happdrættisleik sem fór fram erlendis á vegum vörumerkisins. Tónleikarnir á sunnudag verða sýndir í beinni útsendingu á netinu og er það Yahoo og Live Nation sem standa að útsendingunni. Einhver fjöldi af myndavélum kemur að utan en þá verða einnig græjur frá Íslandi notaðar í útsendinguna. Þá er einnig talið að Íslendingar komi að útsendingunni. Vefsíðan Yahoo hefur meira að segja hafið niðurtalningu fyrir tónleikana á síðunni. Sitt hvorum megin við sviðið verða LED-skjáir sem útsendingu Yahoo verður varpað á. Fólk þarf því ekki að örvænta þó að hávaxinn maður skyggi á útsýnið því LED-skjáirnir leyna engu.Hér má sjá grunn að ganginum sem verið er að smíða meðfram gafli hússins. Þennan gang mun Justin Timberlake ganga á leið sinni upp á svið.vísir/vilhelmSjónvarpsstöð tileinkuð Timberlake Útsendingar eru hafnar á nýrri sjónvarpsstöð tileinkaðri tónlistarmanninum Justin Timberlake. Útsendingar munu standa til mánudags, eða fram yfir tónleikana sem Justin heldur í Kórnum í Kópavogi sunnudagskvöldið 24. ágúst. Stöðin hefur fengið heitið JTv og er hún aðgengileg í Sjónvarpi Vodafone, á stöðvum 195 á örbylgjuútsendingum Vodafone og stöðvum 994 og 995 (HD) í Vodafone Sjónvarpi um ljósleiðara, ljósnet eða ADSL. Margvíslegt efni sem tengist stórstjörnunni verður sent út á JTv, auk þess sem áhorfendur munu geta notið beinnar útsendingar frá tónleikunum í Kórnum og fengið stemninguna beint í æð. Þar verða gestir teknir tali og andrúmsloftinu á tónleikasvæðinu varpað beint heim í stofu. Á JTv verður send út tónlist Justins Timberlake og viðtöl sem tengjast kappanum. Þá munu birtast þar Instagram-myndir og tíst sem merkt eru #JTKorinn og þannig geta áhangendur kappans haft áhrif á hvað birtist á skjánum. Þetta fyrirkomulag er svipað því sem margir þekkja frá Evróvision-söngkeppninni þar sem fólk hefur tjáð sig í umfjöllun undir merkinu #12stig. Yahoo-vefsíðan mun sýna beint frá tónleikunum sjálfum á sunnudag, svo hægt verður að fylgjast með þeim í beinni á netinu. Um leið munu svipmyndir innan úr Kórnum birtast á JTv auk tísta sem merkt eru #JTKorinn. Út mánudag munu síðan Instagram-myndir og tíst halda áfram að birtast á sjónvarpsstöðinni og gera tónleikagestum þannig kleift að endurupplifa stemninguna og deila upplifun sinni af viðburðinum. Nöfn þeirra sem deila myndum sínum með fyrrnefndu myllumerki næstu daga, eiga þess kost á að vinna miða á viðburðinn en einn heppinn myndasmiður verður dreginn út daglega og fær hver tvo tónleikamiða. Daginn eftir tónleikana mun síðan einn heppinn þátttakandi til verða dreginn út og fær sá flugmiða fyrir tvo með WOW air.Sviðið sem Justin stígur á er komið upp en um er að ræða eitt stærsta svið sem sett hefur verið upp hér á landi.vísir/vilhelmVar í París í gær Justin Timberlake kom fram á tónleikum í Póllandi á þriðjudagskvöldið og voru það síðustu tónleikar kappans í tónleikaferðalaginu fyrir tónleikana á Íslandi. Hann kom þó fram á tónleikum í París í Frakklandi í gærkvöldi en um er að ræða einhvers konar einkatónleika sem voru ekki hluti af hinu formlega tónleikaferðalagi. Justin birti mynd af sér í parís á Instagram í gær. Tónleikar Justins Timberlake á sunnudaginn eru þeir síðustu í bili því við tekur mánaðar pása hjá honum og hans fólki og má því gera ráð fyrir að hann og hans fólk gerir sér glaðan dag af því tilefni.Ekki hefur fengist staðfest hvort eiginkona Justins, Jessica Biel, kemur með honum til Íslands.vísir/gettyVerður Biel á bíl? Ekki hefur verið fengið staðfest hvort eiginkona Justins, Jessica Biel, kemur til landsins með honum. Ýmsar sögusagnir hafa þó verið á kreiki um að Biel og jafnvel fleiri fjölskyldumeðlimir séu á leiðinni til landsins, ekki síst vegna þess að tónleikarnir eru þeir síðustu í bili og því verður líklega talsverð gleði eftir tónleikana. Þá er það ekki á hverjum degi sem stjörnurnar koma til landsins og því kjörið tækifæri fyrir Biel að koma til landsins. Ætli Biel verði á bíl ef hún kemur? Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Sjá meira
Nú styttist óðfluga í tónleika Justins Timberlake en eins og myndirnar hér að neðan sýna er allt að verða klárt fyrir komu kappans. Mikil umbreyting hefur átt sér stað inni í húsinu og er meðal annars verið að smíða gang meðfram húsgaflinum þannig að þeir sem koma fram á sviðinu komist sína leið óáreittir. Heyrst hefur að öðrum íþróttasal inni í Kórnum hafi verið breytt í einkar fágaða baksviðsaðstöðu fyrir Justin og hans fólk, þar sem hver hefur sitt herbergi ásamt stóru og flottu sameiginlegu rými. Fréttablaðið hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að um tuttugu manna hópur sé á leið til landsins frá útlöndum til þess að fara í VIP-partí sem haldið er á vegum 901 Tequila-vörumerkisins sem Justin Timberlake á hlut í. Um er að ræða VIP-partí sem fer fram á leyndum stað í Kórnum og að góðar líkur séu á að veislugestirnir hitti Justin. Talið er að þeir sem fá aðgang að þessu partíi séu viðskiptafélagar Justins og vinningshafar í einhvers konar happdrættisleik sem fór fram erlendis á vegum vörumerkisins. Tónleikarnir á sunnudag verða sýndir í beinni útsendingu á netinu og er það Yahoo og Live Nation sem standa að útsendingunni. Einhver fjöldi af myndavélum kemur að utan en þá verða einnig græjur frá Íslandi notaðar í útsendinguna. Þá er einnig talið að Íslendingar komi að útsendingunni. Vefsíðan Yahoo hefur meira að segja hafið niðurtalningu fyrir tónleikana á síðunni. Sitt hvorum megin við sviðið verða LED-skjáir sem útsendingu Yahoo verður varpað á. Fólk þarf því ekki að örvænta þó að hávaxinn maður skyggi á útsýnið því LED-skjáirnir leyna engu.Hér má sjá grunn að ganginum sem verið er að smíða meðfram gafli hússins. Þennan gang mun Justin Timberlake ganga á leið sinni upp á svið.vísir/vilhelmSjónvarpsstöð tileinkuð Timberlake Útsendingar eru hafnar á nýrri sjónvarpsstöð tileinkaðri tónlistarmanninum Justin Timberlake. Útsendingar munu standa til mánudags, eða fram yfir tónleikana sem Justin heldur í Kórnum í Kópavogi sunnudagskvöldið 24. ágúst. Stöðin hefur fengið heitið JTv og er hún aðgengileg í Sjónvarpi Vodafone, á stöðvum 195 á örbylgjuútsendingum Vodafone og stöðvum 994 og 995 (HD) í Vodafone Sjónvarpi um ljósleiðara, ljósnet eða ADSL. Margvíslegt efni sem tengist stórstjörnunni verður sent út á JTv, auk þess sem áhorfendur munu geta notið beinnar útsendingar frá tónleikunum í Kórnum og fengið stemninguna beint í æð. Þar verða gestir teknir tali og andrúmsloftinu á tónleikasvæðinu varpað beint heim í stofu. Á JTv verður send út tónlist Justins Timberlake og viðtöl sem tengjast kappanum. Þá munu birtast þar Instagram-myndir og tíst sem merkt eru #JTKorinn og þannig geta áhangendur kappans haft áhrif á hvað birtist á skjánum. Þetta fyrirkomulag er svipað því sem margir þekkja frá Evróvision-söngkeppninni þar sem fólk hefur tjáð sig í umfjöllun undir merkinu #12stig. Yahoo-vefsíðan mun sýna beint frá tónleikunum sjálfum á sunnudag, svo hægt verður að fylgjast með þeim í beinni á netinu. Um leið munu svipmyndir innan úr Kórnum birtast á JTv auk tísta sem merkt eru #JTKorinn. Út mánudag munu síðan Instagram-myndir og tíst halda áfram að birtast á sjónvarpsstöðinni og gera tónleikagestum þannig kleift að endurupplifa stemninguna og deila upplifun sinni af viðburðinum. Nöfn þeirra sem deila myndum sínum með fyrrnefndu myllumerki næstu daga, eiga þess kost á að vinna miða á viðburðinn en einn heppinn myndasmiður verður dreginn út daglega og fær hver tvo tónleikamiða. Daginn eftir tónleikana mun síðan einn heppinn þátttakandi til verða dreginn út og fær sá flugmiða fyrir tvo með WOW air.Sviðið sem Justin stígur á er komið upp en um er að ræða eitt stærsta svið sem sett hefur verið upp hér á landi.vísir/vilhelmVar í París í gær Justin Timberlake kom fram á tónleikum í Póllandi á þriðjudagskvöldið og voru það síðustu tónleikar kappans í tónleikaferðalaginu fyrir tónleikana á Íslandi. Hann kom þó fram á tónleikum í París í Frakklandi í gærkvöldi en um er að ræða einhvers konar einkatónleika sem voru ekki hluti af hinu formlega tónleikaferðalagi. Justin birti mynd af sér í parís á Instagram í gær. Tónleikar Justins Timberlake á sunnudaginn eru þeir síðustu í bili því við tekur mánaðar pása hjá honum og hans fólki og má því gera ráð fyrir að hann og hans fólk gerir sér glaðan dag af því tilefni.Ekki hefur fengist staðfest hvort eiginkona Justins, Jessica Biel, kemur með honum til Íslands.vísir/gettyVerður Biel á bíl? Ekki hefur verið fengið staðfest hvort eiginkona Justins, Jessica Biel, kemur til landsins með honum. Ýmsar sögusagnir hafa þó verið á kreiki um að Biel og jafnvel fleiri fjölskyldumeðlimir séu á leiðinni til landsins, ekki síst vegna þess að tónleikarnir eru þeir síðustu í bili og því verður líklega talsverð gleði eftir tónleikana. Þá er það ekki á hverjum degi sem stjörnurnar koma til landsins og því kjörið tækifæri fyrir Biel að koma til landsins. Ætli Biel verði á bíl ef hún kemur?
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Sjá meira