Enski boltinn | Fulham og Cardiff féllu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2014 00:01 Andreas Weimann skallar boltann í mark Hull. Vísir/Getty Fulham og Cardiff féllu úr ensku úrvalsdeildinni í dag. Bæði liðin töpuðu sínum leikjum og vegna sigurs Sunderland á Manchester United á sama tíma var ljóst að hvorugt þeirra gat náð Sunderland að stigum.Peter Odemwingie kom Stoke yfir gegn Fulham á Brittania Stadium með marki sex mínútum fyrir leikhlé, en hann hefur reynst Stoke drjúgur frá því hann kom frá West Brom í janúarglugganum. Odemwingie var svo aftur á ferðinni á 54. mínútu þegar hann lagði upp mark fyrir Marko Arnautovic sem kom Stoke í 2-0. Oussama Assaidi, lánsmaður frá Liverpool, skoraði þriðja markið á 73. mínútu, áður en Kieran Richardson lagaði stöðuna sjö mínútum síðar. Það var svo varamaðurinn Jon Walters sem negldi síðasta naglann í kistu Fulham-manna þegar hann skoraði fjórða mark Stoke á 82. mínútu. Newcastle náði forystunni gegn Cardiff á 18. mínútu þegar Shola Ameobi skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Moussa Sissoko. Sá síðarnefndi var aðgangsharður við upp mark Cardiff í leiknum, en hann átti tvö skot í stöngina í fyrri hálfleik.Loic Remy og Steven Taylor bættu svo við mörkum í síðari hálfleik og Newcastle-menn fögnuðu því langþráðum sigri, en fyrir leikinn liðið tapað sex leikjum í röð. Gengi Newcastle á árinu 2014 hefur verið ömurlegt og stór hópur stuðningsmanna liðsins sýndi ónægju sína í verki þegar hann yfirgaf St. James' Park á 69. mínútu, en það var árið 1969 sem Newcastle vann síðast stóran titil. Aston Villa bjargaði sér endanlega frá falli með 3-1 sigri á Hull City á heimavelli. Ashley Westwood kom Aston Villa yfir á upphafsmínútu leiksins, en þetta var 1000. markið sem hefur verið skorað á Villa Park síðan enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar tímabilið 1992-93. Gestirnir jöfnuðu á 28. mínútu þegar varamaðurinn Jordan Bowery setti boltann í eigið mark, en heimamenn náðu forystunni á nýjan leik fjórum mínútum fyrir leikhlé þegar Andreas Weimann skallaði boltann í netið af stuttu færi. Weimann var svo aftur á ferðinni á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá áðurnefndum Bowery. Þá tryggði Rickie Lambert Southampton 1-0 útisigur á Swansea með marki á 90. mínútu.Úrslit dagsins: West Ham 2-0 Tottenham Aston Villa 3-1 Hull City Stoke City 4-1 Fulham Newcastle 3-0 Cardiff City Swansea City 0-1 Southampton Manchester United 0-1 Sunderland Enski boltinn Tengdar fréttir Góður sigur West Ham West Ham vann góðan 2-0 sigur á Tottenham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 3. maí 2014 00:01 Larsson reyndist örlagavaldur Sigurmark Sebastians Larsson gegn Manchester United á Old Trafford gerði endanlega út um vonir Fulham og Cardiff að bjarga sér frá falli, en hvorugt liðanna, sem töpuðu bæði í dag, getur nú náð Sunderland að stigum. 3. maí 2014 00:01 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Fulham og Cardiff féllu úr ensku úrvalsdeildinni í dag. Bæði liðin töpuðu sínum leikjum og vegna sigurs Sunderland á Manchester United á sama tíma var ljóst að hvorugt þeirra gat náð Sunderland að stigum.Peter Odemwingie kom Stoke yfir gegn Fulham á Brittania Stadium með marki sex mínútum fyrir leikhlé, en hann hefur reynst Stoke drjúgur frá því hann kom frá West Brom í janúarglugganum. Odemwingie var svo aftur á ferðinni á 54. mínútu þegar hann lagði upp mark fyrir Marko Arnautovic sem kom Stoke í 2-0. Oussama Assaidi, lánsmaður frá Liverpool, skoraði þriðja markið á 73. mínútu, áður en Kieran Richardson lagaði stöðuna sjö mínútum síðar. Það var svo varamaðurinn Jon Walters sem negldi síðasta naglann í kistu Fulham-manna þegar hann skoraði fjórða mark Stoke á 82. mínútu. Newcastle náði forystunni gegn Cardiff á 18. mínútu þegar Shola Ameobi skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Moussa Sissoko. Sá síðarnefndi var aðgangsharður við upp mark Cardiff í leiknum, en hann átti tvö skot í stöngina í fyrri hálfleik.Loic Remy og Steven Taylor bættu svo við mörkum í síðari hálfleik og Newcastle-menn fögnuðu því langþráðum sigri, en fyrir leikinn liðið tapað sex leikjum í röð. Gengi Newcastle á árinu 2014 hefur verið ömurlegt og stór hópur stuðningsmanna liðsins sýndi ónægju sína í verki þegar hann yfirgaf St. James' Park á 69. mínútu, en það var árið 1969 sem Newcastle vann síðast stóran titil. Aston Villa bjargaði sér endanlega frá falli með 3-1 sigri á Hull City á heimavelli. Ashley Westwood kom Aston Villa yfir á upphafsmínútu leiksins, en þetta var 1000. markið sem hefur verið skorað á Villa Park síðan enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar tímabilið 1992-93. Gestirnir jöfnuðu á 28. mínútu þegar varamaðurinn Jordan Bowery setti boltann í eigið mark, en heimamenn náðu forystunni á nýjan leik fjórum mínútum fyrir leikhlé þegar Andreas Weimann skallaði boltann í netið af stuttu færi. Weimann var svo aftur á ferðinni á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá áðurnefndum Bowery. Þá tryggði Rickie Lambert Southampton 1-0 útisigur á Swansea með marki á 90. mínútu.Úrslit dagsins: West Ham 2-0 Tottenham Aston Villa 3-1 Hull City Stoke City 4-1 Fulham Newcastle 3-0 Cardiff City Swansea City 0-1 Southampton Manchester United 0-1 Sunderland
Enski boltinn Tengdar fréttir Góður sigur West Ham West Ham vann góðan 2-0 sigur á Tottenham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 3. maí 2014 00:01 Larsson reyndist örlagavaldur Sigurmark Sebastians Larsson gegn Manchester United á Old Trafford gerði endanlega út um vonir Fulham og Cardiff að bjarga sér frá falli, en hvorugt liðanna, sem töpuðu bæði í dag, getur nú náð Sunderland að stigum. 3. maí 2014 00:01 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Góður sigur West Ham West Ham vann góðan 2-0 sigur á Tottenham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 3. maí 2014 00:01
Larsson reyndist örlagavaldur Sigurmark Sebastians Larsson gegn Manchester United á Old Trafford gerði endanlega út um vonir Fulham og Cardiff að bjarga sér frá falli, en hvorugt liðanna, sem töpuðu bæði í dag, getur nú náð Sunderland að stigum. 3. maí 2014 00:01
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti