Innlent

Snjóflóðahætta í Ljósavatnsskarði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vegfarendur eru því beðnir að gæta varúðar.
Vegfarendur eru því beðnir að gæta varúðar. visir/bh
Lögreglustjórinn á Húsavík vill koma þeirri ábendingu til vegfarenda um Ljósavatnsskarð og Dalsmynni  að á þessum slóðum sé líklegt að víða hafi skapast hætta á snjóflóðum úr fjöllum.

Með tilliti til veðurspár þá má gera ráð fyrir að þessi hætta verði viðvarandi a.m.k. í dag og á morgun.

Vegfarendur eru því beðnir að gæta varúðar, einkum við Ljósavatn og norður í Dalsmynni.

Búið er að loka veginum um Ólafsfjarðarmúla vegna veðurs og snjóflóðahættu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×