Enski boltinn

Rodgers: Sterling besti ungi leikmaðurinn í Evrópu í dag - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raheem Sterling hefur farið á kostum með Liverpool á lokasprettinum í ensku úrvalsdeildinni og komi enski meistaratitilinn á Anfield í fyrsta sinn síðan 1990 þá á þessi 19 ára strákur stóran þátt í því.

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði sínum manni, eftir 3-2 útisigur á Norwich í ensku úrvalsdeildinni í dag en Sterling skoraði þá tvö mörk og lagði upp það þriðja fyrir Luis Suarez.

„Hann er líklega besti ungi leikmaðurinn í Evrópu þessa stundina," sagði Brendan Rodgers við BBC þegar hann var spurður út í frammistöðu Raheem Sterling.

„Ég hef verið rosalega ánægður með þroska hans. Hann eyður miklum tíma í að verða betri fótboltamaður. Við höfum prófað hann í hinum ýmsu stöðum til að auka fótboltaskilning hans," sagði Rodgers og bætti við:

„Þetta er mjög jarðbundinn og hógvær strákur og það er frábært að fylgjast með honum," sagði Brendan Rodgers.

Raheem Sterling er með þrjú mörk og eina stoðsendingu í síðustu tveimur leikjum Liverpool þar sem liðið vann Manchester City og Norwich og komst í bílstjórasætið í titilbaráttunni.

Sterling hefur alls skorað 9 mörk í 30 deildarleikjum á leiktíðinni og að uki hefur hann lagt upp sex mörk fyrir félaga sína.



Vísir/Getty
Fyrra mark Raheem Sterling.Vísir/Getty
Seinna mark Raheem Sterling.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×