Félagsskapur af frjóu fólki Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. apríl 2014 12:30 Stemningin á æfingum er engu lík. „Þetta er óneitanlega mikill heiður og ég er mjög stolt af því að fá að vera þrjátíu ára afmælishöfundur,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir. Hún skrifaði söngleikinn Stund milli stríða sem leikfélagið Hugleikur frumsýnir í Tjarnarbíói á laugardaginn í tilefni af þrjátíu ára afmæli félagsins. „Þetta er verk sem gerist á millistríðsárunum í kreppu. Ég skoðaði tíðarandann og hvað hefði verið að gerast á þessum tíma. Þá sá ég að það er ótrúlega margt sem speglast við okkar samtíma og mjög gaman að kafa ofan í það. Þetta er vonandi hæfileg blanda af gamni og alvöru. Þetta er bæði svolítill fíflaskapur en líka grafalvarlegir hlutir eins og berklar og bankaþrot. Svo brestur fólk í söng og syngur um von, þrá, vonbrigði og gleði,“ segir Þórunn. Hún skrifaði sitt fyrsta verk fyrir Hugleik árið 2002 með söngleiknum Kolrössu og hefur síðan þá sett upp nokkur verk í samstarfi við leikfélagið. „Þetta hefur verið mjög farsælt samstarf. Ég er endalaust þakklát fyrir að hafa ratað inn í þennan félagsskap af frjóu fólki. Ég held að ég hefði ekki byrjað að skrifa nema út af þessu umhverfi. Það er svo hvetjandi að vera innan um svona margt fólk sem er að skapa, hvort sem það er tónlist eða ljóð. Það er gífurlega örvandi,“ segir Þórunn. Hún hefur líka skrifað óperur sem settar hafa verið upp í Tónlistarskóla Reykjavíkur þar sem hún er aðstoðarskólastjóri alla jafna en er nú starfandi skólastjóri á meðan hann er í ársleyfi. Leikfélagið Hugleikur er elsta áhugaleikfélag Reykjavíkur og hefur eingöngu sett upp verk sem rituð eru af félagsmönnunum sjálfum. Alls taka sextán leikarar þátt í uppfærslunni á Stund á milli stríða ásamt hljómsveit en leikstjóri er Jón St. Kristjánsson sem sviðsetti einmitt söngleikinn Kolrössu árið 2002. Menning Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þetta er óneitanlega mikill heiður og ég er mjög stolt af því að fá að vera þrjátíu ára afmælishöfundur,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir. Hún skrifaði söngleikinn Stund milli stríða sem leikfélagið Hugleikur frumsýnir í Tjarnarbíói á laugardaginn í tilefni af þrjátíu ára afmæli félagsins. „Þetta er verk sem gerist á millistríðsárunum í kreppu. Ég skoðaði tíðarandann og hvað hefði verið að gerast á þessum tíma. Þá sá ég að það er ótrúlega margt sem speglast við okkar samtíma og mjög gaman að kafa ofan í það. Þetta er vonandi hæfileg blanda af gamni og alvöru. Þetta er bæði svolítill fíflaskapur en líka grafalvarlegir hlutir eins og berklar og bankaþrot. Svo brestur fólk í söng og syngur um von, þrá, vonbrigði og gleði,“ segir Þórunn. Hún skrifaði sitt fyrsta verk fyrir Hugleik árið 2002 með söngleiknum Kolrössu og hefur síðan þá sett upp nokkur verk í samstarfi við leikfélagið. „Þetta hefur verið mjög farsælt samstarf. Ég er endalaust þakklát fyrir að hafa ratað inn í þennan félagsskap af frjóu fólki. Ég held að ég hefði ekki byrjað að skrifa nema út af þessu umhverfi. Það er svo hvetjandi að vera innan um svona margt fólk sem er að skapa, hvort sem það er tónlist eða ljóð. Það er gífurlega örvandi,“ segir Þórunn. Hún hefur líka skrifað óperur sem settar hafa verið upp í Tónlistarskóla Reykjavíkur þar sem hún er aðstoðarskólastjóri alla jafna en er nú starfandi skólastjóri á meðan hann er í ársleyfi. Leikfélagið Hugleikur er elsta áhugaleikfélag Reykjavíkur og hefur eingöngu sett upp verk sem rituð eru af félagsmönnunum sjálfum. Alls taka sextán leikarar þátt í uppfærslunni á Stund á milli stríða ásamt hljómsveit en leikstjóri er Jón St. Kristjánsson sem sviðsetti einmitt söngleikinn Kolrössu árið 2002.
Menning Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira