Enski boltinn

Sunderland notaði ólöglegan leikmann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Enska knattspyrnusambandið sektaði Sunderland fyrir að nota ólöglegan leikmann í fjórum leikjum fyrr á tímabilinu.

Suður-Kóreumaðurinn Ji Dong-Won spilaði með liðinu gegn Fulham, Southamtpon, Crystal Palace og Manchester United áður en félagið uppgötvaði að það hefði gert mistök við skráningu hans.

Forráðamenn Sunderland tilkynntu málið til sambandsins sem sektaði svo félagið í upphafi ársins. Niðurstaðan var þó að draga ekki stig af félaginu.

Ji var í láni hjá Augsburg í Þýskalandi í vetur en forráðamönnum Sunderland láðist að fá alþjóðlega leikheimild fyrir hann áður en hann sneri aftur til Englands.

Kappinn er nú kominn aftur til Þýskalands þar sem hann er í láni hjá Augsburg. Hann gengur svo í raðir Dortmund í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×