Enski boltinn

Agüero nær mögulega að spila gegn Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Sergio Agüero er enn frá vegna meiðsla en það styttist í endurkomu hans.

Argentínumaðurinn öflugi hefur verið frá vegna meiðsla aftan í læri en hann er mættur aftur á æfingar.

Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, segir þó of snemmt fyrir hann að spila með liðinu gegn Southampton á morgun.

„Hann er bara búinn að æfa í tvo daga en það ætti að vera í lagi að spila gegn Liverpool,“ sagði Pellegrini.

Leikur Liverpool og City fer fram annan sunnudag en leikurinn gæti ráðið miklu um titilbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×