Enski boltinn

Torres á framtíð hjá Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Torres fagnar marki í leik með Chelsea.
Torres fagnar marki í leik með Chelsea. Vísir/Getty
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, tók fyrir þær sögusagnir um að Fernando Torres væri á leið frá félaginu.

Torres hefur ekki náð sér almennilega á strik með Chelsea í vetur, frekar en aðrir sóknarmenn liðsins. Fjölmiðlar ytra hafa fullyrt að hann sé á leið frá félaginu í sumar.

„Torres á sér framtíð hjá Chelsea. Hann er samningsbundinn, góður atvinnumaður og leggur mikið á sig fyrir liðið. Við viljum að hann skori meira og það vill hann sjálfur líka,“ sagði Mourinho á blaðmannafundi í dag.

„Hann hefur verið að gera sitt besta og á skilið að honum sé sýnd virðing.“

Annar sóknarmaður sem er á mála hjá Chelsea er Romelu Lukaku, sem er nú í láni hjá Everton. Hann hefur einnig sagður á útleið og hefur verið orðaður við bæði Everton og Tottenham.

Mourinho sagði þó að lánið hefði komið bæði leikmanninum sjálfum og félaginu til góða og að það hefði engin tilboð fengið í kappann.

Chelsea mætir Stoke í ensku úrvalsdeildinni á morgun en Samuel Eto'o verður ekki með vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×