Enski boltinn

Anelka hættur hjá West Brom

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nicolas Anelka.
Nicolas Anelka. Vísir/Getty
Nicolas Anelka rifti í dag samningi sínum við enska úrvalsdeildarliðið West Bromwich Albion vegna þess að hann sætti sig ekki við skilyrði sem honum voru sett. Þetta kemur fram á Sky Sports.

Enska knattspyrnusambandið dæmdi Anelka í fimm leika bann á dögunum fyrir umdeild fagnaðalæti sín en hann fagnaði marki í leik liðsins gegn West Ham þann 28. desember með því að líkja eftir þekktri nasistakveðju.

Forráðamenn West Bromwich Albion buðu Anelka í dag að halda áfram að spila með liðinu en aðeins ef hann fylgdi ákveðnum skilyrðum. Það sætti franski framherjinn sig ekki við og fékk sig lausan frá félaginu.

Nicolas Anelka er 35 ára gamall og hefur aðeins náð að leikja tólf leiki með WBA á þessu tímabili. Bæði mörkin hans komu í umræddum leik á móti West Ham.





Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Anelka neitar sök

Frakkinn Nicolas Anelka hefur svarað kæru enska knattspyrnusambandsins sem kærði hann fyrir ósæmilega hegðun í leik með West Brom á dögunum.

Fimm leikja bann fyrir umdeilt fagn

Frakkinn Nicolas Anelka, leikmaður WBA, var í dag dæmdur í fimm leikja bann og einnig var hann sektaður um rúmar 15 milljónir króna fyrir óviðeigandi fagn.

Anelka gæti fengið fimm leikja bann

Nicolas Anelka, leikmaður West Brom, hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu vegna umdeilds atviks sem átti sér stað í lok síðasta mánaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×