Portishead og Interpol til Íslands Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. janúar 2014 09:00 Hljómsveitin Portishead kemur fram á Íslandi í sumar í fyrsta sinn, ásamt hljómsveitinni Interpol Nordicphotos/Getty Stórhljómsveitirnar Portishead og Interpol koma fram á tónlistarhátíðinni ATP Iceland sem haldin verður á Ásbrú í Keflavík dagana 10. til 12. júlí næstkomandi. „Hátíðin stendur yfir í þrjá daga í ár en ekki tvo daga eins og í fyrra og því töluvert stærri í sniðum. Portishead verður stærsta nafnið á föstudeginum og Interpol stærsta nafnið á laugardeginum,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Báðar sveitirnar eru margverðlaunaðar og hafa farið sigurför um heiminn. „Það er mjög spennandi að tilkynna að sveitirnar báðar spila í fyrsta skiptið á ATP þegar ATP Iceland verður haldið í annað sinn í júlí á Ásbrú,“ segir Barry Hogan, stofnandi ATP. Hljómsveitirnar Mammút, For a Minor Reflection, Samaris, Sóley og Low Roar eru einnig á meðal þeirra hljómsveita og tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni. Á næstu vikum verður tilkynntur fjöldinn allur af erlendum og innlendum hljómsveitum til viðbótar en í heildina munu um 25 hljómsveitir koma fram á hátíðinni. Miðasala fer fram á midi.is, í verslunum Brim og atpfestival.com. ATP í Keflavík Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Stórhljómsveitirnar Portishead og Interpol koma fram á tónlistarhátíðinni ATP Iceland sem haldin verður á Ásbrú í Keflavík dagana 10. til 12. júlí næstkomandi. „Hátíðin stendur yfir í þrjá daga í ár en ekki tvo daga eins og í fyrra og því töluvert stærri í sniðum. Portishead verður stærsta nafnið á föstudeginum og Interpol stærsta nafnið á laugardeginum,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Báðar sveitirnar eru margverðlaunaðar og hafa farið sigurför um heiminn. „Það er mjög spennandi að tilkynna að sveitirnar báðar spila í fyrsta skiptið á ATP þegar ATP Iceland verður haldið í annað sinn í júlí á Ásbrú,“ segir Barry Hogan, stofnandi ATP. Hljómsveitirnar Mammút, For a Minor Reflection, Samaris, Sóley og Low Roar eru einnig á meðal þeirra hljómsveita og tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni. Á næstu vikum verður tilkynntur fjöldinn allur af erlendum og innlendum hljómsveitum til viðbótar en í heildina munu um 25 hljómsveitir koma fram á hátíðinni. Miðasala fer fram á midi.is, í verslunum Brim og atpfestival.com.
ATP í Keflavík Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira