Lífið

Brjálað stuð á Hlustendaverðlaununum - myndir

Ritstjórn Lífsins skrifar
Saga Garðarsdóttir og Sveppi sáu um að kynna herlegheitin.
Saga Garðarsdóttir og Sveppi sáu um að kynna herlegheitin. Vísir/Andri Marínó
Fjölmennt var í Háskólabíó í gærkvöldi þegar Hlustendaverðlaunin fóru fram. 

Hljómsveitin Kaleo var sigursæl en sveitin vann til þrennra verðlauna. Það voru hlustendur Bylgjunnar, FM957 og X-ins 977 sem kusu um það á Vísi hvað stóð upp úr í íslenskri tónlist á síðasta ári.

Fleiri fóru með verðlaun heim af hátíðinni voru Nanna Bryndís Hilmarsdóttir í Of Monster and Men sem var valin söngkona ársins, Skálmöld með myndband ársins og Baggalútur sem voru með lag ársins, Mamma þarf að djamma. 

Saga Garðarsdóttir og Sveppi voru kynnar og virtust gestir vera glaðir með hátíðina sem var sýnd í beinni á Popp tíví. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.