Innlent

10 látnir eftir árekstur í Kaliforníu

Ingvar Haraldsson skrifar
Eldur blossaði upp við áreksturinn.
Eldur blossaði upp við áreksturinn. Mynd/AP
Tíu létust í hörðum árekstri í Norður-Kaliforníu í nótt. Slysið átti sér stað þegar flutningabíl frá FedEX fór yfir á rangan vegarhelming og í veg fyrir rútu fulla af menntaskólanemum.

Báðir bílstjórar bílanna létust auk fimm menntaskólanema og þriggja fylgdarmanna þeirra.

Að minnsta kosti 34 voru fluttir á spítala. Nemendurnir voru á leið í heimsókn í Humboldt háskólann í námskynningu en áreksturinn varð norður af höfuðborg Kaliforníu, Sacramento.

Við áreksturinn blossaði upp eldhaf sem umlukti báða bílana. Luis Lopez, íbúi á svæðinu, sagði aðkomuna hafa verið skelfilega. „Ég hljóp út þegar ég heyrði áreksturinn  og eldtungurnar blöstu þegar við.“

Ástæður þess að flutningabílinn fór á öfugan vegarhelming eru óljósar. Lögreglan segir að rannsókn málsins geti tekið marga mánuði.

Hægt er að lesa um málið á vef CNN.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×