Tugum milljóna eytt í gagnslaust lyf? Hrund Þórsdóttir skrifar 11. apríl 2014 20:00 Margir kannast við flensulyfið Tamiflu og ítrekað hafa verið sagðar fréttir af vandræðum í heilbrigðiskerfinu vegna skorts á lyfinu. Ný rannsókn bendir hins vegar til þess að að Tamiflu hindri á engan hátt útbreiðslu flensu og geri lítið til að draga úr flensueinkennum. Lyfið virki í raun ekkert betur en venjulegar paracetamol verkjatöflur.Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir samanburðinn einkennilegan þar sem Tamiflu sé ekki verkjalyf. „Það dregur úr verkjum og hita vegna þess að það slær niður veiruna sjálfa,“ bendir hann á. Í kjölfar heimsfaraldurs inflúensu kom Landlæknisembættið sér upp birgðum af Tamiflu fyrir um þriðjung þjóðarinnar og Haraldur er sannfærður um virkni lyfsins. „Tamiflu gagnast fyrst og fremst þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og ef við erum með svæsinn inflúensufaraldur, jafnvel heimsfaraldur, þá skiptir verulega miklu máli að geta notað þetta rétt,“ segir Haraldur. Rannsakendur ytra eru hins vegar jafnvissir í sinni sök. Rannsóknin var gerð á vegum bresku rannsóknastofnunarinnar The Chochrane Collaboration en í samtali við fréttastofu í dag sagði Rannveig Gunnarsdóttir,forstjóri Lyfjastofnunar, að rannsóknin myndi engin áhrif hafa hér á landi þar sem Lyfjastofnun Evrópu hefði komist að þeirri niðurstöðu að Tamiflu gæti dregið úr flensueinkennum. Hversu mikið hefur ríkið greitt fyrir birgðir af Tamiflu? „Þessar birgðir eru komnar til ára sinna en endast vel og ef ég man rétt varði hið opinbera mörgum tugum milljóna til kaupa á þessum lyfjum,“ segir Haraldur. Heldurðu að því fjármagni hafi verið vel varið? „Já, þetta er öryggisatriði og þetta var mjög skynsamlega gert að mínu mati,“ segir hann. „Sumir vildu kaupa ennþá meira en þetta er sá skammtur sem við töldum að myndi duga ef til faraldurs kæmi.“ Verður Tamiflu notað áfram hér á landi? „Já,“ segir Haraldur að lokum. Tengdar fréttir Fullyrða að Tamiflu sé nær gagnlaust gegn flensu Í nýrri skýrslu er því haldið fram að milljörðum króna hafi verið eytt til einskis um allan heim þegar flensulyfið Tamiflu var keypt í stórum stíl af þjóðum heims til þess að koma í veg fyrir flensufaraldur. 10. apríl 2014 08:45 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Margir kannast við flensulyfið Tamiflu og ítrekað hafa verið sagðar fréttir af vandræðum í heilbrigðiskerfinu vegna skorts á lyfinu. Ný rannsókn bendir hins vegar til þess að að Tamiflu hindri á engan hátt útbreiðslu flensu og geri lítið til að draga úr flensueinkennum. Lyfið virki í raun ekkert betur en venjulegar paracetamol verkjatöflur.Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir samanburðinn einkennilegan þar sem Tamiflu sé ekki verkjalyf. „Það dregur úr verkjum og hita vegna þess að það slær niður veiruna sjálfa,“ bendir hann á. Í kjölfar heimsfaraldurs inflúensu kom Landlæknisembættið sér upp birgðum af Tamiflu fyrir um þriðjung þjóðarinnar og Haraldur er sannfærður um virkni lyfsins. „Tamiflu gagnast fyrst og fremst þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og ef við erum með svæsinn inflúensufaraldur, jafnvel heimsfaraldur, þá skiptir verulega miklu máli að geta notað þetta rétt,“ segir Haraldur. Rannsakendur ytra eru hins vegar jafnvissir í sinni sök. Rannsóknin var gerð á vegum bresku rannsóknastofnunarinnar The Chochrane Collaboration en í samtali við fréttastofu í dag sagði Rannveig Gunnarsdóttir,forstjóri Lyfjastofnunar, að rannsóknin myndi engin áhrif hafa hér á landi þar sem Lyfjastofnun Evrópu hefði komist að þeirri niðurstöðu að Tamiflu gæti dregið úr flensueinkennum. Hversu mikið hefur ríkið greitt fyrir birgðir af Tamiflu? „Þessar birgðir eru komnar til ára sinna en endast vel og ef ég man rétt varði hið opinbera mörgum tugum milljóna til kaupa á þessum lyfjum,“ segir Haraldur. Heldurðu að því fjármagni hafi verið vel varið? „Já, þetta er öryggisatriði og þetta var mjög skynsamlega gert að mínu mati,“ segir hann. „Sumir vildu kaupa ennþá meira en þetta er sá skammtur sem við töldum að myndi duga ef til faraldurs kæmi.“ Verður Tamiflu notað áfram hér á landi? „Já,“ segir Haraldur að lokum.
Tengdar fréttir Fullyrða að Tamiflu sé nær gagnlaust gegn flensu Í nýrri skýrslu er því haldið fram að milljörðum króna hafi verið eytt til einskis um allan heim þegar flensulyfið Tamiflu var keypt í stórum stíl af þjóðum heims til þess að koma í veg fyrir flensufaraldur. 10. apríl 2014 08:45 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Fullyrða að Tamiflu sé nær gagnlaust gegn flensu Í nýrri skýrslu er því haldið fram að milljörðum króna hafi verið eytt til einskis um allan heim þegar flensulyfið Tamiflu var keypt í stórum stíl af þjóðum heims til þess að koma í veg fyrir flensufaraldur. 10. apríl 2014 08:45