Tugum milljóna eytt í gagnslaust lyf? Hrund Þórsdóttir skrifar 11. apríl 2014 20:00 Margir kannast við flensulyfið Tamiflu og ítrekað hafa verið sagðar fréttir af vandræðum í heilbrigðiskerfinu vegna skorts á lyfinu. Ný rannsókn bendir hins vegar til þess að að Tamiflu hindri á engan hátt útbreiðslu flensu og geri lítið til að draga úr flensueinkennum. Lyfið virki í raun ekkert betur en venjulegar paracetamol verkjatöflur.Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir samanburðinn einkennilegan þar sem Tamiflu sé ekki verkjalyf. „Það dregur úr verkjum og hita vegna þess að það slær niður veiruna sjálfa,“ bendir hann á. Í kjölfar heimsfaraldurs inflúensu kom Landlæknisembættið sér upp birgðum af Tamiflu fyrir um þriðjung þjóðarinnar og Haraldur er sannfærður um virkni lyfsins. „Tamiflu gagnast fyrst og fremst þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og ef við erum með svæsinn inflúensufaraldur, jafnvel heimsfaraldur, þá skiptir verulega miklu máli að geta notað þetta rétt,“ segir Haraldur. Rannsakendur ytra eru hins vegar jafnvissir í sinni sök. Rannsóknin var gerð á vegum bresku rannsóknastofnunarinnar The Chochrane Collaboration en í samtali við fréttastofu í dag sagði Rannveig Gunnarsdóttir,forstjóri Lyfjastofnunar, að rannsóknin myndi engin áhrif hafa hér á landi þar sem Lyfjastofnun Evrópu hefði komist að þeirri niðurstöðu að Tamiflu gæti dregið úr flensueinkennum. Hversu mikið hefur ríkið greitt fyrir birgðir af Tamiflu? „Þessar birgðir eru komnar til ára sinna en endast vel og ef ég man rétt varði hið opinbera mörgum tugum milljóna til kaupa á þessum lyfjum,“ segir Haraldur. Heldurðu að því fjármagni hafi verið vel varið? „Já, þetta er öryggisatriði og þetta var mjög skynsamlega gert að mínu mati,“ segir hann. „Sumir vildu kaupa ennþá meira en þetta er sá skammtur sem við töldum að myndi duga ef til faraldurs kæmi.“ Verður Tamiflu notað áfram hér á landi? „Já,“ segir Haraldur að lokum. Tengdar fréttir Fullyrða að Tamiflu sé nær gagnlaust gegn flensu Í nýrri skýrslu er því haldið fram að milljörðum króna hafi verið eytt til einskis um allan heim þegar flensulyfið Tamiflu var keypt í stórum stíl af þjóðum heims til þess að koma í veg fyrir flensufaraldur. 10. apríl 2014 08:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira
Margir kannast við flensulyfið Tamiflu og ítrekað hafa verið sagðar fréttir af vandræðum í heilbrigðiskerfinu vegna skorts á lyfinu. Ný rannsókn bendir hins vegar til þess að að Tamiflu hindri á engan hátt útbreiðslu flensu og geri lítið til að draga úr flensueinkennum. Lyfið virki í raun ekkert betur en venjulegar paracetamol verkjatöflur.Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir samanburðinn einkennilegan þar sem Tamiflu sé ekki verkjalyf. „Það dregur úr verkjum og hita vegna þess að það slær niður veiruna sjálfa,“ bendir hann á. Í kjölfar heimsfaraldurs inflúensu kom Landlæknisembættið sér upp birgðum af Tamiflu fyrir um þriðjung þjóðarinnar og Haraldur er sannfærður um virkni lyfsins. „Tamiflu gagnast fyrst og fremst þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og ef við erum með svæsinn inflúensufaraldur, jafnvel heimsfaraldur, þá skiptir verulega miklu máli að geta notað þetta rétt,“ segir Haraldur. Rannsakendur ytra eru hins vegar jafnvissir í sinni sök. Rannsóknin var gerð á vegum bresku rannsóknastofnunarinnar The Chochrane Collaboration en í samtali við fréttastofu í dag sagði Rannveig Gunnarsdóttir,forstjóri Lyfjastofnunar, að rannsóknin myndi engin áhrif hafa hér á landi þar sem Lyfjastofnun Evrópu hefði komist að þeirri niðurstöðu að Tamiflu gæti dregið úr flensueinkennum. Hversu mikið hefur ríkið greitt fyrir birgðir af Tamiflu? „Þessar birgðir eru komnar til ára sinna en endast vel og ef ég man rétt varði hið opinbera mörgum tugum milljóna til kaupa á þessum lyfjum,“ segir Haraldur. Heldurðu að því fjármagni hafi verið vel varið? „Já, þetta er öryggisatriði og þetta var mjög skynsamlega gert að mínu mati,“ segir hann. „Sumir vildu kaupa ennþá meira en þetta er sá skammtur sem við töldum að myndi duga ef til faraldurs kæmi.“ Verður Tamiflu notað áfram hér á landi? „Já,“ segir Haraldur að lokum.
Tengdar fréttir Fullyrða að Tamiflu sé nær gagnlaust gegn flensu Í nýrri skýrslu er því haldið fram að milljörðum króna hafi verið eytt til einskis um allan heim þegar flensulyfið Tamiflu var keypt í stórum stíl af þjóðum heims til þess að koma í veg fyrir flensufaraldur. 10. apríl 2014 08:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira
Fullyrða að Tamiflu sé nær gagnlaust gegn flensu Í nýrri skýrslu er því haldið fram að milljörðum króna hafi verið eytt til einskis um allan heim þegar flensulyfið Tamiflu var keypt í stórum stíl af þjóðum heims til þess að koma í veg fyrir flensufaraldur. 10. apríl 2014 08:45