Tugum milljóna eytt í gagnslaust lyf? Hrund Þórsdóttir skrifar 11. apríl 2014 20:00 Margir kannast við flensulyfið Tamiflu og ítrekað hafa verið sagðar fréttir af vandræðum í heilbrigðiskerfinu vegna skorts á lyfinu. Ný rannsókn bendir hins vegar til þess að að Tamiflu hindri á engan hátt útbreiðslu flensu og geri lítið til að draga úr flensueinkennum. Lyfið virki í raun ekkert betur en venjulegar paracetamol verkjatöflur.Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir samanburðinn einkennilegan þar sem Tamiflu sé ekki verkjalyf. „Það dregur úr verkjum og hita vegna þess að það slær niður veiruna sjálfa,“ bendir hann á. Í kjölfar heimsfaraldurs inflúensu kom Landlæknisembættið sér upp birgðum af Tamiflu fyrir um þriðjung þjóðarinnar og Haraldur er sannfærður um virkni lyfsins. „Tamiflu gagnast fyrst og fremst þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og ef við erum með svæsinn inflúensufaraldur, jafnvel heimsfaraldur, þá skiptir verulega miklu máli að geta notað þetta rétt,“ segir Haraldur. Rannsakendur ytra eru hins vegar jafnvissir í sinni sök. Rannsóknin var gerð á vegum bresku rannsóknastofnunarinnar The Chochrane Collaboration en í samtali við fréttastofu í dag sagði Rannveig Gunnarsdóttir,forstjóri Lyfjastofnunar, að rannsóknin myndi engin áhrif hafa hér á landi þar sem Lyfjastofnun Evrópu hefði komist að þeirri niðurstöðu að Tamiflu gæti dregið úr flensueinkennum. Hversu mikið hefur ríkið greitt fyrir birgðir af Tamiflu? „Þessar birgðir eru komnar til ára sinna en endast vel og ef ég man rétt varði hið opinbera mörgum tugum milljóna til kaupa á þessum lyfjum,“ segir Haraldur. Heldurðu að því fjármagni hafi verið vel varið? „Já, þetta er öryggisatriði og þetta var mjög skynsamlega gert að mínu mati,“ segir hann. „Sumir vildu kaupa ennþá meira en þetta er sá skammtur sem við töldum að myndi duga ef til faraldurs kæmi.“ Verður Tamiflu notað áfram hér á landi? „Já,“ segir Haraldur að lokum. Tengdar fréttir Fullyrða að Tamiflu sé nær gagnlaust gegn flensu Í nýrri skýrslu er því haldið fram að milljörðum króna hafi verið eytt til einskis um allan heim þegar flensulyfið Tamiflu var keypt í stórum stíl af þjóðum heims til þess að koma í veg fyrir flensufaraldur. 10. apríl 2014 08:45 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Margir kannast við flensulyfið Tamiflu og ítrekað hafa verið sagðar fréttir af vandræðum í heilbrigðiskerfinu vegna skorts á lyfinu. Ný rannsókn bendir hins vegar til þess að að Tamiflu hindri á engan hátt útbreiðslu flensu og geri lítið til að draga úr flensueinkennum. Lyfið virki í raun ekkert betur en venjulegar paracetamol verkjatöflur.Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir samanburðinn einkennilegan þar sem Tamiflu sé ekki verkjalyf. „Það dregur úr verkjum og hita vegna þess að það slær niður veiruna sjálfa,“ bendir hann á. Í kjölfar heimsfaraldurs inflúensu kom Landlæknisembættið sér upp birgðum af Tamiflu fyrir um þriðjung þjóðarinnar og Haraldur er sannfærður um virkni lyfsins. „Tamiflu gagnast fyrst og fremst þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og ef við erum með svæsinn inflúensufaraldur, jafnvel heimsfaraldur, þá skiptir verulega miklu máli að geta notað þetta rétt,“ segir Haraldur. Rannsakendur ytra eru hins vegar jafnvissir í sinni sök. Rannsóknin var gerð á vegum bresku rannsóknastofnunarinnar The Chochrane Collaboration en í samtali við fréttastofu í dag sagði Rannveig Gunnarsdóttir,forstjóri Lyfjastofnunar, að rannsóknin myndi engin áhrif hafa hér á landi þar sem Lyfjastofnun Evrópu hefði komist að þeirri niðurstöðu að Tamiflu gæti dregið úr flensueinkennum. Hversu mikið hefur ríkið greitt fyrir birgðir af Tamiflu? „Þessar birgðir eru komnar til ára sinna en endast vel og ef ég man rétt varði hið opinbera mörgum tugum milljóna til kaupa á þessum lyfjum,“ segir Haraldur. Heldurðu að því fjármagni hafi verið vel varið? „Já, þetta er öryggisatriði og þetta var mjög skynsamlega gert að mínu mati,“ segir hann. „Sumir vildu kaupa ennþá meira en þetta er sá skammtur sem við töldum að myndi duga ef til faraldurs kæmi.“ Verður Tamiflu notað áfram hér á landi? „Já,“ segir Haraldur að lokum.
Tengdar fréttir Fullyrða að Tamiflu sé nær gagnlaust gegn flensu Í nýrri skýrslu er því haldið fram að milljörðum króna hafi verið eytt til einskis um allan heim þegar flensulyfið Tamiflu var keypt í stórum stíl af þjóðum heims til þess að koma í veg fyrir flensufaraldur. 10. apríl 2014 08:45 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Fullyrða að Tamiflu sé nær gagnlaust gegn flensu Í nýrri skýrslu er því haldið fram að milljörðum króna hafi verið eytt til einskis um allan heim þegar flensulyfið Tamiflu var keypt í stórum stíl af þjóðum heims til þess að koma í veg fyrir flensufaraldur. 10. apríl 2014 08:45