Fótbolti

Marriner dæmir leik Íslands og Albaníu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andre Marriner í leik Liverpool og United
Andre Marriner í leik Liverpool og United mynd / getty images
Englendingurinn Andre Marriner mun dæma landsleik Íslands og Albaníu í undankeppni HM í Brasilíu annað kvöld en leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum.

Marriner er einn reynslumesti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni og hefur oftar en ekki verið á sjónvarpsskjám landsmanna.

Dómarinn er 42 ára og hefur dæmt í ensku úrvalsdeildinni síðan árið 2005 en hann hóf að dæma í knattspyrnu árið 1990.

Marriner dæmdi til að mynda leik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á dögunum en Liverpool vann þann leik 1-0.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×