Fótbolti

Gylfi: Fáum vonandi fullan völl

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Frammistaðan okkar í Sviss var mjög sveiflukennd og menn geta ekkert misst sig í gleðinni, þetta var bara eitt stig og núna verða menn að halda áfram,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Vísi fyrr í dag.

Ísland mætir Albaníu í undankeppni HM í Brasilíu á morgun en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli. Ísland er með 10 stig í riðlinum, fimm stigum á eftir Sviss sem í efsta sæti riðilsins. Íslensku strákarnir gerðu 4-4 jafntefli við Sviss ytra á föstudaginn en liðið lenti 4-1 undir í leiknum.

„Það var gríðarlega mikilvægt að hafa náð að jafn leikinn út í Sviss og hefði verið alveg gríðarlega svekkjandi að tapa 4-3 gegn þeim á föstudaginn. Núna getur liðið mætt í leikinn á morgun með mikið sjálfstraust.“

„Við erum búnir að kortleggja Albani mjög vel fyrir leikinn og erum tilbúnir í þennan leik. Við erum á heimavelli á morgun og vonandi verður fullur völlur og góð stemmning.“

Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×