Fótbolti

Uppselt á leikinn gegn Albaníu

Strákarnir verða vonandi í stuði á morgun.
Strákarnir verða vonandi í stuði á morgun. mynd/pjetur
Það vantar ekki stemninguna fyrir leik Íslands og Albaníu annað kvöld. Hún lýsir sér einna best í því að nú er orðið uppselt á leikinn.

Laugardalsvöllur tekur um 10 þúsund manns í sæti og verður væntanlega góð stemning á fullum velli á morgun.

Ísland á góða möguleika á því að ná öðru sæti síns riðils og komast í umspil fyrir HM. Til þess að sá draumur geti orðið að veruleika þarf leikurinn á morgun að vinnast.

Ísland á þrjá leiki eftir í riðlinum. Á heimavelli gegn Albaníu og Kýpur og loks útileik gegn Noregi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×