Íslenskur heimilislæknir fastur í Palestínu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. nóvember 2013 07:00 Sveinn Rúnar Hauksson beið allan gærdaginn við landamærin og reyndi árangurslaust að komst yfir til Egyptalands þar sem hann á flug til Kaupmannahafnar frá Kaíró. Aðsend mynd Sveinn Rúnar Hauksson, heimilislæknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, er fastur í Gasaborg í Palestínu þessa dagana. Blaðamaður náði sambandi við Svein Rúnar í gærkvöldi eftir að hann hafði eytt öllum deginum við Rafha-landamærin að reyna að komast til Egyptalands. „Landamærin hafa verið takmarkað opin síðustu dagana. Í dag var opið í fimm klukkustundir en þegar ég reyndi að komast í gegn þá var ég stoppaður. Ég skil ekki alveg af hverju. Ég held satt að segja að það sé verið að setja nýjar vinnureglur en svo er þetta líka vanhæfni starfsfólksins sem vinnur við landamærin. Ég notaði meira að segja klíkuskap þar sem ég þekki menn í góðum stöðum hér í borg, svo sem heilbrigðisráðherrann og borgarstjóra, en það virkaði ekki.“ Sveinn Rúnar átti flug heim 11. nóvember síðastliðinn en þá voru landamærin lokuð og næstu daga á eftir. Hann á svo flug heim í dag frá Kaíró sem hann náði að seinka til morguns. Hann vonast því til að komast yfir landamærin í dag. „Ef ég kemst ekki í gegn þá gæti ég verið fastur hér í langan tíma. Í morgun [gærmorgun] gerðist þessi hryllilegi atburður þegar egypskir hermenn voru sprengdir með fjarstýrðri sprengju. Alltaf þegar eitthvað svona gerist er það látið bitna á Palestínumönnum. Vegna þessa atburðar verður landamærunum örugglega lokað til lengri tíma, jafnvel í mánuð, sem þýðir að ég verði fastur hér. Ég vorkenni mér þó ekki því hér er fjöldi manns sem hefur reynt að komast yfir landamærin í langan tíma og er alltaf vísað frá,“ segir Sveinn Rúnar. Sveinn Rúnar fór til Palestínu til að sinna verkefnum sem félagið Ísland-Palestína stendur fyrir þar ásamt því að vera á læknaráðstefnu. Hann ætlaði að dvelja í landinu í viku en hefur verið þar í sautján daga. „Hin landamærin eru í norðri, yfir til Ísrael. Ætli ég reyni ekki við þau ef ég kemst ekki yfir til Egyptalands. Annars hef ég lent í þessu áður við landamærin til Ísraels en þá mátti ég reyndar ekki snúa til baka á Gasasvæðið. Þeir taka bara sínar ákvarðanir án nokkurs rökstuðnings þannig að erfitt er að vita hvað býr að baki," segir Sveinn Rúnar og að þessi staða sem hann er í komi honum ekki sérlega á óvart. „Þegar ég kom hingað í byrjun mánaðar var strax ljóst að þetta yrði erfið ferð vegna ástandsins á Sínaí-skaganum. Frá því að núverandi stjórn tók við í Egyptalandi hefur ástandið hér stórlega versnað, og nógu slæmt var það fyrir" segir Sveinn Rúnar sem ætlaði að leggjast til hvílu í lok samtals. Enda var hvort eð er búið að taka rafmagnið af borginni, eða klukkan ellefu á staðartíma, og því niðamyrkur og lítið hægt að athafna sig. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Sveinn Rúnar Hauksson, heimilislæknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, er fastur í Gasaborg í Palestínu þessa dagana. Blaðamaður náði sambandi við Svein Rúnar í gærkvöldi eftir að hann hafði eytt öllum deginum við Rafha-landamærin að reyna að komast til Egyptalands. „Landamærin hafa verið takmarkað opin síðustu dagana. Í dag var opið í fimm klukkustundir en þegar ég reyndi að komast í gegn þá var ég stoppaður. Ég skil ekki alveg af hverju. Ég held satt að segja að það sé verið að setja nýjar vinnureglur en svo er þetta líka vanhæfni starfsfólksins sem vinnur við landamærin. Ég notaði meira að segja klíkuskap þar sem ég þekki menn í góðum stöðum hér í borg, svo sem heilbrigðisráðherrann og borgarstjóra, en það virkaði ekki.“ Sveinn Rúnar átti flug heim 11. nóvember síðastliðinn en þá voru landamærin lokuð og næstu daga á eftir. Hann á svo flug heim í dag frá Kaíró sem hann náði að seinka til morguns. Hann vonast því til að komast yfir landamærin í dag. „Ef ég kemst ekki í gegn þá gæti ég verið fastur hér í langan tíma. Í morgun [gærmorgun] gerðist þessi hryllilegi atburður þegar egypskir hermenn voru sprengdir með fjarstýrðri sprengju. Alltaf þegar eitthvað svona gerist er það látið bitna á Palestínumönnum. Vegna þessa atburðar verður landamærunum örugglega lokað til lengri tíma, jafnvel í mánuð, sem þýðir að ég verði fastur hér. Ég vorkenni mér þó ekki því hér er fjöldi manns sem hefur reynt að komast yfir landamærin í langan tíma og er alltaf vísað frá,“ segir Sveinn Rúnar. Sveinn Rúnar fór til Palestínu til að sinna verkefnum sem félagið Ísland-Palestína stendur fyrir þar ásamt því að vera á læknaráðstefnu. Hann ætlaði að dvelja í landinu í viku en hefur verið þar í sautján daga. „Hin landamærin eru í norðri, yfir til Ísrael. Ætli ég reyni ekki við þau ef ég kemst ekki yfir til Egyptalands. Annars hef ég lent í þessu áður við landamærin til Ísraels en þá mátti ég reyndar ekki snúa til baka á Gasasvæðið. Þeir taka bara sínar ákvarðanir án nokkurs rökstuðnings þannig að erfitt er að vita hvað býr að baki," segir Sveinn Rúnar og að þessi staða sem hann er í komi honum ekki sérlega á óvart. „Þegar ég kom hingað í byrjun mánaðar var strax ljóst að þetta yrði erfið ferð vegna ástandsins á Sínaí-skaganum. Frá því að núverandi stjórn tók við í Egyptalandi hefur ástandið hér stórlega versnað, og nógu slæmt var það fyrir" segir Sveinn Rúnar sem ætlaði að leggjast til hvílu í lok samtals. Enda var hvort eð er búið að taka rafmagnið af borginni, eða klukkan ellefu á staðartíma, og því niðamyrkur og lítið hægt að athafna sig.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira