Geislafræðingar vilja geta lifað af daglaunum sínum Þorgils Jónsson skrifar 30. júlí 2013 09:00 Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags íslenskra geislafræðinga, segir stéttina haf setið eftir í kjörum, en tveir af hverjum þremur geislafræðingum við Landspítalann hafa sagt upp störfum og hætta á fimmtudaginn. Meginkrafa geislafræðinga við Landspítalann er sú að geta lifað af launum sínum fyrir venjulega vinnuviku. Þetta segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags íslenskra geislafræðinga í samtali við Fréttablaðið. Geislafræðingar og stjórnendur Landspítala hitta Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í dag til að ræða kjaradeiluna við Landspítalann. Uppsagnir um tveggja af hverjum þremur geislafræðingum við spítalann taka gildi á fimmtudaginn. „Við geislafræðingar höfum verið á lægri launum en aðrar stéttir með sambærilega menntun og viljum fá leiðréttingu á okkar kjörum,“ segir Katrín, en dagvinnulaun geislafræðinga eru að hennar sögn um 300 þúsund krónur. Geislafræði er fjögurra ára háskólanám. „Svo er þetta mjög sérhæft starf og verðmætt sem ætti að okkar mati að meta eftir því,“ segir hún. Annað atriði sem Katrín nefnir er vaktafyrirkomulag sem hún segir afar krefjandi. „Það felur í sér margar bakvaktir og mikið álag sem þýðir að fólk er alltaf að vinna. Við viljum bara 40 stunda vinnuviku eins og aðrir án þess botninn detti úr okkar launum.“ Katrín segist vera bjartsýn um að fundurinn í dag skili nokkrum árangri, þrátt fyrir að málið snúi fyrst og fremst að fjármálaráðuneytinu. „Ef menn fara að skoða málið ættu þeir að sjá að við höfum ýmislegt til okkar máls.“Kristján Þór JúlíussonRáðherra segir í samtali við Fréttablaðið að hann hyggist hitta geislafræðinga og fulltrúa Landspítalans í dag til að glöggva sig á stöðu mála. Hann segist ekki vilja gefa sér að allt fari á versta veg. „Ég bind vonir við að aðilar málsins nái saman. Ég held að það sé öllum fyrir bestu,“ segir hann. „Mín nálgun á þetta mál er að hvetja aðila máls til að leggja sig fram um að ná lendingu og ég er tilbúinn til að leggja þeim lið við það, en fyrst og fremst er þetta útfærsla á stofnanasamningi milli starfsmanna og stjórnenda á Landspítalanum.“ Ekki hefur verið boðað til fleiri funda í deilunni milli geislafræðinga og Landspítalans. Tveir fundir voru haldnir í síðustu viku, en lítið þokaðist í samkomulagsátt. Tvær stéttir hafa þegar fengið hækkun Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags íslenskra geislafræðinga segir að kröfur geislafræðinga miði ekki við aðrar stéttir. Þó má nefna að Landspítalinn hefur á síðustu mánuðum samið um nýja stofnanasamninga við hjúkrunarfræðinga og lífeindafræðinga. Þar fengu félagsmenn hækkun upp á einn til tvo launaflokka sem jafngildir fimm til tíu prósenta launahækkun.Í úttekt fjármálaráðuneytisins frá því fyrr á þessu ári kemur í ljós að meðaltal dagvinnulauna geislafræðinga var um 350.000 í marsmánuði og meðaltal heildarlauna með yfirvinnu og vaktaálagi var 550.000.Á sama tíma var meðaltal dagvinnulauna hjá hjúkrunarfræðingum um 413.000 og meðaltal heildarlauna var um 586.000. Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Meginkrafa geislafræðinga við Landspítalann er sú að geta lifað af launum sínum fyrir venjulega vinnuviku. Þetta segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags íslenskra geislafræðinga í samtali við Fréttablaðið. Geislafræðingar og stjórnendur Landspítala hitta Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í dag til að ræða kjaradeiluna við Landspítalann. Uppsagnir um tveggja af hverjum þremur geislafræðingum við spítalann taka gildi á fimmtudaginn. „Við geislafræðingar höfum verið á lægri launum en aðrar stéttir með sambærilega menntun og viljum fá leiðréttingu á okkar kjörum,“ segir Katrín, en dagvinnulaun geislafræðinga eru að hennar sögn um 300 þúsund krónur. Geislafræði er fjögurra ára háskólanám. „Svo er þetta mjög sérhæft starf og verðmætt sem ætti að okkar mati að meta eftir því,“ segir hún. Annað atriði sem Katrín nefnir er vaktafyrirkomulag sem hún segir afar krefjandi. „Það felur í sér margar bakvaktir og mikið álag sem þýðir að fólk er alltaf að vinna. Við viljum bara 40 stunda vinnuviku eins og aðrir án þess botninn detti úr okkar launum.“ Katrín segist vera bjartsýn um að fundurinn í dag skili nokkrum árangri, þrátt fyrir að málið snúi fyrst og fremst að fjármálaráðuneytinu. „Ef menn fara að skoða málið ættu þeir að sjá að við höfum ýmislegt til okkar máls.“Kristján Þór JúlíussonRáðherra segir í samtali við Fréttablaðið að hann hyggist hitta geislafræðinga og fulltrúa Landspítalans í dag til að glöggva sig á stöðu mála. Hann segist ekki vilja gefa sér að allt fari á versta veg. „Ég bind vonir við að aðilar málsins nái saman. Ég held að það sé öllum fyrir bestu,“ segir hann. „Mín nálgun á þetta mál er að hvetja aðila máls til að leggja sig fram um að ná lendingu og ég er tilbúinn til að leggja þeim lið við það, en fyrst og fremst er þetta útfærsla á stofnanasamningi milli starfsmanna og stjórnenda á Landspítalanum.“ Ekki hefur verið boðað til fleiri funda í deilunni milli geislafræðinga og Landspítalans. Tveir fundir voru haldnir í síðustu viku, en lítið þokaðist í samkomulagsátt. Tvær stéttir hafa þegar fengið hækkun Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags íslenskra geislafræðinga segir að kröfur geislafræðinga miði ekki við aðrar stéttir. Þó má nefna að Landspítalinn hefur á síðustu mánuðum samið um nýja stofnanasamninga við hjúkrunarfræðinga og lífeindafræðinga. Þar fengu félagsmenn hækkun upp á einn til tvo launaflokka sem jafngildir fimm til tíu prósenta launahækkun.Í úttekt fjármálaráðuneytisins frá því fyrr á þessu ári kemur í ljós að meðaltal dagvinnulauna geislafræðinga var um 350.000 í marsmánuði og meðaltal heildarlauna með yfirvinnu og vaktaálagi var 550.000.Á sama tíma var meðaltal dagvinnulauna hjá hjúkrunarfræðingum um 413.000 og meðaltal heildarlauna var um 586.000.
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira