Útlendingar gefa skít í Selfoss Jakob Bjarnar skrifar 30. júlí 2013 13:48 Bílstjóri farþegarútu gerði sér lítið fyrir og tæmdi úr kamri rútunnar innan bæjarmarka Selfyssinga - sem kunna honum litlar þakkir. Ragnar Sigurjónsson má sjá til vinstri. Segja má að útlendingar gefi skít í Selfoss, í orðsins fyllstu merkingu, en bílstjóri rútu sem fór þar um með erlenda ferðamenn, gerði sér lítið fyrir og tæmdi kamarinn í vegkant skammt frá gámasvæði Selfyssinga. Rétt áður en gámasvæðinu á Selfossi var lokað í gær klukkan sex fékk Ragnar Sigurjónsson, umsjónarmaður svæðisins, fréttir af því að stór rúta hefði komið að hlið svæðisins og þar hefði rútubílstjórinn sýnt ótrúlegan dónaskap með framferði sínu. Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður náði tali af Ragnari, en honum var verulega brugðið. „Ég var ekkert að spá neitt sérstaklega í það af því hún hafði snúið við, bakkaði þarna eitthvað niður eftir og ég hélt í fyrstu að þetta væri einhver æfingarakstur eða eitthvað svoleiðis. En, svo skömmu síðar kemur maður þarna niður eftir, sem var að henda þarna rusli og segir við mig: Veistu hvað rútan var að gera þarna niður frá? - Ég sagði, nei, ég hef ekki hugmynd um það. - Hann var bara að sturta úr klósettinu þarna við veginn hjá þér. - Ha? Var hann að gera það? - Jájá, hann bara var bara að sturta. Af því þegar maður er einn á svæðinu getur maður ekkert farið í burtu, það er það mikil traffík. En, þegar ég lokaði kíkti ég yfir þetta. Og það var nú sóðlegt um að lítast,“ segir Ragnar. Rútan var erlend og fór svo beint á Hótel Selfoss þar sem farþegarnir og rútubílstjórinn dvöldu í nótt. Magnús hefur eftir Ragnari að hann skilji ekki framferði bílstjórans: „Mér finnst einhvern veginn eins og það sé verið að gefa skít í okkur. Mér finnst þetta frekar slappt og dónalegt. Þetta á ekki að þekkjast nú til dags, svona vinnubrögð. Frekar dapurlegt að þetta skuli gerast í dag og fyrir framan alla. Ég skil þetta bara ekki almennilega.“ Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Segja má að útlendingar gefi skít í Selfoss, í orðsins fyllstu merkingu, en bílstjóri rútu sem fór þar um með erlenda ferðamenn, gerði sér lítið fyrir og tæmdi kamarinn í vegkant skammt frá gámasvæði Selfyssinga. Rétt áður en gámasvæðinu á Selfossi var lokað í gær klukkan sex fékk Ragnar Sigurjónsson, umsjónarmaður svæðisins, fréttir af því að stór rúta hefði komið að hlið svæðisins og þar hefði rútubílstjórinn sýnt ótrúlegan dónaskap með framferði sínu. Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður náði tali af Ragnari, en honum var verulega brugðið. „Ég var ekkert að spá neitt sérstaklega í það af því hún hafði snúið við, bakkaði þarna eitthvað niður eftir og ég hélt í fyrstu að þetta væri einhver æfingarakstur eða eitthvað svoleiðis. En, svo skömmu síðar kemur maður þarna niður eftir, sem var að henda þarna rusli og segir við mig: Veistu hvað rútan var að gera þarna niður frá? - Ég sagði, nei, ég hef ekki hugmynd um það. - Hann var bara að sturta úr klósettinu þarna við veginn hjá þér. - Ha? Var hann að gera það? - Jájá, hann bara var bara að sturta. Af því þegar maður er einn á svæðinu getur maður ekkert farið í burtu, það er það mikil traffík. En, þegar ég lokaði kíkti ég yfir þetta. Og það var nú sóðlegt um að lítast,“ segir Ragnar. Rútan var erlend og fór svo beint á Hótel Selfoss þar sem farþegarnir og rútubílstjórinn dvöldu í nótt. Magnús hefur eftir Ragnari að hann skilji ekki framferði bílstjórans: „Mér finnst einhvern veginn eins og það sé verið að gefa skít í okkur. Mér finnst þetta frekar slappt og dónalegt. Þetta á ekki að þekkjast nú til dags, svona vinnubrögð. Frekar dapurlegt að þetta skuli gerast í dag og fyrir framan alla. Ég skil þetta bara ekki almennilega.“
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira