Innlent

Ferðamanna leitað austan við Landmannalaugar

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
mynd íur safni
Björgunarsveitir leita tveggja ferðamanna á fjallabaksleið nyrðri, austan við Landmannalaugar.

Franskt par leitaði aðstoðar hjá neyðarlínu í dag og tilkynnti að konan væri slösuð á hné. Þegar björgunarsveit kom að var parið hvergi sjáanlegt og er þeirra nú leitað.

Hafi einhver upplýsingar um ferðir fólksins eða annað sem hjálpað gæti við leitina er bent á lögregluna á Hvolsvelli í síma 480 4110 eða 112.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×