Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó.-Fram 5-6 Kári Viðarsson skrifar 19. júní 2013 11:40 Mynd/Valli Framarar lögðu Víkinga að velli í vítaspyrnukeppni eftir frábærann háspennu-bikarleik í Ólafsvík í kvöld. Staðan eftir venjulegann leiktíma og framlengingu var 1-1 en eftir að hinn 19 ára gamli Alfreð Hjaltalín setti knöttinn framhjá í bráðabana fögnuðu sunnanmenn sigri. Leikurinn fór rólega af stað. Liðin voru vel skipulögð varnarlega og ætluðu greinilega ekki að gefa mörg færi á sér. Liðin skiptust á að vera með boltann, án þess þá að ná að skapa sér teljandi færi. Ísinn brotnaði um miðjan fyrri hálfleik þegar Framarar unnu boltann á miðjunni eftir mikinn darraðardans og geystust í hraða sókn. Hinn leifturfljóti Steven Lennon sendi að lokum hárfína sendingu á Akureyringinn knáa, Almarr Ormarsson, sem átti ekki í teljandi erfiðleikum með að setja boltann í netið framhjá Einari Hjörleifssyni, markverði Víkinga. Virkilega vel klárað hjá Almarri sem átti mjög góðann leik í dag. Seinni hálfleikur byrjaði fjörlega og greinilegt að Víkingar ætluðu leggja allt í sölurnar til þess að jafna leikinn. Með þessum sóknaráherslum opnuðust þeir nokkuð varnarlega og Framarar fengu tvö dauðafæri til að klára leikinn en í bæði skiptin gerðu varnarmenn Víkinga frábærlega í því að bjarga því sem bjarga varð. Eldar Masic og Emir Dokora voru svo sannarlega að sinna varnarskyldunni í í þau skipti. Þrotlaus barátta Víkinga skilaði árangri þegar heimamaðurinn Fannar Hilmarsson komst í dauðafæri eftir snaggaralega sendingu Eldars Masic. Fannar gerði engin mistök og kom boltanum yfir línuna þó littlu hefði mátt muna að Ögmundi tækist að verja. Staðan 1-1 og allt að verða vitlaust. Víkingar gengu á lagið eftir markið og hreinlega skiptu um nokkra gíra í leiðinni. Þeir færðu sig ofar á völlinn og náðu margsinnis að komast í góða stöðu við mark Framara sem vörðust af miklum móð. Víkingar komust næst því að stela sigrinum í uppbótartíma venjulegs leiktíma þegar Farid Zato tók boltann viðstöðulaust á við vítateigshorn Framara og smellti knettinum á ljóshraða beint í samskeytin á markinu. Þarna mátti litlu muna og Farid sérstaklega óheppinn að skora ekki mark tímabilsins. Framlengingin einkenndist, eins og leikurinn allur, af mikilli baráttu beggja liða. Mesta hættan skapaðist þegar varnarmaður heimamanna setti boltann í eigið mark eftir fyrirgjöf Lennons. Markið var dæmt af vegna rangstöðu og þeim dómi fylgdu engin mótmæli, enda dómari leiksins, Gunnar Jarl Jónsson, vandanum vaxinn og dæmdi hreint út sagt frábærlega í leiknum. Vítakeppnin var æsispennandi. Báðir markverðirnir eru þekktir vítabanar og greinilegt að það var mikið taugastríð í gangi. Vítakeppnin fór í bráðabana og það var að lokum Alfreð Már Hjaltalín, leikmaður Víkinga, sem setti boltann viltausu megin við stöngina og þar með var sagan búin. Sigur Framara staðreynd.Almar: Þetta var ekki skemmtilegt fyrir augað "Þetta var hörkuleikur en kannski ekkert sérstaklega skemmtilegtur fyrir augað. Það er alltaf erfitt að koma hingað og þeir mæta alltaf brjálaðir í leikina. En við náðum að klára þetta í lokin og þetta er mjög sætt." Almar hefur skorað í bæði skiptin sem Frammarar hafa heimsótt Ólafsvík í sumar. Aðspurður um það hvort honum líði sérstaklega vel í Ólafsvík gantaðist Almarr: "Já, ég kann greinilega mjög vel við mig hérna, völlurinn er góður það er bara spurning hvort ég hafi ekki bara samband við þá í glugganum," sagði glettinn Almarr Ormarsson, hæstánægður með sigur sinna manna.Ejub: Þetta var hörkuleikur "Fram að marki Frammara var mikið jafnvægi í leiknum en við gáfum færi á okkur og okkur var refsað. Fram að markinu fannst mér við betri." Ejub hefur greinilega átt góða hálfleiksræðu þar sem hans menn komu sérstaklega öflugir inn í leikinn í síðari hálfleik "Við komum til baka í seinni hálfleik og áttum klárlega færi til að klára leikinn. Ef við værum kannski með fleiri stig og aðeins meira sjálfstraust hefðum við klárað þennann leik," sagði Ejub Purisevic, vonsvikinn þjálfari heimamanna, eftir leikinnRíkharður Daðason: Ekta bikarleikur "Þetta var fyrst og fremst barningur og mikið um einvígi. Við duttum kannski aðeins of mikið niður og vorum á köflum ragir við að spila." Ríkharður er vanur því að taka slaginn og setti lítið úta það að hans menn hefðu nokkrum sinnum þurft aðhlynningu í síðari hálfleik "Þetta voru fyrst og fremst höfuðmeiðsl eftir skallaeinvígi og lítið hægt að gera í því. Það var í eitt skipti sem mér fannst olnbogi full hátt á lofti en það var erftitt að dæma um það," sagði Ríkharður Daðason, vel til hafður og sigurreifur eftir sigur sinna manna í kvöld. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Framarar lögðu Víkinga að velli í vítaspyrnukeppni eftir frábærann háspennu-bikarleik í Ólafsvík í kvöld. Staðan eftir venjulegann leiktíma og framlengingu var 1-1 en eftir að hinn 19 ára gamli Alfreð Hjaltalín setti knöttinn framhjá í bráðabana fögnuðu sunnanmenn sigri. Leikurinn fór rólega af stað. Liðin voru vel skipulögð varnarlega og ætluðu greinilega ekki að gefa mörg færi á sér. Liðin skiptust á að vera með boltann, án þess þá að ná að skapa sér teljandi færi. Ísinn brotnaði um miðjan fyrri hálfleik þegar Framarar unnu boltann á miðjunni eftir mikinn darraðardans og geystust í hraða sókn. Hinn leifturfljóti Steven Lennon sendi að lokum hárfína sendingu á Akureyringinn knáa, Almarr Ormarsson, sem átti ekki í teljandi erfiðleikum með að setja boltann í netið framhjá Einari Hjörleifssyni, markverði Víkinga. Virkilega vel klárað hjá Almarri sem átti mjög góðann leik í dag. Seinni hálfleikur byrjaði fjörlega og greinilegt að Víkingar ætluðu leggja allt í sölurnar til þess að jafna leikinn. Með þessum sóknaráherslum opnuðust þeir nokkuð varnarlega og Framarar fengu tvö dauðafæri til að klára leikinn en í bæði skiptin gerðu varnarmenn Víkinga frábærlega í því að bjarga því sem bjarga varð. Eldar Masic og Emir Dokora voru svo sannarlega að sinna varnarskyldunni í í þau skipti. Þrotlaus barátta Víkinga skilaði árangri þegar heimamaðurinn Fannar Hilmarsson komst í dauðafæri eftir snaggaralega sendingu Eldars Masic. Fannar gerði engin mistök og kom boltanum yfir línuna þó littlu hefði mátt muna að Ögmundi tækist að verja. Staðan 1-1 og allt að verða vitlaust. Víkingar gengu á lagið eftir markið og hreinlega skiptu um nokkra gíra í leiðinni. Þeir færðu sig ofar á völlinn og náðu margsinnis að komast í góða stöðu við mark Framara sem vörðust af miklum móð. Víkingar komust næst því að stela sigrinum í uppbótartíma venjulegs leiktíma þegar Farid Zato tók boltann viðstöðulaust á við vítateigshorn Framara og smellti knettinum á ljóshraða beint í samskeytin á markinu. Þarna mátti litlu muna og Farid sérstaklega óheppinn að skora ekki mark tímabilsins. Framlengingin einkenndist, eins og leikurinn allur, af mikilli baráttu beggja liða. Mesta hættan skapaðist þegar varnarmaður heimamanna setti boltann í eigið mark eftir fyrirgjöf Lennons. Markið var dæmt af vegna rangstöðu og þeim dómi fylgdu engin mótmæli, enda dómari leiksins, Gunnar Jarl Jónsson, vandanum vaxinn og dæmdi hreint út sagt frábærlega í leiknum. Vítakeppnin var æsispennandi. Báðir markverðirnir eru þekktir vítabanar og greinilegt að það var mikið taugastríð í gangi. Vítakeppnin fór í bráðabana og það var að lokum Alfreð Már Hjaltalín, leikmaður Víkinga, sem setti boltann viltausu megin við stöngina og þar með var sagan búin. Sigur Framara staðreynd.Almar: Þetta var ekki skemmtilegt fyrir augað "Þetta var hörkuleikur en kannski ekkert sérstaklega skemmtilegtur fyrir augað. Það er alltaf erfitt að koma hingað og þeir mæta alltaf brjálaðir í leikina. En við náðum að klára þetta í lokin og þetta er mjög sætt." Almar hefur skorað í bæði skiptin sem Frammarar hafa heimsótt Ólafsvík í sumar. Aðspurður um það hvort honum líði sérstaklega vel í Ólafsvík gantaðist Almarr: "Já, ég kann greinilega mjög vel við mig hérna, völlurinn er góður það er bara spurning hvort ég hafi ekki bara samband við þá í glugganum," sagði glettinn Almarr Ormarsson, hæstánægður með sigur sinna manna.Ejub: Þetta var hörkuleikur "Fram að marki Frammara var mikið jafnvægi í leiknum en við gáfum færi á okkur og okkur var refsað. Fram að markinu fannst mér við betri." Ejub hefur greinilega átt góða hálfleiksræðu þar sem hans menn komu sérstaklega öflugir inn í leikinn í síðari hálfleik "Við komum til baka í seinni hálfleik og áttum klárlega færi til að klára leikinn. Ef við værum kannski með fleiri stig og aðeins meira sjálfstraust hefðum við klárað þennann leik," sagði Ejub Purisevic, vonsvikinn þjálfari heimamanna, eftir leikinnRíkharður Daðason: Ekta bikarleikur "Þetta var fyrst og fremst barningur og mikið um einvígi. Við duttum kannski aðeins of mikið niður og vorum á köflum ragir við að spila." Ríkharður er vanur því að taka slaginn og setti lítið úta það að hans menn hefðu nokkrum sinnum þurft aðhlynningu í síðari hálfleik "Þetta voru fyrst og fremst höfuðmeiðsl eftir skallaeinvígi og lítið hægt að gera í því. Það var í eitt skipti sem mér fannst olnbogi full hátt á lofti en það var erftitt að dæma um það," sagði Ríkharður Daðason, vel til hafður og sigurreifur eftir sigur sinna manna í kvöld.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira