Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó.-Fram 5-6 Kári Viðarsson skrifar 19. júní 2013 11:40 Mynd/Valli Framarar lögðu Víkinga að velli í vítaspyrnukeppni eftir frábærann háspennu-bikarleik í Ólafsvík í kvöld. Staðan eftir venjulegann leiktíma og framlengingu var 1-1 en eftir að hinn 19 ára gamli Alfreð Hjaltalín setti knöttinn framhjá í bráðabana fögnuðu sunnanmenn sigri. Leikurinn fór rólega af stað. Liðin voru vel skipulögð varnarlega og ætluðu greinilega ekki að gefa mörg færi á sér. Liðin skiptust á að vera með boltann, án þess þá að ná að skapa sér teljandi færi. Ísinn brotnaði um miðjan fyrri hálfleik þegar Framarar unnu boltann á miðjunni eftir mikinn darraðardans og geystust í hraða sókn. Hinn leifturfljóti Steven Lennon sendi að lokum hárfína sendingu á Akureyringinn knáa, Almarr Ormarsson, sem átti ekki í teljandi erfiðleikum með að setja boltann í netið framhjá Einari Hjörleifssyni, markverði Víkinga. Virkilega vel klárað hjá Almarri sem átti mjög góðann leik í dag. Seinni hálfleikur byrjaði fjörlega og greinilegt að Víkingar ætluðu leggja allt í sölurnar til þess að jafna leikinn. Með þessum sóknaráherslum opnuðust þeir nokkuð varnarlega og Framarar fengu tvö dauðafæri til að klára leikinn en í bæði skiptin gerðu varnarmenn Víkinga frábærlega í því að bjarga því sem bjarga varð. Eldar Masic og Emir Dokora voru svo sannarlega að sinna varnarskyldunni í í þau skipti. Þrotlaus barátta Víkinga skilaði árangri þegar heimamaðurinn Fannar Hilmarsson komst í dauðafæri eftir snaggaralega sendingu Eldars Masic. Fannar gerði engin mistök og kom boltanum yfir línuna þó littlu hefði mátt muna að Ögmundi tækist að verja. Staðan 1-1 og allt að verða vitlaust. Víkingar gengu á lagið eftir markið og hreinlega skiptu um nokkra gíra í leiðinni. Þeir færðu sig ofar á völlinn og náðu margsinnis að komast í góða stöðu við mark Framara sem vörðust af miklum móð. Víkingar komust næst því að stela sigrinum í uppbótartíma venjulegs leiktíma þegar Farid Zato tók boltann viðstöðulaust á við vítateigshorn Framara og smellti knettinum á ljóshraða beint í samskeytin á markinu. Þarna mátti litlu muna og Farid sérstaklega óheppinn að skora ekki mark tímabilsins. Framlengingin einkenndist, eins og leikurinn allur, af mikilli baráttu beggja liða. Mesta hættan skapaðist þegar varnarmaður heimamanna setti boltann í eigið mark eftir fyrirgjöf Lennons. Markið var dæmt af vegna rangstöðu og þeim dómi fylgdu engin mótmæli, enda dómari leiksins, Gunnar Jarl Jónsson, vandanum vaxinn og dæmdi hreint út sagt frábærlega í leiknum. Vítakeppnin var æsispennandi. Báðir markverðirnir eru þekktir vítabanar og greinilegt að það var mikið taugastríð í gangi. Vítakeppnin fór í bráðabana og það var að lokum Alfreð Már Hjaltalín, leikmaður Víkinga, sem setti boltann viltausu megin við stöngina og þar með var sagan búin. Sigur Framara staðreynd.Almar: Þetta var ekki skemmtilegt fyrir augað "Þetta var hörkuleikur en kannski ekkert sérstaklega skemmtilegtur fyrir augað. Það er alltaf erfitt að koma hingað og þeir mæta alltaf brjálaðir í leikina. En við náðum að klára þetta í lokin og þetta er mjög sætt." Almar hefur skorað í bæði skiptin sem Frammarar hafa heimsótt Ólafsvík í sumar. Aðspurður um það hvort honum líði sérstaklega vel í Ólafsvík gantaðist Almarr: "Já, ég kann greinilega mjög vel við mig hérna, völlurinn er góður það er bara spurning hvort ég hafi ekki bara samband við þá í glugganum," sagði glettinn Almarr Ormarsson, hæstánægður með sigur sinna manna.Ejub: Þetta var hörkuleikur "Fram að marki Frammara var mikið jafnvægi í leiknum en við gáfum færi á okkur og okkur var refsað. Fram að markinu fannst mér við betri." Ejub hefur greinilega átt góða hálfleiksræðu þar sem hans menn komu sérstaklega öflugir inn í leikinn í síðari hálfleik "Við komum til baka í seinni hálfleik og áttum klárlega færi til að klára leikinn. Ef við værum kannski með fleiri stig og aðeins meira sjálfstraust hefðum við klárað þennann leik," sagði Ejub Purisevic, vonsvikinn þjálfari heimamanna, eftir leikinnRíkharður Daðason: Ekta bikarleikur "Þetta var fyrst og fremst barningur og mikið um einvígi. Við duttum kannski aðeins of mikið niður og vorum á köflum ragir við að spila." Ríkharður er vanur því að taka slaginn og setti lítið úta það að hans menn hefðu nokkrum sinnum þurft aðhlynningu í síðari hálfleik "Þetta voru fyrst og fremst höfuðmeiðsl eftir skallaeinvígi og lítið hægt að gera í því. Það var í eitt skipti sem mér fannst olnbogi full hátt á lofti en það var erftitt að dæma um það," sagði Ríkharður Daðason, vel til hafður og sigurreifur eftir sigur sinna manna í kvöld. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira
Framarar lögðu Víkinga að velli í vítaspyrnukeppni eftir frábærann háspennu-bikarleik í Ólafsvík í kvöld. Staðan eftir venjulegann leiktíma og framlengingu var 1-1 en eftir að hinn 19 ára gamli Alfreð Hjaltalín setti knöttinn framhjá í bráðabana fögnuðu sunnanmenn sigri. Leikurinn fór rólega af stað. Liðin voru vel skipulögð varnarlega og ætluðu greinilega ekki að gefa mörg færi á sér. Liðin skiptust á að vera með boltann, án þess þá að ná að skapa sér teljandi færi. Ísinn brotnaði um miðjan fyrri hálfleik þegar Framarar unnu boltann á miðjunni eftir mikinn darraðardans og geystust í hraða sókn. Hinn leifturfljóti Steven Lennon sendi að lokum hárfína sendingu á Akureyringinn knáa, Almarr Ormarsson, sem átti ekki í teljandi erfiðleikum með að setja boltann í netið framhjá Einari Hjörleifssyni, markverði Víkinga. Virkilega vel klárað hjá Almarri sem átti mjög góðann leik í dag. Seinni hálfleikur byrjaði fjörlega og greinilegt að Víkingar ætluðu leggja allt í sölurnar til þess að jafna leikinn. Með þessum sóknaráherslum opnuðust þeir nokkuð varnarlega og Framarar fengu tvö dauðafæri til að klára leikinn en í bæði skiptin gerðu varnarmenn Víkinga frábærlega í því að bjarga því sem bjarga varð. Eldar Masic og Emir Dokora voru svo sannarlega að sinna varnarskyldunni í í þau skipti. Þrotlaus barátta Víkinga skilaði árangri þegar heimamaðurinn Fannar Hilmarsson komst í dauðafæri eftir snaggaralega sendingu Eldars Masic. Fannar gerði engin mistök og kom boltanum yfir línuna þó littlu hefði mátt muna að Ögmundi tækist að verja. Staðan 1-1 og allt að verða vitlaust. Víkingar gengu á lagið eftir markið og hreinlega skiptu um nokkra gíra í leiðinni. Þeir færðu sig ofar á völlinn og náðu margsinnis að komast í góða stöðu við mark Framara sem vörðust af miklum móð. Víkingar komust næst því að stela sigrinum í uppbótartíma venjulegs leiktíma þegar Farid Zato tók boltann viðstöðulaust á við vítateigshorn Framara og smellti knettinum á ljóshraða beint í samskeytin á markinu. Þarna mátti litlu muna og Farid sérstaklega óheppinn að skora ekki mark tímabilsins. Framlengingin einkenndist, eins og leikurinn allur, af mikilli baráttu beggja liða. Mesta hættan skapaðist þegar varnarmaður heimamanna setti boltann í eigið mark eftir fyrirgjöf Lennons. Markið var dæmt af vegna rangstöðu og þeim dómi fylgdu engin mótmæli, enda dómari leiksins, Gunnar Jarl Jónsson, vandanum vaxinn og dæmdi hreint út sagt frábærlega í leiknum. Vítakeppnin var æsispennandi. Báðir markverðirnir eru þekktir vítabanar og greinilegt að það var mikið taugastríð í gangi. Vítakeppnin fór í bráðabana og það var að lokum Alfreð Már Hjaltalín, leikmaður Víkinga, sem setti boltann viltausu megin við stöngina og þar með var sagan búin. Sigur Framara staðreynd.Almar: Þetta var ekki skemmtilegt fyrir augað "Þetta var hörkuleikur en kannski ekkert sérstaklega skemmtilegtur fyrir augað. Það er alltaf erfitt að koma hingað og þeir mæta alltaf brjálaðir í leikina. En við náðum að klára þetta í lokin og þetta er mjög sætt." Almar hefur skorað í bæði skiptin sem Frammarar hafa heimsótt Ólafsvík í sumar. Aðspurður um það hvort honum líði sérstaklega vel í Ólafsvík gantaðist Almarr: "Já, ég kann greinilega mjög vel við mig hérna, völlurinn er góður það er bara spurning hvort ég hafi ekki bara samband við þá í glugganum," sagði glettinn Almarr Ormarsson, hæstánægður með sigur sinna manna.Ejub: Þetta var hörkuleikur "Fram að marki Frammara var mikið jafnvægi í leiknum en við gáfum færi á okkur og okkur var refsað. Fram að markinu fannst mér við betri." Ejub hefur greinilega átt góða hálfleiksræðu þar sem hans menn komu sérstaklega öflugir inn í leikinn í síðari hálfleik "Við komum til baka í seinni hálfleik og áttum klárlega færi til að klára leikinn. Ef við værum kannski með fleiri stig og aðeins meira sjálfstraust hefðum við klárað þennann leik," sagði Ejub Purisevic, vonsvikinn þjálfari heimamanna, eftir leikinnRíkharður Daðason: Ekta bikarleikur "Þetta var fyrst og fremst barningur og mikið um einvígi. Við duttum kannski aðeins of mikið niður og vorum á köflum ragir við að spila." Ríkharður er vanur því að taka slaginn og setti lítið úta það að hans menn hefðu nokkrum sinnum þurft aðhlynningu í síðari hálfleik "Þetta voru fyrst og fremst höfuðmeiðsl eftir skallaeinvígi og lítið hægt að gera í því. Það var í eitt skipti sem mér fannst olnbogi full hátt á lofti en það var erftitt að dæma um það," sagði Ríkharður Daðason, vel til hafður og sigurreifur eftir sigur sinna manna í kvöld.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira