Enski boltinn

"Löglegt“ tap hjá Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jose Mourinho, stjóri Chelsea.
Jose Mourinho, stjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty
Chelsea tilkynnti í dag að félagið hefði tapað tæplega 50 milljónum punda á síðasta rekstrarári, um 7,9 milljörðum króna.

Rekstrarárinu lauk þann 30. júní síðastliðnum en samvkæmt ársreikningnum var velta félagsins um 48,5 milljarðar króna.

Velta Chelsea jókst á milli ára, fjórða árið í röð, og hefur aldrei verið meiri. Tekjur námu um 15 milljörðum en félagið vann Evrópudeild UEFA nú síðastliðið vor og hagnaðist á því.

Þrátt fyrir tapið er Chelsea innan þeirra marka sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, setur um rekstur knattspyrnufélaga.

Samkvæmt regluverkinu mega félög ekki tapa meira en 7,1 milljarði króna en Chelsea getur afskrifað hluta tapsins vegna ýmissa þátta, eins og rekstri yngri flokka og góðgerðarstarfs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×