Innlent

Fjölmenni á ungmennalandsmóti kirkjunnar

Elimar Hauksson skrifar
Mikið fjör var á landsmótinu eins og sjá má á þessum hóp. Næsta landsmót verður haldið á Ísafirði að ári.  Benediktsson
Mikið fjör var á landsmótinu eins og sjá má á þessum hóp. Næsta landsmót verður haldið á Ísafirði að ári. Benediktsson mynd/Bogi
Sexhundruð og fjörutíu unglingar, leiðtogar og sjálfboðaliðar sóttu landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar sem var haldið um helgina í Reykjanesbæ.

Dagskrá landsmótsins var fjölbreytt og var meðal annars haldið karnival fyrir íbúa Reykjanesbæjar auk þess sem hæfileika- og búningakeppni fór fram á föstudagskvöldið.

Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Laugarneskirkju, sagði fræðslu um fátækt mikilvægan part af mótinu.

„Fræðslan á mótinu fjallaði um misskiptingu gæða og skyldu okkar sem kristinna manna til að berjast gegn misskiptingu. Við ræddum líka um Framtíðarsjóð Hjálparstarfs kirkjunnar en hann studdi tæplega hundrað börn á aldrinum sextán til tuttugu ára í fyrra til að komast úr félagslegri einangrun og hjálpa þeim til náms,“ sagði Sigurvin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×