Netárásir á mikilvæga innviði gætu talist hryðjuverk Brjánn Jónasson skrifar 1. ágúst 2013 06:15 Þó litlar líkur séu taldar á hryðjuverkaárás hér á landi í skýrslu ríkislögreglustjóra er bent á að hryðjuverkamenn sem vilji ráðast gegn Vesturlöndum geti talið auðveld skotmörk hér á landi, til dæmis herafla sem hér sinni loftrýmisgæslu. Fréttablaðið/Vilhelm Ganga má út frá því sem vísu að umfang tölvu- og netglæpa aukist hér á landi í fyrirsjáanlegri framtíð að mati ríkislögreglustjóra. Vaxandi tjón vegna þessa mun skila sér í kröfum um hertar refsingar fyrir netglæpi. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu ríkislögreglustjóra þar sem lagt er mat á skipulagða glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum hér á landi. Tölvu- og netglæpir eru það form skipulagðrar glæpastarfsemi sem líklegast er að sé beint gegn almenningi hér á landi, samkvæmt skýrslunni. Þar er til dæmis átt við tilraunir til fjársvika, til dæmis með svokölluðum Nígeríubréfum. Einnig er vísað til tilrauna til að brjótast inn í tölvur og bankareikninga. Þá er bent á að barnaklámi sé dreift með þróuðum kerfum tölvuþrjóta. Tölvukerfi fyrirtækja og stofnana geta orðið fyrir árásum tölvuhakkara sem geta valdið miklum skaða, samkvæmt skýrslunni. „Ljóst er að slíkar árásir gætu talist til hryðjuverka yrðu tölvukerfi sem lúta að mikilvægustu innviðum og stoðkerfum samfélagsins til að mynda raforkumiðlun gerð óstarfhæf,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni er ekki fjallað um hvernig lögregla geti brugðist við hættu af þessu tagi, né tiltekin ákveðin dæmi um árásir á tölvukerfi sem valdið hafa skaða. Þar segir þó að viðbrögð lögreglu þurfi ekki síst að felast í viðleitni til að vekja almenning og stjórnendur fyrirtækja til vitundar um þessa gerð skipulagðrar glæpastarfsemi. Í skýrslunni er rakið að þegar reynt hafi verið að leggja mat á fjárhagslegan skaða vegna tölvuárása á Vesturlöndum hafi verið um „stjarnfræðilegar fjárhæðir“ að ræða. Þar segir að upplýsingar erlendis frá bendi til þess að kostnaður hins opinbera og fyrirtækja vegna tölvuglæpa fari hratt vaxandi. Til að mynda færist tap banka og annarra fjármálafyrirtækja vegna tölvuglæpa í nágrannaríkjunum í aukana. Íslenskir tölvunotendur voru síðast í gær varaðir við tilraun til tölvuglæpa. Í tilkynningu sem Íslandsbanki sendi frá sér var varað við því að þrjótar hafi komist yfir íslenskan netfangalista. Í kjölfarið sendi þrjótarnir pósta á listann sem gæti virst stafa frá íslenskum bönkum, þar sem beðið er um persónuupplýsingar.Geta ekki beitt gereyðingarvopnum Engar fyrirliggjandi upplýsingar eru um að verið sé að skipuleggja eða undirbúa hryðjuverkaárásir hér á landi, samkvæmt skýrslu ríkislögreglustjóra. Mat á hryðjuverkaógn er ónákvæmara hér á landi en almennt á Norðurlöndunum þar sem lögregla hefur ekki sömu heimildir til að fyrirbyggja hryðjuverk, segir í skýrslunni. Þegar lagð er mat á getu til að fremja hryðjuverk hér á landi telur ríkislögreglustjóri líklegt að eggvopn, rifflar, haglabyssur eða heimatilbúnar sprengjur séu þau vopn sem líklegast sé að verði beitt. Ekki sé fyrir hendi geta til að framkvæma hryðjuverk með notkun gereyðingarvopna. Þar er þó varað við því að hryðjuverkamenn kunni að beina sjónum sínum að Íslandi telji þeir sig geta ráðist gegn vestrænum hagsmunum hér á landi með auðveldum hætti. Það eigi til dæmis við um sendiráð erlendra ríkja og liðsafla ríkja Atlantshafsbandalagsins sem sinni loftrýmisgæslu. Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Ganga má út frá því sem vísu að umfang tölvu- og netglæpa aukist hér á landi í fyrirsjáanlegri framtíð að mati ríkislögreglustjóra. Vaxandi tjón vegna þessa mun skila sér í kröfum um hertar refsingar fyrir netglæpi. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu ríkislögreglustjóra þar sem lagt er mat á skipulagða glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum hér á landi. Tölvu- og netglæpir eru það form skipulagðrar glæpastarfsemi sem líklegast er að sé beint gegn almenningi hér á landi, samkvæmt skýrslunni. Þar er til dæmis átt við tilraunir til fjársvika, til dæmis með svokölluðum Nígeríubréfum. Einnig er vísað til tilrauna til að brjótast inn í tölvur og bankareikninga. Þá er bent á að barnaklámi sé dreift með þróuðum kerfum tölvuþrjóta. Tölvukerfi fyrirtækja og stofnana geta orðið fyrir árásum tölvuhakkara sem geta valdið miklum skaða, samkvæmt skýrslunni. „Ljóst er að slíkar árásir gætu talist til hryðjuverka yrðu tölvukerfi sem lúta að mikilvægustu innviðum og stoðkerfum samfélagsins til að mynda raforkumiðlun gerð óstarfhæf,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni er ekki fjallað um hvernig lögregla geti brugðist við hættu af þessu tagi, né tiltekin ákveðin dæmi um árásir á tölvukerfi sem valdið hafa skaða. Þar segir þó að viðbrögð lögreglu þurfi ekki síst að felast í viðleitni til að vekja almenning og stjórnendur fyrirtækja til vitundar um þessa gerð skipulagðrar glæpastarfsemi. Í skýrslunni er rakið að þegar reynt hafi verið að leggja mat á fjárhagslegan skaða vegna tölvuárása á Vesturlöndum hafi verið um „stjarnfræðilegar fjárhæðir“ að ræða. Þar segir að upplýsingar erlendis frá bendi til þess að kostnaður hins opinbera og fyrirtækja vegna tölvuglæpa fari hratt vaxandi. Til að mynda færist tap banka og annarra fjármálafyrirtækja vegna tölvuglæpa í nágrannaríkjunum í aukana. Íslenskir tölvunotendur voru síðast í gær varaðir við tilraun til tölvuglæpa. Í tilkynningu sem Íslandsbanki sendi frá sér var varað við því að þrjótar hafi komist yfir íslenskan netfangalista. Í kjölfarið sendi þrjótarnir pósta á listann sem gæti virst stafa frá íslenskum bönkum, þar sem beðið er um persónuupplýsingar.Geta ekki beitt gereyðingarvopnum Engar fyrirliggjandi upplýsingar eru um að verið sé að skipuleggja eða undirbúa hryðjuverkaárásir hér á landi, samkvæmt skýrslu ríkislögreglustjóra. Mat á hryðjuverkaógn er ónákvæmara hér á landi en almennt á Norðurlöndunum þar sem lögregla hefur ekki sömu heimildir til að fyrirbyggja hryðjuverk, segir í skýrslunni. Þegar lagð er mat á getu til að fremja hryðjuverk hér á landi telur ríkislögreglustjóri líklegt að eggvopn, rifflar, haglabyssur eða heimatilbúnar sprengjur séu þau vopn sem líklegast sé að verði beitt. Ekki sé fyrir hendi geta til að framkvæma hryðjuverk með notkun gereyðingarvopna. Þar er þó varað við því að hryðjuverkamenn kunni að beina sjónum sínum að Íslandi telji þeir sig geta ráðist gegn vestrænum hagsmunum hér á landi með auðveldum hætti. Það eigi til dæmis við um sendiráð erlendra ríkja og liðsafla ríkja Atlantshafsbandalagsins sem sinni loftrýmisgæslu.
Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira