Innlent

Æfa sig í brennustandi

Gissur Sigurðsson skrifar
Svo virtist sem einhver hefði tekið sig til, þjófstartað og kveikt í Þjóðhátíðarbrennunni.
Svo virtist sem einhver hefði tekið sig til, þjófstartað og kveikt í Þjóðhátíðarbrennunni.
Nokkrum aðkomumönnum í Eyjum brá í brún þegar þeir lögðu leið sína inn í Herjólfsdal í gærkvöldi, því svo var að sjá að búið væri að kveikja í stóra bálkestinum, sjálfri Þjóðhátíðarbrennunni, en það á ekki að gera fyrr en annað kvöld. Óttuðust þeir að þetta þjófstart kynni að breyta ásýnd hátíðarinnar, ef engin brennan yrði.

Við athugun fréttastofu kom í ljós að þarna var verið að brenna ýmsum afgöngum, eða rusli sem ekki hleðst vel í aðal köstinn og fá ungir Eyjapeyjar árlega að spreyta sig á alvöru brennustandi og eru því tilbúnir að taka við keflinu þegar þar að kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×