Innlent

Minnkandi stuðningur við ríkisstjórnina

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Formenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tókust í hendur á ríkisráðsfundi á Bessastöðum.
Formenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tókust í hendur á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. mynd/gva
Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups sem tekinn var í vikunni. Mælist ríkisstjórnin nú með stuðning 54% kjósenda að sögn RÚV, en það er um fjórum prósentustigum minna en í síðustu könnun, og átta prósentustigum frá því stjórnin tók við.

Ef litið er á fylgi flokkanna myndu um 26% þeirra sem tóku afstöðu kjósa Sjálfstæðisflokkinn en tæp 18% kjósa Framsóknarflokkinn. Samfylkingin mælist með 14% fylgi, Vinstri Grænir með 16%, Björt framtíð um 10% og Píratar 9%. Aðrir flokkar fá 1-2%.

Rúmlega 8% svarenda tóku ekki afstöðu eða neituðu að gefa hana upp. Um 6% segja að þeir myndu skila auðu eða ekki kjósa. Úrtakið var rúmlega 3.500 manns og svarhlutfall 60%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×