Skal hringja í Heklugeggjara ef gos hefst Svavar Hávarsson skrifar 27. mars 2013 06:00 Anders Hansen, ferðaþjónustubóndi í Heklusetrinu á Leirubakka. Mynd/Vilhelm "Ég hef skýr fyrirmæli frá allstórum hópi útlendinga um að hringja ef Hekla byrjar að gjósa. Þegar eldgos hefst taka þegar gildi pantanir á hótelherbergjum fyrir þetta fólk," segir Anders Hansen, ferðaþjónustubóndi í Heklusetrinu á Leirubakka. Rétt fyrir hádegi í gær lýsti Ríkislögreglustjórinn og lögreglustjórinn á Hvolsvelli yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu. Sjö jarðskjálftar hafa mælst á undanförnum tveimur vikum, sem eru úr takti við það sem vísindamenn eiga að venjast við Heklurætur. Jarðhræringar eru ekki útilokaðar og er fólki ráðið frá því að ganga á fjallið næstu daga. Anders segir að tilkynning yfirvalda hafi fljótt haft sín áhrif. "Síminn byrjaði að hringja strax eftir tilkynninguna. Fólk er forvitið um fjallið." Anders hefur hins vegar ekkert orðið var við skjálftana að undanförnu og segir heimilisfólk aldrei finna þessa litlu skjálfta. "Við fylgjumst samt með, eins og flestir sem hér búa og horfa til Heklu nokkrum sinnum á dag." Hótelhaldararnir á Leirubakka hafa lista af áhugafólki um Heklu, þar sem krafan er að hringja ef nokkuð öruggt er að Hekla sé að fara að gjósa. "Þetta er fólk frá Evrópu og Ameríku, en það hefur ekki reynt á þetta enn þá. Þessi hópur á frátekið herbergi þegar eitthvað gerist. Það eru þúsundir manna sem koma til Íslands vegna Heklu. Margir hafa lesið um fjallið sem börn, sem hefur mikið aðdráttarafl," segir Anders.Drottningin sefur enn, sýndi engin merki þess í gær að eitthvað stæði til. Mynd/VilhelmSverrir Haraldsson, 85 ára bóndi í Selsundi, hefur á langri ævi séð fimm Heklugos, það fyrsta árið 1947. "Ef þið takið af mér mynd, þá hendi ég ykkur út. En ég skal segja ykkur frá Heklu," segir Sverrir og lýsir stóra gosinu 1947 sem "eina gosinu sem vert er að minnast". Sverrir, þá um tvítugt, vaknaði við snarpan jarðskjálfta og leit þá út um norðurglugga íbúðarhússins, sem sneri að fjallinu. "Þá var eldurinn að koma upp. Ég hef aldrei skilið í sögnum af upphafinu á því gosi. Ég sá svartan mökk standa úr fjallinu norðaustanverðu en ekki úr toppnum, eins og menn segja. En það gos var helvíti svakalegt. Um hádegi fórum við út að Rangá og þá var rétt ratljós, svo dimmt var orðið. Það var óhugnanlegt. Þá gaus hún 29. mars og fjallið heldur kannski upp á það á föstudaginn. En mér hefur aldrei verið illa við Heklu, það eru frekar jarðskjálftarnir sem gera usla. Mér er illa við þá," segir Sverrir. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
"Ég hef skýr fyrirmæli frá allstórum hópi útlendinga um að hringja ef Hekla byrjar að gjósa. Þegar eldgos hefst taka þegar gildi pantanir á hótelherbergjum fyrir þetta fólk," segir Anders Hansen, ferðaþjónustubóndi í Heklusetrinu á Leirubakka. Rétt fyrir hádegi í gær lýsti Ríkislögreglustjórinn og lögreglustjórinn á Hvolsvelli yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu. Sjö jarðskjálftar hafa mælst á undanförnum tveimur vikum, sem eru úr takti við það sem vísindamenn eiga að venjast við Heklurætur. Jarðhræringar eru ekki útilokaðar og er fólki ráðið frá því að ganga á fjallið næstu daga. Anders segir að tilkynning yfirvalda hafi fljótt haft sín áhrif. "Síminn byrjaði að hringja strax eftir tilkynninguna. Fólk er forvitið um fjallið." Anders hefur hins vegar ekkert orðið var við skjálftana að undanförnu og segir heimilisfólk aldrei finna þessa litlu skjálfta. "Við fylgjumst samt með, eins og flestir sem hér búa og horfa til Heklu nokkrum sinnum á dag." Hótelhaldararnir á Leirubakka hafa lista af áhugafólki um Heklu, þar sem krafan er að hringja ef nokkuð öruggt er að Hekla sé að fara að gjósa. "Þetta er fólk frá Evrópu og Ameríku, en það hefur ekki reynt á þetta enn þá. Þessi hópur á frátekið herbergi þegar eitthvað gerist. Það eru þúsundir manna sem koma til Íslands vegna Heklu. Margir hafa lesið um fjallið sem börn, sem hefur mikið aðdráttarafl," segir Anders.Drottningin sefur enn, sýndi engin merki þess í gær að eitthvað stæði til. Mynd/VilhelmSverrir Haraldsson, 85 ára bóndi í Selsundi, hefur á langri ævi séð fimm Heklugos, það fyrsta árið 1947. "Ef þið takið af mér mynd, þá hendi ég ykkur út. En ég skal segja ykkur frá Heklu," segir Sverrir og lýsir stóra gosinu 1947 sem "eina gosinu sem vert er að minnast". Sverrir, þá um tvítugt, vaknaði við snarpan jarðskjálfta og leit þá út um norðurglugga íbúðarhússins, sem sneri að fjallinu. "Þá var eldurinn að koma upp. Ég hef aldrei skilið í sögnum af upphafinu á því gosi. Ég sá svartan mökk standa úr fjallinu norðaustanverðu en ekki úr toppnum, eins og menn segja. En það gos var helvíti svakalegt. Um hádegi fórum við út að Rangá og þá var rétt ratljós, svo dimmt var orðið. Það var óhugnanlegt. Þá gaus hún 29. mars og fjallið heldur kannski upp á það á föstudaginn. En mér hefur aldrei verið illa við Heklu, það eru frekar jarðskjálftarnir sem gera usla. Mér er illa við þá," segir Sverrir.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira