Skal hringja í Heklugeggjara ef gos hefst Svavar Hávarsson skrifar 27. mars 2013 06:00 Anders Hansen, ferðaþjónustubóndi í Heklusetrinu á Leirubakka. Mynd/Vilhelm "Ég hef skýr fyrirmæli frá allstórum hópi útlendinga um að hringja ef Hekla byrjar að gjósa. Þegar eldgos hefst taka þegar gildi pantanir á hótelherbergjum fyrir þetta fólk," segir Anders Hansen, ferðaþjónustubóndi í Heklusetrinu á Leirubakka. Rétt fyrir hádegi í gær lýsti Ríkislögreglustjórinn og lögreglustjórinn á Hvolsvelli yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu. Sjö jarðskjálftar hafa mælst á undanförnum tveimur vikum, sem eru úr takti við það sem vísindamenn eiga að venjast við Heklurætur. Jarðhræringar eru ekki útilokaðar og er fólki ráðið frá því að ganga á fjallið næstu daga. Anders segir að tilkynning yfirvalda hafi fljótt haft sín áhrif. "Síminn byrjaði að hringja strax eftir tilkynninguna. Fólk er forvitið um fjallið." Anders hefur hins vegar ekkert orðið var við skjálftana að undanförnu og segir heimilisfólk aldrei finna þessa litlu skjálfta. "Við fylgjumst samt með, eins og flestir sem hér búa og horfa til Heklu nokkrum sinnum á dag." Hótelhaldararnir á Leirubakka hafa lista af áhugafólki um Heklu, þar sem krafan er að hringja ef nokkuð öruggt er að Hekla sé að fara að gjósa. "Þetta er fólk frá Evrópu og Ameríku, en það hefur ekki reynt á þetta enn þá. Þessi hópur á frátekið herbergi þegar eitthvað gerist. Það eru þúsundir manna sem koma til Íslands vegna Heklu. Margir hafa lesið um fjallið sem börn, sem hefur mikið aðdráttarafl," segir Anders.Drottningin sefur enn, sýndi engin merki þess í gær að eitthvað stæði til. Mynd/VilhelmSverrir Haraldsson, 85 ára bóndi í Selsundi, hefur á langri ævi séð fimm Heklugos, það fyrsta árið 1947. "Ef þið takið af mér mynd, þá hendi ég ykkur út. En ég skal segja ykkur frá Heklu," segir Sverrir og lýsir stóra gosinu 1947 sem "eina gosinu sem vert er að minnast". Sverrir, þá um tvítugt, vaknaði við snarpan jarðskjálfta og leit þá út um norðurglugga íbúðarhússins, sem sneri að fjallinu. "Þá var eldurinn að koma upp. Ég hef aldrei skilið í sögnum af upphafinu á því gosi. Ég sá svartan mökk standa úr fjallinu norðaustanverðu en ekki úr toppnum, eins og menn segja. En það gos var helvíti svakalegt. Um hádegi fórum við út að Rangá og þá var rétt ratljós, svo dimmt var orðið. Það var óhugnanlegt. Þá gaus hún 29. mars og fjallið heldur kannski upp á það á föstudaginn. En mér hefur aldrei verið illa við Heklu, það eru frekar jarðskjálftarnir sem gera usla. Mér er illa við þá," segir Sverrir. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
"Ég hef skýr fyrirmæli frá allstórum hópi útlendinga um að hringja ef Hekla byrjar að gjósa. Þegar eldgos hefst taka þegar gildi pantanir á hótelherbergjum fyrir þetta fólk," segir Anders Hansen, ferðaþjónustubóndi í Heklusetrinu á Leirubakka. Rétt fyrir hádegi í gær lýsti Ríkislögreglustjórinn og lögreglustjórinn á Hvolsvelli yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu. Sjö jarðskjálftar hafa mælst á undanförnum tveimur vikum, sem eru úr takti við það sem vísindamenn eiga að venjast við Heklurætur. Jarðhræringar eru ekki útilokaðar og er fólki ráðið frá því að ganga á fjallið næstu daga. Anders segir að tilkynning yfirvalda hafi fljótt haft sín áhrif. "Síminn byrjaði að hringja strax eftir tilkynninguna. Fólk er forvitið um fjallið." Anders hefur hins vegar ekkert orðið var við skjálftana að undanförnu og segir heimilisfólk aldrei finna þessa litlu skjálfta. "Við fylgjumst samt með, eins og flestir sem hér búa og horfa til Heklu nokkrum sinnum á dag." Hótelhaldararnir á Leirubakka hafa lista af áhugafólki um Heklu, þar sem krafan er að hringja ef nokkuð öruggt er að Hekla sé að fara að gjósa. "Þetta er fólk frá Evrópu og Ameríku, en það hefur ekki reynt á þetta enn þá. Þessi hópur á frátekið herbergi þegar eitthvað gerist. Það eru þúsundir manna sem koma til Íslands vegna Heklu. Margir hafa lesið um fjallið sem börn, sem hefur mikið aðdráttarafl," segir Anders.Drottningin sefur enn, sýndi engin merki þess í gær að eitthvað stæði til. Mynd/VilhelmSverrir Haraldsson, 85 ára bóndi í Selsundi, hefur á langri ævi séð fimm Heklugos, það fyrsta árið 1947. "Ef þið takið af mér mynd, þá hendi ég ykkur út. En ég skal segja ykkur frá Heklu," segir Sverrir og lýsir stóra gosinu 1947 sem "eina gosinu sem vert er að minnast". Sverrir, þá um tvítugt, vaknaði við snarpan jarðskjálfta og leit þá út um norðurglugga íbúðarhússins, sem sneri að fjallinu. "Þá var eldurinn að koma upp. Ég hef aldrei skilið í sögnum af upphafinu á því gosi. Ég sá svartan mökk standa úr fjallinu norðaustanverðu en ekki úr toppnum, eins og menn segja. En það gos var helvíti svakalegt. Um hádegi fórum við út að Rangá og þá var rétt ratljós, svo dimmt var orðið. Það var óhugnanlegt. Þá gaus hún 29. mars og fjallið heldur kannski upp á það á föstudaginn. En mér hefur aldrei verið illa við Heklu, það eru frekar jarðskjálftarnir sem gera usla. Mér er illa við þá," segir Sverrir.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira