Enski boltinn

Pellegrini: Hef ekki samið við neitt félag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pellegrini
Pellegrini Mynd / Getty Images

Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Malaga, hefur að hans sögn ekki enn skrifað undir neinn samning við Manchester City. 

Pellegrini er talinn langlíklegastur til þess að taka við Roberto Mancini sem knattspyrnustjóri liðsins en Mancini var rekinn fyrr í þessum mánuði.

Þegar Pellegrini var spurður út í það hvort hann myndi taka við City á blaðamannafundi  og svaraði hann skýrt og greinilega.

„Ég hef svarað þessari spurningu margoft,“ sagði Pellegrini.

„Þegar við höfum leikið okkar síðasta leik mun ég skoða mína framtíð, en ég hef ekki gert neinn samning við annað félag.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×