Enski boltinn

Malouda getur ekki beðið eftir að losna frá Chelsea

Stefán Árni Pálsson skrifar
Florent Malouda
Florent Malouda Mynd. / Getty Images

Florent Malouda, leikmaður Chelsea, mun yfirgefa félagið í sumar og ganga til liðs við Lyon í heimalandinu.

Leikmaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar hjá Chelsea á tímabilinu og byrjaði ekki einn einasta leik með liðinu á tímabilinu.

Hann þurfti að æfa með varaliðinu stóran hluta af tímabilinu og löngu orðið ljóst að hann væri á leiðinni frá félaginu.

„Ég hef verið í vandræðum að undanförnu en núna hef ég gengið frá mínum málum og er laus allra mála hjá Chelsea,“ sagði Malouda við fjölmiðla ytra.

„Ég mun spila fótbolta á næsta tímabili og ég get ekki beðið. Undanfarið ár hef ég notað til að undirbúa mig sem allra best og koma mér í gott form.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×