Fótbolti

Lillestrøm með öruggan sigur á Haugesund

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pálmi Rafn í leik með íslenska landsliðinu
Pálmi Rafn í leik með íslenska landsliðinu Mynd / Stefán

Lillestrøm vann góðan sigur, 3-0, gegn Haugesund í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Åråsen-vellinum í Lillestrøm.  Pálmi Rafn Pálmason lék allan leikinn fyrir heimamenn.

Bjørn Helge Riise gerði fyrsta mark heimamanna í leiknum eftir aðeins þriggja mínútna leik og gaf tóninn fyrir heimamenn. Staðan var 1-0 í hálfleik en Fredrik Gulbrandsen kom síðan Lillestrøm í 2-0 þegar um tuttugu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum.

Erling Knudtzon gulltryggði sigur heimamanna síðan rétt fyrir leikslok og niðurstaðan því 3-0 sigur Lillestrøm sem er 8. sæti deildarinnar með 15 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×